Bæjarbót - 05.01.1989, Side 2

Bæjarbót - 05.01.1989, Side 2
2 Bæjarbót, óháð fréttablað Janúar 1989 Svæðis- skipulag fyrir Suður- nes brátt samþykkt í Grindavík? Bæjarstjóm hefur ekki viljað samþykkja nýtt svæðisskipulag fyrir Suður- nes. Hefur henni fundist skipulagið þrengja að Grindavík og jafnvel tak- marka mjög atvinnu upp- byggingu í bænum. Er það einkum mikil stækkun svæða sem gerð eru að náttúru- vætti. Á fundi bæjarráðs ný- verið mættu menn frá Skipu- lagi ríkisins, frá Samvinnu- nefnd um Svæðaskipulag fyrir Suðurnes og frá Nátt- úruverndarráði. Erindi þeirra var að skýra skipulag- ið og eyða misskilningi sem fram kom að uppi var um rétt bæjarstjórnar til afskipta af þróun hinna ýmsu svæða. Var það mál bæjarráðs- manna eftir fundinn að margt væri ljósara og réttur Grindvíkinga óvéfengdur þrátt fyrir samþykkt svæða- skipulagsins. Er því að búast við að bæjarstjórn samþykki auglýsingu skipulagsins á næstunni, þó hún kannski staðfesti það ekki alveg strax. Þorrablóts þankar Kvenfélag Grindavíkur hélt sitt árlega þorrablót 21. janúar s.l. fyrsta laugardag í þorra. Var ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta á þessa skemmtun, því það hefur verið áhyggjuefni félagskvenna hve fámennt hefur verið undanfarin ár á þessum þorrablótum hjá fél- aginu. Állir vita að það er ekki hægt að halda þessar samkomur með tapi ár eftir ár. Er það von okkar að þorrablótin þurfi ekki að leggjast af, heldur haldi þau áfram að vera fjörug og skemmtileg upplyfting í skammdeginu eins og þau hafa verið lengst af. Það er mjög dýrt að kaupa skemmtikrafta, flestir vilja hafa allnokkuð fyrir sitt framlag. Því viljum við koma á framfæri alúðar- þökkum til þeirra kórfélaga sem sungu á þorrablótinu núna. Þeir gáfu allir sitt framlag, þó þurftu sumir jafnvel að sleppa vinnu fyrir æfingar. Nú þegar flestir virðast vera í kapphlaupi við tíma og auð, er notalegt að hitta svona hóp. Piltar hafíð þökk fyrir. Svo langar okkur að þakka Bjarna í Festi fyrir mjög gott samstarf og óskum honum velfarnaðar í sínu nýja starfi. Með kveðju frá þorrablóts nefnd. Knattspyma: Leikmenn koma og fara Július P. Ingólfsson og Jón Otti Jónsson hafa yfirgefið 3. deildar lið UMFG í fótboltan- um. Einnig Freyr Sverrisson. Þessir þrír skilja eftir sig vand fyllt skörð, enda allir góðir knattspyrnumenn. Nýir leik- menn hafa gengið til liðs við Grindavík. Þeir eru Siguróli Kristjánsson frá Þór, Skúli markvörður Jónsson frá Kefla- vík og þaðan kom líka Einar Ás- björn Ólafsson. Markmið liðs- manna og stjórnar er sem fyrr; að vinna 3 deildina. Björgunar- mönnum þakkað Sem kunnugt er af fréttum féll Pétur Steinþórsson út- byrðis af vélbátnum Ágústi Guðmundssyni GK þann 18. janúar. Hann bjargaðist giftusamlega á elleftu stundu. Aðstandendur Pét- urs höfðu samband við blað- ið og vildu koma sérstöku þakklæti á framfæri til áhafnanna á Ágústi Guð- mundssyni og Stafnesi fyrir þeirra frábæra framlag við björgunina. Bíll til sölu! Nánast ókeyrður Dodge Aries árgerð 1987 (5600 km) er til sölu. Hagkvæmir greiðslu- skilmálar. Baldur Sigurbaldason sími 68329 Fasteignagjöld 1989 Gjalddagar fasteignaskatta eru 15. janú- ar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl og 15. mai. Sendir hafa verið út álagningarseðlar, ásamt gíróseðli fyrir janúargreiðslunni. Gíróseðlar munu síðan berast fyrir hvern gjalddaga. Vinsamlegast greiðið í bönkum eða hér á bæjarskrifstofunni. Greiðið tímanlega og forðist þar með ónauðsynlega dráttarvexti Bæjarsjóður Grindavíkur Pennavinir! Indælt fólk í Israel, karlar, konur og böm, fólk á öllum aldri, hefur mikinn áhuga á að eignast penna- vini á íslandi. Ef þú hefur áhuga þá vinsamlegast hafðu samband við Mr. Jack Wood og öllum bréf- um verður svarað. Jack Wood P.o.B. 26576 Tel Aviv 61264 ISRAEL Innheimta Utsvara og aðstöðugjalda Frá 1. janúar 1989 tók Gjaldheimta Suður- nesja alveg við innheimtu útsvara og aðstöðugjalda. Á það einnig við ógreidd eldri gjöld að undanskildum þeim, sem send verða til sérstakrar innheimtu hjá lögmanni. Gjaldheimta Suðurnesja er með tékkareikninga hjá: Landsbanka íslands, Grindavík, nr. 9988 og Sparisjóðnum í Grindavík nr. 11000. Greiðendur eru vinsamlegast beðnir að til- greina kennitölu og fyrir hvað er verið að greiða. Bæjarsjóður Grindavíkur Grindavík - Reykjavík - Grindavík — áætlunarferðir daglega — Frá Grindavík: Frá Reykjavík: kl. 13:00 alla daga kl. 18:30 alla daga kl. 21:00 sunnudaga kl. 22:00 sunnudaga Þingvallaleið Ingvar Sigurðsson -Vetraráætlun- Frá Keflavík: kl. 08:40 kl. 13:05 kl. 16:25 Steindór Sigurðsson Frá Grindavík: kl. 07:40 kl. 09:00 kl. 13:30 kl. 16:55

x

Bæjarbót

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.