Gægir - 01.11.1930, Qupperneq 7

Gægir - 01.11.1930, Qupperneq 7
GrÆGIR 23 Laugardagshugleiðing. Eftir prédikara Gægis. Framh. menn almennt sluppu óskemdir. 2. prédikun. Dægurdómar og bæjarmál. I Gægis nafni! þaö eru erviðir tímar nú, hvað skildum við liafa Iengi efni á því að halda dýra hreinsara. þó tala menn hér í bæ meira um þann óþverra er hér hefur þrifíst í tugi ára. Hversvegna þarf að hreinsa þennan gamla óþverra, má hann ekki bíða enn í nokkur ár og ávaxtast?. Eg get ekki svarað þessari spurn. á annan veg, en það sé þörf á að hreinsa mesta óþverran. Koma þá til greina tvær spurningar. Hverjir hafa ðþrif- ið? og hverjir eiga allan þennan óþverra?. Hversvegna eru menn ekki eins miklir íhalds- menn á þessum sviðum og öðrum ? ? Og þessa menn kalla þeir íhaldsmenn, sem fúslega vilja láta alt þetta af hendi, sumir án nokkurs endur- gjalds. Oss finst það hart að þessar fornu bygg- ingar skildu verða fyrír þessum svokölluðu nið- urrifsmönnum og á þær ráðist af mikilli grimd, þær rifnar að heita má endurgjaldslaust. Hvaða vit er í slíku ? En bíðum við! Einn góður og gildur borgari keypti sér eitt af húsum þessum, (er hann smekk- maður mikiil) þótti honum leitt að húsin skýldu vera barinn niður svo að ekki stóð steinn yfir steini. Flutti hann svo hús þetta heim til sín, með aðstoð smiðanna Puðrirí & Redd og fleiri manna. Gekk það alt að óskum, og stendur hús þetta tignarlegt og fagurt í garði eigandans. Er nú eðlilegt að menn vilji gefa eða selja fyrir lítið verð slík hús nú í hallærinu. Mér finst það hart ef eitthvað skildi nú lagast hjá þessum ves- alings mönnum, sem vandræða vegna verða að þola slíka plágu í xrám sínum, að krærnar séu miskunarlaust rifna niður. Nú er samt búið að hreinsa mikið þrátt fyrir alt það mikla sem eftir er. Manni verður því ó- sjálrátt á að spyrja I ! Hvað kostar hreinsunin ? Var hreinsun nauðsynleg ? Hver á óþverran ? A eg að borga ? Framh. Bréfskriftir! Nokkrar meyjar á þrítugs aldri tóku sig sam- an nýlega og ætluðu að hafa með sjer skemtun. Skrifuðu þær ungum manni hjer í bæ sendi- brjef, og stálu auðvitað nafni einnar laglegustu stúlkunnar hjer, undir það,?því sennilega hafa þær ekki búist við að þeírra eigin nöfn myndu trekkja. Brjefið var á þessa leið: »Að þar eð hún hafi árangurslaust reynt að ná í hann nokkur kvöld, taki hún það úrræði að biðja hann að hitta sig upp hjá kirkju kl. 10 e. m. og svo fr.v. þessi ungi maður, sem var einn af Gægis- mönnum. hafði vaðið fyrir neðan sig, og sendi út nokkra gægja á tilteknum tíma, er skyldu rannsaka stað þann, sem stefnumótið var mælt. Sáu þeir þar aðeins mættar hinar áður umgetnu kryddmeyjar, er biðu þar eftir samfundi, sem þær hugðu að myndi verða þeim ógleymanlegur. Gægarnir fóru nu að þenkja yfir því, hvort dömunum væri virkilega alvara með að ná sér á strik, og virtist þeim alt benda til þess, þar sem þær voru mikið púðraðar, og vinnukonu- lyktin angaði langar Ieiðir af þeim, en það sem frekast benti í þá átt var það, að þær léku við hvern sinn fingur, skimuðu í allar áttir, og and- litinn ljómuðu af tilhlökkun. Ekki ætlum vér að kæra þessar dömur fyrir borgaralegum dómstól, fyrir það lagabrot að falsa nöfn undir sendibréf til manna, heldur munum vér sjálfir hafa hendur í hári þeirra og draga þær fyrir okkar eigin dómstól og hegna þeim sam- kvæmt lögum Gægismanna.

x

Gægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gægir
https://timarit.is/publication/1418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.