Bæjarbót - 01.03.1982, Blaðsíða 3
Bæjarbót
3
= Löggæslumál
— hverrar þjónustu eiga Grindvíkingar að njóta?
Mikið hefur verið rætt, af
opinberum aðilum, um lög-
gæslumál hér í Grindavík og
þá helst í þá veru að leggja
eigi niður lögregluvakt í
kaupstaðnum og flytja hana
til Keflavíkur. Helst er að
heyra á fólki hér að því þætti
það mjög miður. Er vísað til
stöðu þessara mála þegar
þjónustan kom frá Hafnar-
firði og þótti engan veginn
fullnægja þeim kröfum sem
gerðar voru. Tæplega er
hægt að telja Grindvíking-
um trú um að þeir gengju
fyrir varðandi útköll, ef
vaktin flyttisttil Keflavíkur.
En hvað segja lögin og hvað
felst í orðunum? Lög um
kaupstaðarréttindi til
handa Grindavíkurhreppi
frá 10.4. Í974:
1. gr. „Grindavíkurhreppur
skal vera kaupstaður ugsérstakt
lögsagnarumdœmi. Ncer um-
dœmið yfir allan núverandi
Grindavíkurhrepp og heitir
Grindavíkurkaupstaður.
Umdæmi þetta er í Reykjanes-
kjördœmi. ”
Hvað felst í raun í orðunum
„sérstakt lögsagnarumdœmi”?
2. gr. „Sýslumaður Gull-
bringusýslu og bœjarfógeti
Keflavíkur skal jafnframt vera
bæjarfógeti kaupstaðarins”.
Eðlileg hagræðing í stjórnsýslu.
3. gr.fjallar um almenn atriði,
svo sem skiptingu sjóða, fjár-
skuldbindingar, ábyrgðir o.fl.
4. gr. „Að uðru leyti fer Um má-
lefni kaupstaðarins samkvæmt
sveitarstjórnarlögum nr. 58 frá
29. mars 1961 og samþykktum
settum samkvœmt þeim lögum”.
í greinargerð sem lögð
var fram með frumvarpi að
þessum lögum segir m.a.:
„...F.ðlilegt virðist því að
skapa Grindavík þá rétt-
arstöðu sem kaupstaðir
hafa og fá inn í sveitarfé-
lagið alla þá þjónustu er
bæjarfógetar veita.”
I framhaldi af þessu er
fróðlegt að líta á bréf frá
dómsmálaráðuneytinu sem
varðar „túlkun á ýmsum at-
riðum starfsfyrirkomulags
löggæslunnar” í umdæmi
bæjarfógetans í Keflavík.
Ráðuneytið vísar til
bréfs yðar, herra bæjar-
fógeti, dags. 14. þ.m.,
varðandi túlkun á ýmsum
atriðum starfsfyrirkomu-
lags löggæslunnar í
umdæmi yðar.
1. Yfirlögregluþjónar í
Keflavík eru yfirmenn
allra lögregluþjóna í
umdæmi yðar, þ.m.t.
lögreglumanna í
Grindavík.
2. Rannsóknarlögreglu-
menn í Keflavík eru
rannsóknarlögrelgum-
enn í öllu umdæmi,
þ.m.t. Grindavík. Til
greina getur komið að
fela lögreglumönnum í
Grindavík rannsókn til-
tekinna mála eða mála-
flokka, en slíkt fyrir-
komulag getið þér sjálf-
ur ákveðið, ef hag-
kvæmt þykir.
3. Þrátt fyrir orðalag í
skipunarbréfi lögreglu-
manna í Grindavík lítur
ráðuneytið svo á, að
lögreglumönnum í
Grindavík sé skylt að
gegna störfum hvar
sem er í umdæmi yðar,
á sama hátt og öðrum
lögreglumönnum er
skylt að gegna störfum
hvar sem er í um-
dæminu, t.d. í Grinda-
vík.
Ef lögreglumönnum í
Grindavík er hins vegar
falið að starfa á föstum
vöktum í Keflavík eða
lögreglumenn úr Kefla-
vík í Grindavík á föstum
vöktum, hefur ráðu-
neytið talið, að sjá beri
þeim fyrir flutningi á/af
vinnustað eða greiða
þeim ferðakostnað.
4. Fullheimilt er að koma
því þannig fyrir, að
símsvari í Grindavík
vísi á lögreglustöðina í
Keflavík , hvort sem er
utan vinnutíma lögregl-
unnar í Grindavík eða
þegar eigi er neinn til-
tækur í stöð, s.s. vegna
útkalla.
F.h.r. B.M./Hz (sign)
Bæjarfógetinn í Kefla-
vík
Hver skyldi hafa verið
forsenda bréfs bæjarfóget-
ans okkar frá 14. janúar
1981 til ráðuneytisins?
Vonandi eitthvað i þágu
okkar Grindvíkinga, okkur
til hagsbóta. Eða hvað?
Hvernig vilja Grindvik-
ingar haga löggæslumálunt
hér í bænum? Vilja þeir ef til
vill láta þjóna sér sem
einhverju útibúi frá Kefla-
vík? Góðir lesendur, ef þið
viljið gera athugasemdir
eða tjá ykkur um þetta mál
þá er orðiðlaust.
Meðal annarra orða, get-
ur nokkur upplýst lesendur
blaðsins hvort einhver lög
gilda um geymslu veðmála-
bóka? Blaðinu er kunnugt
um að hér í Grindavík eru
þær ekki geymdar í eld-
traustum skáp.
Vilja Grindvíkingar að
fógeti eða fulltrúi hans hafi
fastan viðtalstíma hér? Því
er ekki að heilsa nú.
LPJ.
Sumarvinna skólabarna
— holltstarfeðaasnastrik — — .. ■
V öruflutningar
Sú hefð hefur komist á
hér í bæ að skólakrakkar
hafa unnið fyrir bæinn á
vorin við hreinsun og snyrt-
ingu bæjarlandsins. Oft er
hér um að ræða fyrstu
„alvöru” vinnu krakkanna
og því nokkuð mikils virði
að verkefnin séu þannig val-
in að vinnan verði áhuga-
verð og uppbyggjandi. Oll
hreinsunarstarfsemi er tví-
mælalaust til bóta. Hreint
og fagurt umhverfi eykur
áhuga manna á að vanda
umgengni við landið.
Jæja, er þá ekki bara allt í
lagi með sumarvinnu
krakkanna? Nei, aldeilis
ekki. Hún er niðurdrcpandi
vegna þess að blessuð börn-
in eru alltaf að þrífa upp,
upp vegna draslaraháttar
fullorðna fólksins. Neta-
dræsur og alls kyns rusl frá
útgerðinni. Spýtnabrak og
annað sem afgangs verður
við húsabyggingar.
Plastpoka og alls lags úr-
gang, sem fýkur um vegna
slælegs frágangs. Svona
mætti lengi telja. Allra verst
er þó að þurfa að horfa á
ungviðið raka santan grjóti
á sömu götunum og gang-
stígunum ár eftir ár. Hvers
vegna þarf að gera það? Jú,
vegna þess að forráðamenn
bæjarfélagsins, á undan-
förnum árum, hafa ekki
ákveðið að gengið skuli frá
nokkurri götu eða gangstíg
að fullu. Þar sem búið er að
leggja olíumöl, liggja með-
fram grýttir gangstígar, sem
enginn vill ganga á. Þá
ganga auðvitað allir á
olíumölinni, ökumönnum
til ama og armæðu. Hvert
okkar skyldi annars verða
næsta fórnarlamb í um-
ferðinni vegna þessa?
í nýrri hverfum bæjarins
standa húsin í röðum hvert
öðru glæsilegra. Gatnagerð-
argjöldin að fullu greidd í
flestum tilvikum. En blessað
fólkið fær bara enga götu.
Það fær möl, mold og grjót.
Nóg af grjóti. Margra ára
birgðir. Ekki þykir nógu
gott að of mikið sjáist af því.
Því hljóðar dagskipun til
vinnufúsra skólakrakka á
vorin: Burl með grjótið!
Standa sveittur í rykmekki.
Bara að hann hangi nú
þurr. En veðurguðirnir
virðast ekkert tillit taka til
gatnagerðar og grjótrakst-
urs í Grindavík. Rigning.
Urhelli. Götuómyndin um-
breytist í eftirlíkingu af
vfirborði tunglsins. Upp-
stytta loksins. Vélarhljóð.
Húrra! Oli Sæm er kominn
á heflinum. Niður með hol-
urnar, upp með grjótið.
Verkefni barnanna tryggt
fyrir næsta ár. Einhvern
veginn þarf að halda uppi
fullri atvinnu. I staðinn
fyrir botnlausu föturnar
eru komnar hrífur.
Hvernig væri að gefa
hrífunum ársleyfi eða svo
og fá krökkunum ný og
betri verkefni. Til greina
kemur að gróðursetja tré og
fallegar jurtir í bænum og
nágrenni. Fullgera lóðir t.d.
við kirkjuna, Fcsti og fleiri
staði. Skipuleggja og síðan
vinna við fegrun krikans
milli Ránargötu og Víkur-
brautar. Þar eru andlit bæj-
arins út á við, sem blasa við
þeim sem í bæinn aka. Nú
eða skólagarðar með fjöl-
breyttri ræktun. Margt
mætti nefna. Á meðan gætu
bæjarkarlarnir og verktakar
bæjarins dundað við að full-
gera götur og stíga.
Umfram allt þarf að sjá
urn að börnin vinni upp-
byggjandi störf og að skatt-
peningum borgaranna sé
vel varíð.
BB
Nýlega hófu tveir ungir
menn að starfrækja nýtt
fyrirtæki hér í bæ. Þetta eru
þeir Viðar Sigurðsson og
Guðlaugur Jóakimsson sem
festu kaup á vöruflutninga-
bifreið í þeim lilgangi að
stunda vöruflutninga á
leiðinni Reykjavík-Grinda-
vík. Þeir félagar hafa
aðstöðu til vörumóttöku hjá
Vöruleiðum í Reykjavík.
Þeim sent þegar hafa reynt
þjónustu þeirra ber saman
um að hún sé mjög til fyrir-
myndar, en meðal við-
skiptamanna eru mörg af
stærstu fyrirtækjum í bæn-
um. Einnig annast þeir alla
pakkaflutninga fyrir ein-
staklinga og getur það spar-
að fólki dýrar ferðir til
Reykjavíkur að nota sér
þjóriustu þessa.
U pplýsingar um ferðir og
annað sem fólk þarf að fá
svar við fást í síma 8405 hjá
Viðari. áe