Bæjarbót - 05.01.1989, Blaðsíða 9
Janúar 1989
Bæjarbót, óháð fréttablað 9
Bæjarbót útnefnir íþróttamenn
Grindavíkur 1988
í körfuknattleik, golfi, knattspyrnu, júdó,
handknattleik og pílukasti
Bœjarbót hefur nú valið íþróttamenn ársins 1988, einn fyrir hverja íþróttagrein. Eftir
miklar vangaveltur og samanburð standa uppi sem sigurvegarar sex einstaklingar sem allir
leggja mikla rœkt við íþrótt sína og hafa náð árangri sem er á landsmœlikvarða. Það er
orðinn fastur þáttur hjá blaðinu að velja íþróttamenn ársins íhverri grein, isamvinnu við
sérdeildir UMFG, eftir því sem tök eru á.
Þetta er vissulega erfitt því margir snjallir íþróttamenn eru í bœnum og það er von
blaðsins að íþróttamenn sœkist eftir þessari tilnefningu og leggi jafnvel enn harðar að sér
fyrir vikið. Að mati blaðsins eru eftirtaldir iþróttamenn deildanna keppnisárið 1988.
Sigurrós Ragnarsdóttir Pálmi H. Ingólfsson
HANDKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA
Bæjarbót útnefnir Sigurrósu
Ragnarsdóttur handknattleiksmann
ársins 1988 í Grindavík. Hún er
aðeins 14 ára og stundar nám í
Grunnskóla Grindavíkur. Hún leik-
ur bæði með 4. og 3. flokki og þykir
jafnvígur leikmaður og getur leikið
allar stöður á vellinum. Sigurrós
skorar gjarnan um helming mark-
anna í 4. flokki, þykir metnaðar-
gjörn og góður félagi í hópnum.
Bæjarbót útnefnir Pálma Ingólfs-
son knattspyrnumann ársins 1988 í
Grindavík. Pálmi lék sitt 10. tímabil
með liðinu og var óumdeilanlega lyk-
ilmaður í vörninni. Hann er sterkur
miðvörður, sérstaklega í loftinu og
skoraði nokkur mikilvæg mörk. Auk
þess að vera leikmaður hefur Pálmi
unnið mikið að stjórnunar og félags-
málum knattspyrnudeildarinnar.
Pétur Hauksson Sigurgeir Guðjónsson
PÍLUKAST
Bæjarbót útnefnir Pétur Hauks-
son pílukastara ársins 1988 í
Grindavík. Hann er íslandsmeistari í
einliðaleik og einnig í tvíliðaleik,
ásamt Guðjóni bróður sínum. Á
Suðurnesjamótinu lenti Pétur í öðru
sæti í einliðaleiknum. Hann er lands-
liðsmaður í íþrótt sinni og hefur
keppt erlendis, bæði á British Open
og á vegum Flugleiða, en Pétur starf-
ar sem hlaðmaður á flugvellinum.
GOLF
Bæjarbót útnefnir Sigurgeir
Guðjónsson golfmann ársins 1988 í
Grindavík. Hann hefur leikið golf í
um 10 ár og náði fljótt góðum tökum
á íþróttinni. Varð fyrsti og reyndar
eini meistaraflokksmaðurinn héðan,
enn sem komið er. Sigurgeir varð
meistari Golfklúbbs Grindavíkur sl.
sumar og vann þann titil þá í fjórða
sinn á sex árum. Auk þess stóð hann
vel fyrir sínu á öðrum mótum.
Sigurður H. Bergmann
Guðmundur Bragason
JÚDÓ
KÖRFUKNATTLEIKUR
Bæjarbót útnefnir Sigurð H. Berg-
mann júdómann ársins 1988 í
Grindavík. Sigurður náði frábærum
árangri á árinu. Hann varð íslands-
meistari í þungavigt, hlaut silfur á
NM og brons á NM í opnum flokki
og vann allar sínar glímur í sveita-
keppninni. Einnig hlaut hann silfur í
opna flokknum á íslandsmótinu.
Hápunkturinn var þátttaka á OL í
Seoul sem kunnugt er.
Bæjarbót útnefnir Guðmund
Bragason körfuknattleiksmann árs-
ins 1988 í Grindavík. Þetta er þriðja
árið í röð sem Guðmundur skipar
þann sess. Hann hefur leikið nokkra
landsleiki á árinu og staðið sig
frábærlega reyndar jafnt með lands-
liði íslands og liði UMFG. Nýlega
hlotnaðist honum sá heiður að hljóta
titilinn íþróttamaður Grindavíkur í
kjöri sem Kiwanisklúbburinn Boði
gengst fyrir.
íþróttamenn ársins í Grindavík
Körfuknaítleikur:
1986 Guðmundur Bragason
1987 Guðmundur Bragason
1988 Guðmundur Bragason
Knattspyrna:
1986 Ragnar Eðvarðsson
1987 Rúnar Sigurjónsson
1988 Pálmi Ingólfsson
Handknattleikur *•
1986 Guðrún Bragadóttir
1987 Vigdís Ólafsdóttir
1988 Sigurrós Ragnarsdóttir
Golf:
1986 Guðmundur Bragason
1987 Jóhann P. Andersen
1988 Sigurgeir Guðjónsson
Júdó:
1986 Sigurður H. Bergmann
1987 Guðmundur Másson
1988 Sigurður H. Bergmann
Pílukast:
1987 Ægir Ágústsson
1988 Pétur Hauksson
Bœjarbót
óskar afreks-
fólkinu til
hamingju með
árangurinn og
hvetur til enn
meiri dáða
œskunni til
fyrirmyndar og
bœnum til stolts