Bæjarbót - 05.01.1989, Qupperneq 12

Bæjarbót - 05.01.1989, Qupperneq 12
Bæjarbót er fyrst og fremst blað Grindvíkinga. Útgefandi er Flakkarinn — Bæjarbót. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Björn Birgisson. Afgreiðsla, ritstjórn, auglýsinga- og efnismóttaka er að Víkurbraut 19 oj sími blaðsins er 68060. Bæjar- bót kemur út mánaðarlega, í lok hvers mánaðar. Setning: Stapaprent. Prentun: Prentiðn Hafnarfirði. Blaðinu er dreift í hvert hús í Grindavík og í stórverslanir í Keflavík og Njarðvík. Einnig er það sent til áskrifenda, en íbúar á Suðumesjum og um allt land geta fengið blaðið í áskrift. Áskriftarsími er 68060. Skelltu þér í Bláa lónið! Hressandi og heilsubætandi Á aðalfundi Kvenfélags Grindavíkur sem haldinn var 9. janúar voru þrjár félagskonur heiðr- aðar fyrir langt og gifturíkt starf fyrir féiagið. Þær eru talið f.v.: Danheiður Daníeisdóttir, Ingibjörg Elíasdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Lengst til hægri er Guðveig Sigurðardóttir formaður félagsins. Konurnar þrjár hafa verið um eða yfir 50 ár í kvenfélaginu. Nú munu vera 180 skráðar konur í Kvenfélagi Grindavíkur. Frá sjávarsíðunni: Gæfta og aflaleysi með eindæmum „Ástandið núna er óvenju slæmt, það er lítið róið þessa dagana og aflinn vægast sagt rýr“ sagði Sverrir Vilbergsson á hafnarvigtinni í spjalli við blað- ið nú fyrir helgi. Til marks um gæftaleysið má nefna að heildarróðrafjöldi í desember varð aðeins 58 og það sem af er janúar hafa aðeins ver- ið farnir um 80 róðrar. í janúar í fyrra urðu róðrarnir 257. 7 eða 8 bátar eru nú á netum. Afli þeirra hefur að mestu verið ufsi. Sigurður Þorleifsson GK hefur fært 130-140 tonn að landi og er hæstur netabáta. Línu- bátar eru 12 og hefur gengið af- leitlega. Einna skást hjá Skarfi GK, en hann er á útilegu og beit- ir um borð. Hann er kominn með um 85 tonn. Það er því miður fátt sem bendir til annars en að vertíðin bregðist enn einu sinni. Ágætu Gríndvíkíngar! Öll hlaup til Reykjavíkur eru óþörf því VEÐDEILD SPARISJÓÐSINS hefur til sölu: • Verötryggó spariskírteini ríkissjóós til 3ja, 5 eöa 8 ára. • Bankatryggö skuldabréf útgefin af veðdeildinni. Einnig tökum við verðbréf í umboðssölu. Önnumst kaup og sölu á veðskuldabréfum. Innleysum spariskír- teini ríkissjóðs samdægurs. Sterk staða með TROMP á hendi! TROMPIÐ hefur ekkert úttektargjald TROMPIÐ er alltaf laust til úttektar TROMPIÐ tryggir a.m.k. 4% ávöxtun umfram verðbólgu TROMPIÐ er að fullu verðtryggt og því pottþétt TROMPIÐ er því stórgóður valkostur! ❖ Leitið upplýsinga hjá Veðdeild Sparisjóðsins! Það hefur reynst mörgum vel! SPARISJOÐURINN Víkurbraut 62 Grindavík Sími 68733

x

Bæjarbót

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.