Bæjarbót - 01.03.1982, Blaðsíða 8

Bæjarbót - 01.03.1982, Blaðsíða 8
8 Bæjarbót Körfuknattleikur í Grindavík — stutt söguágrip Saga körfuboltans í Grindavík er ekki orðin mjög löng. Hún hófst árið 1957, en þá smíðuðu Bogi Hallgrímsson og Guð- mundur Sigurðsson fyrstu körfurnar sem skotið var á hér í bæ. En áhuginn á íþróttinni vaknaði fyrst verulega þegar Halldór Ingvason bauð körfubolta- landsliðinu í heimsókn til Grindavíkur, þar sem það lék listir sínar árið 1963. Eftir landsliðsheim- sóknina fóru Grindvíkingar að æfa og leika körfubolta reglulega. Fyrstu bún- ingana eignaðist liðið 1964. Þeir voru heimasaumaðir, ljósbláir að lit með gulum stöfum. A árunum milli 1964 og 1969 atti liðið kappi við nágrannabyggðirnar og lið af Vellinum, en tók ekki þátt í Islandsmóti fyrr en árið 1969. Þá voru deildirn- ar tvær, fimm lið voru í hvorri. Bardaginn í annarri deildinni var oftast harður, en UMFG var oftast í topp- baráttunni og tvisvar var skrefíð hálfstigið upp í fyrstu deild, en í bæði skiptin missteig liðið sig og varð af fyrstu deildar sætinu. Það var svo árið 1978 að deildarskipulaginu var breytt og úrvalsdeildin stofnuð. Fyrsta og önnur deild komu þar á eftir. UMFG lenti í þeirri fyrstu. Um þetta leyti tíðkaðist það að liðin réðu sér banda- ríska þjálfara og leikmenn. UMFG fékk einn slíkan, Mark Holmes, sem reyndist mjög góður leikmaður. Þeg- ar keppnistímabilinu lauk var liðið í öðru sæti og komst í átta liða úrslit í bikar- keppninni. Mark kom svo aftur 1979, þá hafnaði liðið í 2.-3. sæti og var slegið út í átta liða úrslitum í bikarn- um af þáverandi meisturum KR. Keppnistímabilið 1980- 1981 gekk ekki eins vel og má þar mörgu um kenna. Fiðið var óheppið með „Kanann” sem kom og varð að senda hann heim á miðju keppnistímabili og fá annan. En er upp var staðið hafnaði liðið í 3. sæti. I haust kom Mark Holm- es svo í þriðja sinn. Meistaraflokkur lenti í þriðja sæti og árangur yngri flokkanna var betri en nokkru sinni áður. Nú bendir margt til þess að engir bandarískir leikmenn verði hér á landi næsta vetur. Því veldur aðal- lega erfiður íjárhagur fé- laganna. Þrír leikmenn UMFG voru í vetur valdir til æfinga og keppni með landsliðum. Þeir voru Hreinn Þorkels- son, Jóhannes Sveinsson og Hjálmar Hallgrímsson. GÞÖ ogBB Leikfélagið Feikfélag Grindavíkur hefur að undanförnu sýnt gamanleikinn Grænu lyftuna eftir A. Hopewood í uppsetningu Þóris Steingrímssonar. Er þetta fyrsta verkefni sem hann setur á svið fyrir L.G. Hann hefur starfað að leikstjórn og leikið síðastliðin 15 ár. Samstarfið við hann var sér- staklega ánægjulegt sem aldrei hljóp snurða yfir all- an æfíngartímann, en þær byrjuðu um miðjan janúar. Við hjá leikfélaginu getum ekki verið annað en þakklát yfir þeim undirtektum sem leikritið hefur hlotið hjá bæjarbúum og þó nokkrum fjölda fólks úr nágranna- byggðum. Það er margt sem er þess valdandi að við för- um ekki út fyrir plássið með leikritið, fer þar saman lítill tími fólks og svo hitt að sá peningur sem kemur inn á slíkar sýningar fer allur í kostnað ef það nær því þá að dekka hann. Víst væri gam- an að fara út úr plássinu með slíkt leikrit til að sýna sig og sjá aðra eins og sagt er, en því miður er fleira sem kemur til, svo sem tím- inn sem fer í þetta sem fyllir tvo mánuði og 70% af þeim tíma eru æfingar, en þær fara fram 6 daga vikunnar 3-5 tíma á dag. Þá eru ótald- ar þær vinnustundir sem snerta beinlínis tekjur fólks, þannig að okkur finnst við hafa gildar ástæður fyrir því að fara ekkert með leikritið í þetta skipti, hvað svo sem kann að snúa að þeim sem starfa við næsta stykki. Það hafa eftilvill ekki margir leitt hugann að því hve margir starfa að einu leikriti, en það munu vera 35-40 manns. Kostnaður við meðal leikrit fer nálægt 25 þús. krónum. Allir geta séð að ekki nægir áhuga- mennskan ein, okkur er því nausynlegt að bæjarbúar sýni okkur velvilja. L.J. Maðurinn á bak við nafnið Hver er Jóhannes Haralds- son? Eg er fæddur þann 14. júní 1942 í Fjarðarseli við Seyðisfjörð. Faðir minn var rafstöðvarstjóri þar. Flutti þriggja ára til Kópavogs. Sótti þar skóla en fór síðan í skóla til Sigurðar Greips- sonar í Haukadal. Því næst lá leiðin í millilandasiglingar en í þeim var ég frá sextán ára aldri til tvítugs. Var reyndar að hugsa um að fara í Stýrimannaskólann, en hraus hugur við hinum löngu ijarvistum farmanns- ins. Að lokum ákvað ég að fara í land og byrjaði mitt nám í trésmíði í Kópavogin- um. Hvað hefur þú byggt margar íbúðir hér í Grindavík? Þær eru orðnar 53 bygg- ingarnar sem ég hef reist og búið er í. Auk þess hefi ég reist mannvirki í Svartsengi og líka fiskverkunarhús hér á Staðnum. Hvernig er verðið á þínum húsum t.d. miðað við Reykja- vík? Mín hús hafa oft verið rúmlega 50% ódýrari en sambærileg hús þar. Sú gagnrýni hefur heyrst að þú eigir stóran þátt í að halda almennu fast- eignaverði niðri hér í bœnum með því að selja ódýrt. Já, ég hef heyrt þetta. Menn hafa jafnvel komið til mín og hundskammað mig vegna þessa. En er ekki allt- af verið að tala um að lækka byggingarkostnaðinn? Þetta er mjög ánægjulegt fyrir íbúðarkaupendur, en veld- ur þeim erfiðleikum sem selja hús sín eða íbúðir hér og ætla að flytja til Stór Reykjavíkursvæðisins. Telur þú að hús, sem þú bygg- ir og selur jafnvel 50% ódýr- ar en hús í Reykjavík, séu nógu vönduð? Það er erfitt fyrir mig að svara þessu. Ég held að mín hús standi fyllilega fyrir sínu, annars verða aðrir að dæmaum það. Er dýrara að byggja í dag, en þegar þú varst að byrja? Já, það er erfiðara núna m.a. vegna dýrari lána. Kaupgetan finnst mér vera minni svo hefur allt efni hækkað verulega miðað við laun, t.d. steypan. Fylgir því mikið álag að reka byggingafyrirtœki ? Já það gerir það. Akaf- lega sjaldan frí. Vinnudag- urinn langur, fólk kemur gjarnan á kvöldin og um helgar til að ræða málin, skoða teikningar og þess háttar. Svo er það öll papp- írsvinnan, en hana annast ég sjálfur. Þá má nefna óþægindi, sem geta fylgt því ef fólk er óskilvíst, en sem betur fer er það sjaldgæft. Sýnir þú sömu hörku í við- skiptum og íjúdóinu? Nei, en allt þarf hugsun og yfirvegun. Ég er ekki að reyna að koma neinum á kné í viðskiptum, en vil helst sjá andstæðinginn á bakinu íjúdóinu. Hvað hefur þú unnið marga titla á þínum keppnisferli? Ég hef rúmlega ijörutíu sinnum náð verðlaunasæti á stórmótum. Þar af hef ég unnið tíu sinnum til verð- launa erlendis á Norður- landamótum og Opna Skandínavíska mótinu. Sex sinnum hef ég orðið Is- landsmeistari.. Ég hóf keppni árið 1971, en er nú farinn að íhuga að hætta áður en langt um líður. Ertu ríkur maður á okkar mœlikvarða? Kannski aðeins hug- myndaríkur. Þegar ég flutti til Grindavíkur átti ég tvær íbúðir á Reykjavíkur- svæðinu. Seldi þær og hóf mína starfsem hér. Ég stend svipað fjárhagslega nú og þá, heldur verr ef eitthvað er. Hvernig sérðu þína eigin framtíð og framtíð Grinda- víkur? Mér virðist framtíð Grindavíkur vera nokkuð björt, hér býr duglegt fólk. Þó finnst mér vinnudagur hér allt of langur og bitnar það á félagslífinu. Ef menn ætla að ná árangri í íþrótt- um verða þeir að muna að- hvíldin er jafn mikilvæg og æfingarnar. Hvað mig snertir hef ég mestan áhuga á að hægja á mér við bygg- ingarnar og eiga meiri frí- tíma. Hafa tíma til að njóta lífsins. Það dugar ekki að drepa sig á allt of mikilli vinnu. BB Vorið kemur Vaknar þá af vetrarblund, veröld, öll í blóma. Vorsól fögur vermir grund vorsins raddir hljóma. Styttist vetur léttist lund, tengjast birtustundir. Þó föliS hylji freðna grund, frjó er moldin undir. Senn á himni hœkkar sól, hressist andans kraftur. Veröld skrýÖist vorsins kjól, vakna grösin aftur. (Álfur úrHól) Álfur úr Hól er búsettur í Grindavík. En eru ekki fleiri hagyrðingar hér? Bæjarbót vill gjarnan birta frumort kvæði og vísur. Látið skáldskapargáfuna blómstra og sendið okkur árangurinn.

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.