Bæjarbót - 01.03.1982, Blaðsíða 4

Bæjarbót - 01.03.1982, Blaðsíða 4
4 Bæjarbót /^BÖT Útgefendur og ábyrgðarmenn: Lúðvík Jóelsson, Víkurbraut 11, sími 8106, Björn Birgisson, Norðurvör 10, sími 8060, Astbjörn Egilsson, Efstahrauni22, sími 8507. Prentun: Prentiðn, Garðabæ. N Nýttblað - Bæjarbót Bœjarbót skal vera frjálst óháðfrétta- og upplýs- ingablað, sem þjónar Grindvíkingum fyrst og fremst. Ollum einstaklingum er frjálst að tjá hug sinn og skoðanir í blaðinu. Þannig hljóma einkunn- arorð blaðsins. Tveir af þremur útgefendum blaðs- ins eru flokksbundnir í stjórnmálaflokkum, en það mun ekki hafa minnstu áhrif á skrif blaðsins. Ein- lœg von okkar, sem að þessu stöndum, er sú að að- sent efni verði í miklum meirihluta þess efnis, sem birt verður í Bæjarbótinni. Hér er ekki um að rœða leið útgefenda til auðsöfnunar. Það segja raunar flestir að það sé enginn grundvöllur fyrir svona blaði í ekki stærri bœ. Við viljum ekki láta segja okk- ur slíkt, það verður einfaldlega að koma í Ijós. Grindvíkingar! Þið eigið næsta leik. Á ári aldraðra Unglingar í Grindavík— -------------- hvernigeyðaþeir tímanum? Bæjarbót leitaði til Ósk- ars Skúlasonar nemanda í grunnskólanum og bað hann að rita grein í blaðið um unglinga í Grindavík og viðhorf þeirra til bæjar- lífsins. Grein Óskars fer hér á eftir. Það hefur lengi verið ósk mín að fá að skrifa í frétta- blað um viðhorf unglinga til bæjarlífsins hér í bæ. Vegna þess að mér hefur fundist að skoðanir unglinga fái ansi lélegar móttökur. En nú, þegar tækifærið er feng- ið, um hvað ætti ég að skrifa? Já, af mörgu er að taka, en fyrir valinu varð að- gerðarleysi unglinga. Fátt er eins leiðinlegt og að sitja einn heima á dimmum kvöldum, maður getur ekk- ert gert nema þá horft á sjónvarpið, en því miður er ekki mikið í því fyrir ung- linga. Þá fer maður út og hvað sér maður? Ekki lif- andi sálu. Þá neyðist maður til að fara í sjoppu, en það virðast vera einu staðirnir, þar sem nokkrir unglingar geta hist undir sama þaki, án þess að þurfa að hlusta á lciðinlegt nöldur foreldra eða annarra. En ekki varir sælan lengi, því að sjálfsagt verður afgreiðslufólkið þreytt á öllu þessu krakk- astóði og við fljúgum út. Þegar út er komið er ekkert annað að gera, en labba af stað í næstu sjoppu. Eg gæti trúað að þegar hér er komið sögu hugsi margir með sér: Mikið dæmalaust eru þcssir krakkar vitlausir að geta ekki fundið sér eitthvað að gera, án þess að við fullorðna fólkið komurii þar nærri. En þannig er bara mál með vexti að það verður einhver fullorðinn að vera með unglingum, því annars er þeim ekki treyst. Það væri strax spor í rétta átt ef það kæmu saman nokkrir for- eldrar og ræddu um mögu- leika á meira og betra fé- lagsstarfi fyrir unglinga. Þó ég hafi hér á undan bara talað um hvað farið hefur miður í samstarfi unglinga og fullorðinna eru líka nokkrir ljósir punktar sem vert er að minnast á. Eins og til dæmis þeir hjá UMFG hafa eflaust bjargað mörgum unglingnum frá því að brjálast úr aðgerða- leysi. Því miður virðast margir krakkar halda, að ckki sé nógu fínt að æfa íþróttir, eftir að í unglinga- skóla er komið. Virðast þeir hakla að reykingar séu fínni. Þeir sem eldri eru ættu að reyna að koma þeim í skilning um að svo er alls ekki. En þeir, sem ekki æfa íþróttir, sem eru frekar margir, verða að láta sér nægja frekar lélegt félagslíf skólans og sjoppurápið. Er það von mín að sam- starf ungra og fullorðinna eigi eftir að breytast til hins betra og aðeins til hins betra. Óskar Skúlason ísland státar afhæstum meðalaldri þegna sinna. En vandi fylgir vegsemd hverri. Fróðlegt getur verið að skyggnast á bak við meðalaldurstölurnar háu. Hvað blasir þá við? Það má segja að þessi mikla og hlut- fallslega fjölgun aldraðra ásamt með geysimiklum þjóðfélagsbreytingum, sem ekki eru öldruðum alltaf til bóta, hafi beint athygli manna í vaxandi mæli að þörf þessa fólks fyrir sérhannað húsnæði, félags- starf og ýmiskonar aðstoð. I samfélagi eins og hinu íslenska eru aldraðir orðnir áberandi hópur, sem á við marvísleg vandamál að etja, félagsleg, efna- hagsleg, heilsufarsleg o.sfrv. Þessi vandamál eru ekkert öðruvísi hér í Grindavík en annars staðar á landinu. fátt virðist hafa verið gert öldruðum í hag hér í bæ. Þó verður að nefna að á þessu kjörtímabili var komið á laggirnar heimilisaðstoð fyrir aldraða, sem teljast verður mikilframför. Frumvarp, sem lagt var fram á nœstliðnu þingi um öldrunarmálefni, gerir ráð fyrir skipulögðu áætlunar- og þjónustustarfi sveitarfélaga á sviði öldrunarmála, svo að búast má við að hentistefna víkifyrir skynsamlegri og úthugsaðri áætlunargerð. Grindavíkurbær hefur lagt fram nokkurt fjár- magn til dvalarheimilis aldraðra í Hafnarfirði og þannig tryggt nokkrum Grindvíkingum dvölþar. En hver er raunverulegur vilji fólksins hér? Vilja bæjarbúar eyða síðustu æviárum sínum á heima- slóðum? Hvað hyggjast bæjarfulltrúarnir gera? Hér vantar margt t.d. holræsi, stærri skóla, betri götur, gangstéttir og þannig mætti margt upp telja. Ætla bæjarfulltrúarnir að láta öldrunarmálin hafa forgang nú á ári aldraðra? Bæjarbót vill hefja um- ræðu um þessi mál og er reiðubúin að leggja til rými undir greinar, sem kunna að berast. BB Annasamt hjá lögreglu Á síðast liðnu ári voru út- köll lögreglunnar í Grinda- vík samtals 1544. Flest voru þau í aprílmánuði eða 174. 30 ökumenn voru teknir ölvaðir við akstur á árinu. Árekstrar urðu alls 56 á árinu. I janúar og febrúar á þessu ári urðu 17 árekstrar í bænum. BB Betra bókasafn - - meiri notkun Bókasafn Grindavíkur hefur tekið miklum stakka- skiptum á síðustu árum. Flúsrými þess í Festi hefur verið aukið verulega og endurbætt. Þar er nú mjög vistlegt og fer vel um gesti safnsins. Nýtt flokk- unarkerfi er notað, svokall- að Dewey kerfi, sem gerir gestum mjög auðvelt að finna þær bækur sem þeir vilja fá. Með aukinni sókn ungs fólks héðan úr bænum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og aðra framhaldsskóla hef- ur notkun á safninu breyst og aukist. Þessir nemendur eru gjarnan sendir í söfn til gagnaöflunar. Við grunn- skólann bér er ekkert skóla- bókasafn þrátt fyrir skýr ákvæði í grunnskólalögum þar um. Vantar húsnæði í skólanum, hann er fullnýtt- ur og hvergi laus smuga. Nokkurt samstarf hefur átt sér stað milli bókasafnsins og grunnskólans. Nemend- ur hafa farið í safnið í efnis- leit vegna heimildaritgerða og annarra verkefna og not- ið þar sérstaks velvilja for- stöðumanns safnsins. Samkvæmt bókatalningu í árslok 1981 voru um 5100 eintök í safninu. Útlán á síðasta ári voru 17105, en notendur um 650. Það jafn- gildir því að hver notandi hefi fengið 26,3 bækur á árinu. Notendur eru nú 680. Þess má geta að ekkert kostar að ganga í safnið. Núverandi forstöðumað- ur safnsins er Valgerður M. Guðjónsdóttir. gg Óaldarlýður á ferð Um næst síðustu helgi voru unnin all mikil skemmdar- verk hér í Grindavík. Brot- ist var inn í Kaupfélagið, en ekki var miklu stolið. Rúður voru brotnar í tveimur bíl- um og sá þriðji rispaður. Einnig var segulbandi stolið úr bíl. Tvær rúður voru brotnar í Festi, ein í íbúðar- húsi og tvær í skólanum. Full ástæða er til að hvetja menn til að læsa bílum sín- um og skilja ekki eftir verð- mæta hluti í þeim. Fyrr í vetur bar nokkuð á hnupli úr bílum, jafnvel framan við verslanir. BB BÓKASAFN GRINDAVÍKUR Félagsheimilinu Festi 240 Grindavík Sími 92-8549 BÓKINHEIM Þeir, sem vegna sjúkdóms eða annarra or- saka, geta ekki komið í bókasafnið, fá bækur sendar heim. Hafið samband við bókavörðinn, sem gefur nánari upplýsing- ar. SKIPASÖFN 18-20 jg'^Q Áhafnir skipa fá lánaða bókakassa í lengri jg 2() eða skemmri tíma, gegn ábyrgð útgerðar- 18-21 félags' 18-20 Sögustund fyrir börn á aldrinum 3ja til 6 ára á laugardögum kl. 14:00-15:00. Opið: Mánudag Þriðjudag Miðvikudag Fimmtudag Föstudag

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.