Bændablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 2016 „Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar, Akureyringar og nær- sveitarmenn hafa tekið okkur mjög vel,“ segir Guðni Hannes Guðmundsson, sem ásamt eiginkonu sinni, Indu Björk Gunnarsdóttur, opnaði í byrj- un síðustu viku nýja verslun á Akureyri. Hún heitir Langabúr og er við Gránufélagsgötu 4, á bleika horninu svonefnda. Þar versla Guðni og Inda með bæði eigin framleiðslu og eins vörur frá smáframleiðendum sem m.a. koma að stórum hluta frá aðilum innan samtakanna Beint frá býli. Langaði að læra eitthvað sem tengdist mat Guðni Hannes er frá Skógum á Fellsströnd í Dölum, ólst þar upp og bjó á búi foreldra sinna, Guðmundar Jónssonar frá Hallsstöðum, en hann er látinn og Estherar Kristjánsdóttur frá Litla Múla. Þau stunduðu bland- aðan búskap og tók Guðni þátt í honum til 19 ára aldurs, en for- eldrar hans brugðu þá búi og fluttu í Neskaupstað. Þar starfaði Guðni næstu ár, m.a. hjá Síldarvinnslunni, bæði til sjós og lands og einnig hjá Kaupfélaginu á staðnum. Hann hóf svo störf hjá Mjólkursamlagi Norðfirðinga og komst á samning þar, en flutti hann svo yfir til samlagsins á Akureyri og lauk verklega hluta námsins þar í bæ. Bóklega hlutann tók hann í Danmörku. „Ég kom svo eftir nám aftur til Akureyrar og starfaði hjá samlaginu þar um árabil. Ég var alltaf nokkuð viss um að ég myndi læra eitthvað sem tengdist mat eða matargerð, það kom vissulega fleira til greina en að gerast mjólkurfræðingur, ég velti líka fyrir mér að fara í kokkinn eða gerast bakari, en þetta varð ofan á og mér líkar starfið vel,“ segir hann. Ættirnar liggja út í Hrísey og í Mývatnssveit Inda er Akureyringur í húð og hár, en þræðirnir liggja í móðurætt út í Hrísey og í Mývatnssveit í föð- urætt, pabbi hennar er fæddur á Geiteyjarströnd, í þeirri góðu sveit, og þar átti hún athvarf öll sín æskuár. Foreldrar hennar voru með landskika til umráða og höfðu þar hjólhýsi öll hennar uppvaxtarár og dvöldu að sumarlagi iðulega í sveitinni. „Ég naut þess öll mín æskuár að dvelja í Mývatnssveit, sigla á milli eyja í vatninu, leggja net og vitja um þau, tína egg og borða hvönn,“ segir hún. „Náttúrufegurðin við Mývatn er ólýsanleg og ég er ótrúlega heppin að hafa átt því láni að fagna að dvelja þar stóran hluta af mínu lífi.“ Inda starfar nú sem skólastjóri á leikskólanum Kiðagili, hún tók þátt í pólitísku starfi á Akureyri á síð- asta kjörtímabili, var bæjarfulltrúi og formaður félagsmálaráðs. Hún er menntaður leikskólakennari og hefur m.a. starfað á Siglufirði og um fjögurra ára skeið í Noregi, hefur búið á Spáni og á eyjunni Rarotonga, lítilli eyju í Kyrrahafi. Langaði að breyta til Guðni hefur sem fyrr segir starfað við sitt fag hjá MS-Akureyri til fjölda ára, en fann fyrir löngun að breyta til og hafði augastað á ákveðnu verkefni þegar hann sagði upp starfi sínu á liðnu sumri. Það frestaðist, svo hann hóf að leita annarra tækifæra. „Okkur hafði langað til að setja upp verslun af þessu tagi og það má segja að þarna hafi gefist gott færi á að láta þann draum rætast. Við fengum lítið og notalegt húsnæði á góðum stað í bænum til umráða, hér erum við vel staðsett og áberandi,“ segir hann. Kennir ýmissa grasa Í Langabúri kennir margra grasa og gera má ráð fyrir að sælkerar fái vatn í munninn við það eitt að koma inn í verslunina. Guðni og Inda eru m.a. með nautakjöt frá Garði í Eyjafjarðarsveit til sölu, ís, egg og kálfakjöt frá Holtseli í sömu sveit, geitakjöt frá Syðri-Haga, paprikur frá Brúnalaug, ferskt og reykt kjöt frá Hellu í Mývatnssveit sem og einnig reyktan silung, krydd, sultur, sveppi og sýróp frá Holt og heið- ar á Hallormsstað, ýmsar vörur frá Rjómabúinu Erpsstöðum, eins og ís, osta, skyr og skyrkonfekt. Þá er salt frá Saltverk, sælkerasinnep, ber og blámi til sölu í Langabúri, pylsur frá Pylsumeistaranum, mysudrykkir og hvannalamb svo eitthvað sé nefnt. Kúluskíturinn vinsæll Guðni er svo sjálfur höfundur að ostinum Kúluskít. Í ostinum eru m.a. litlir bitar af reyktum Mývatnssilungi og honum er velt upp úr dilli. Það gerir hann í útliti áþekkan nafna sínum sem lifir á botni Mývatns. „Þessi ostur hefur átt miklum vinsældum að fagna, hann er bók- staflega rifinn út,“ segir Guðni sem vart hefur undan að framleiða ostinn. „Við ætlum okkar að skapa ákveðna sérstöðu og selja Kúluskítinn aðeins í okkar eigin verslun.“ Guðni fer eina til tvær helgar í mánuði að Erpsstöðum og sinnir þá ostagerð af miklu kappi fyrir búið þar og hefur mjög gaman af. „Ég á ættingja og vini víða um land og hef aldrei talið eftir mér að aka landshorna á milli til að heim- sækja þá, þetta er ekki neitt mál, bara gaman,“ segir hann um tíðar ferðir frá Akureyri og vestur í Dali. Vöruvalið mun aukast Guðni kveðst bjartsýnn á framhaldið, viðtökur fyrstu dagana hafi verið mjög góðar og greinilegt að bæjar- búar og þeirra nærsveitungar kunni að meta góð matvæli. „Það er ákveðin vakning í sam- félaginu, margir vilja vita hvaðan sá matur kemur sem það leggur sér til munns. Við gerum líka mikið af því að kynna þau býli og þá framleiðend- ur sem selja vörur sínar í Langabúri og reynum á þann hátt að kveikja áhuga okkar viðskiptavina á viðkom- andi. Ef til vill munu þeir svo síðar í ferðum sínum um landið heimsækja býlin og kynna sér framleiðsluna enn frekar,“ segir Guðni sem hyggur á enn frekara vöruúrval þegar fram líða stundir. „Það á alveg örugglega eitthvað eftir að bætast við hjá okkur.“ /MÞÞ Umsókn um orlofsdvöl Undirrituð/Undirritaður sækir hér með um: Umsóknina skal senda fyrir 20. mars nk. rafrænt á netfangið ho@bondi.is eða á póstfang Bændasamtaka Íslands: Bændahöllin v/Hagatorg, 107 Reykjavík, merkt Orlofsdvöl sumarið 201 Sumarið 201 Nafn umsækjanda Kennitala Heimilisfang Símanúmer Undirskrift félaga og dagsetning Póstnúmer og staður Hefur þú áður fengið úthlutað orlofsdvöl í sumarhúsi hjá Bændasamtökunum? Já Nei Orlofsdvöl að Hólum - Tímabilið: Orlofsdvöl á Flúðum - Tímabilið: Hér að neðan er að finna umsóknareyðublað um orlofsdvöl í húsunum að Hólum í Hjaltadal og á Flúðum, Hrunamannahreppi sumarið 201 . Það gildir fyrir félaga í búnaðarsamböndum og/eða búgreinafélögum sem eiga aðild að BÍ – Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 20. mars 201 . Langabúr opnað á bleika horninu á Akureyri: Ótrúlega góðar viðtökur strax í byrjun – verslun með sælkeravörur beint frá býlum og smáframleiðendum Dagmar og Dagur með rómaðan rjómaís frá Erpsstöðum. Inda Björk og Guðni Hannes með börnum sínum, Dagmar Júlíönu og Degi, í verslun sinni, Langabúri á Akureyri. Myndir / Elvar Freyr Pálsson Langabúr er á bleika horninu svonefnda á Akureyri, við Gránufélagsgötu númer 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.