Bændablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 2016 Nýjasta nýtt í íslenskri ferða- þjónustu er glær kúla úti í skógi þar sem ferðamenn geta legið í hita og fylgst með stjörnum og norðurljósum á kvöldin og nóttunni. Fyrstu kúlunni hefur verið komið fyrir í skóginum í Hrosshaga í Biskupstungum. Kúlan, sem mætti kalla jólakúlu, er um 20 til 25 fermetrar og þar geta 2–4 komið sér inn, lagst á dýnurnar og horft upp í loftið í þeirri von að sjá falleg norðurljós og stjörn- ur þegar dimmt er. Hugmyndina að ferðamannakúlunni á Róbert Sveinn Róbertsson, frumkvöðull úr Biskupstungum. „Verkefnið hefur gengið mjög vel, kúlan er að slá í gegn og segja allir mikla upplifun að vera í henni. Japanir hafa spurt mikið út í svona kúlu enda sérstakir áhugamenn um norðurljós og stjörnuljós,“ segir Róbert sem heldur úti norður- ljósa- og vetrarferðaþjónustusíðu þar sem hann er í miklu sambandi við erlenda ferðamenn. /MHH Fréttir Ferðamannakúla slær í gegn í Hrosshaga Svona lítur kúlan út í skóginum í Hrosshaga, upphituð og fín. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson. Róbert lengst til hægri, ásamt hjónunum í Hrosshaga, Gunnari Sverrissyni Samkvæmt skýrslu Landgræðslu ríkisins þekur lúpína 5,8% af landi Mosfellsbæjar. Skýrslan var unnin að beiðni umhverfisstjóra bæjarins. Heildarþekja alaskalúpínu er 1.070 ha og skógarkerfils um 3,5 ha í landi Mosfellsbæjar. Í skýrslunni segja höfundar hennar, Arna Björk Þorsteinsdóttir og Magnús H. Jóhannsson, að lúpínan sé komin til að vera í landi Mosfellsbæjar en að dreifing skógar- kerfilsins sé enn staðbundin. „Ef ekkert er að gert mun skógarkerf- illinn dreifa sér enn frekar ef tekið er mið af því hvernig hann hefur dreifst um borgarlandið undanfarin ár. Hann sækir í frjósamt land og á sérstaklega auðvelt með að nema land í lúpínubreiðum. Það er óþekkt hvernig þessum kerfilssvæðum muni reiða af til framtíðar, hvort kerfill- inn muni hopa fyrir öðrum gróðri eða verði ríkjandi í gróðurfari um ókomna tíð.“ /VH Lúpína þekur um 5,8% af landi Mosfellsbæjar: Heildarþekja alaskalúpínu er 1.070 hektarar – og skógarkerfils um 3,5 hektarar Breyting á lögum um innflutning dýra, sem gerir ráð fyrir heimild til innflutnings á sæði og fóður- vísum holdanautgripa í einangr- unarstöð á Íslandi, var samþykkt á Alþingi 1. júlí síðastliðinn. Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda (LK), segir ólíklegt að kjöt af nýjum holdanautastofni verði í boði fyrr en í fyrsta lagi á árinu 2020. Sigurður segir að LK hafi pantað 40 fósturvísa frá Noregi og er vonast til að hægt verði að flytja þá inn í apríl næstkomandi. Heilbrigðisreglur leyfa uppsetn- ingu í fósturmæður í fyrsta lagi 60 dögum eftir töku fósturvísanna, þannig að það gæti því orðið í júní. Að sögn Sigurðar hefur verið ákveðið að koma upp alveg nýju húsnæði undir einangrunarstöðina á Stóra-Ármóti í Flóa. „Upphaflega var gert ráð fyrir að farið yrði með fyrirhugaða einangrunarstöð inn í núverandi fjós tilraunastöðvarinnar á Stóra-Ármóti. Það kom svo í ljós að það yrði mun dýrara til langs tíma að gera það með þeim hætti. Þess í stað verður reist alveg ný stöð til hliðar við núverandi starfsemi, sem heldur óbreytt áfram,“ segir Sigðurður. Verkefnið er unnið í samstarfi LK, Bændasamtaka Íslands og Búnaðarsambands Suðurlands – sem á jörðina Stóra-Ármót og hefur umsjón með starfseminni þar. Eingöngu fluttir inn fósturvísar í byrjun „Við munum eingöngu flytja inn fósturvísa til að byrja með. Við gerum það af því að okkur liggur á að koma okkur upp arfhreinum grip- um – hjörð af hreinum Angus-kúm. Í framhaldinu verða þær svo sæddar með innfluttu sæði. Þannig verða til kynbótargripirnir sem fara svo í gegnum einangrunarferlið sem þarf að eiga sér stað áður en þeim er leyft að fara út í umhverfið. Ég reikna með að af þessum 40 fósturvísum þá verði ekki settir upp nema kannski 14 til 16 af þeim þar sem fanghlutfall út úr svona flutn- ingum verður ekki nema kannski um helmingur. Vonir standa svo til þess að við fáum út úr því svona 12 til 14 kálfa. Fósurvísarnir eru ekki kyngreindir þannig að við munum fá bæði naut og kvígur. Nautkálfarnir fara strax inn í þetta einangrunarferli, í ákveðin hólf á stöðinni, sem tekur níu mánuði. Að svo búnu verður hægt að selja þau til bænda. En áður en það er gert verður tekið úr þeim sæði, sem fer svo í dreifingu. Kvígurnar hins vegar verða fyrsti vísirinn að þessari holdakúahjörð sem verða sæddar með innflutta sæðinu, þegar þær verða kynþroska. Ég geri ráð fyrir að við þurfum að flytja inn þrjá til fjóra fóstur- vísaskammta áður en við verðum búin að ná hjörðinni upp í æski- legan fjölda gripa, sem verða alls 15 til 20. Þetta verður mjög seinlegt og ég á ekki von á því að það verði farið að borða kjöt af þessum dýrum fyrr en í kringum 2020 til 2021,“ segir Sigurður. Að sögn Sigurðar gera ætlanir um kostnað við uppsetningu og rekstur stöðvarinnar ráð fyrir að hann muni nema hátt í tvö hundruð milljónum króna á fyrstu fjórum rekstrarárunum. /smh Umtalsverður halli varð af rekstri Skútustaðahrepps árið 2014, en jákvæður viðsnúningur varð í rekstrinum á nýliðnu ári. Þrátt fyrir hann hefur eftirlits- nefnd með fjármálum sveitar- félaga gert athugasemdir við rekstrarstöðu sveitarfélagsins. Í greinargerð sem fylgir fjár- hagsáætlun Skútustaðahrepps og samþykkt var skömmu fyrir jól kemur fram að það sé mat sveitar- stjórnar að grípa verði til aðgerða til að snúa þróuninni við og verði það gert strax á árinu 2016. Ýmsar aðgerðir eru fyrirhugað- ar í því skyni að laga reksturinn og er ein þeirra sú að loka sund- lauginni um óákveðinn tíma. Fram kemur í fundargerð að fyrir liggi að mikill leki er úr sundlaugar- karinu og streymi því klórmeng- að vatn út í nærliggjandi jarðveg. Ekki hafi tekist að gera við lekann þrátt fyrir tilraunir til þess. Því þurfi að skipta sundlaugarkarinu út eigi að halda áfram að reka sundlaug í sveitarfélaginu. Þá sé stjórnbúnaður sundlaugar- innar einnig úr sér genginn og ljóst að við það verði ekki búið lengur. Áætlað er að kostnaður við endur- bætur nemi um 150 milljónum króna. Sú ákvörðun var því tekin að tæma sundlaugina nú í byrj- un janúar og loka þessum hluta starfseminnar sveitarfélagsins um óákveðinn tíma. Sundkennsla grunnskólabarna mun fara fram á Laugum í Reykjadal. Gert er ráð fyrir að við lokunina muni afkoma sveitarsjóðs batna um 10–15 millj- ónir á ári. Öllum stærri viðhaldsverk- efnum á eignum sveitarfélagsins verður frestað þó svo að viðhalds- þörf sé vissulega fyrir hendi. Þá verða möguleikar á að selja eignir skoðaðir. Á þessu ári verður starfsemi leik- og grunnskóla sameinaðir undir einu þaki í Reykjahlíðaskóla. Reksturinn verður áfram aðskildur en nokkur samlegðaráhrif verða samfara þessari ráðstöfun. /MÞÞ Skútustaðahreppur: Sundlaug lokað um óákveðinn tíma Skútustaðahreppur spari 10 til 15 milljónir árlega með þeirri ráðstöfun. Börn Mynd / Dagskrain.is – Birkir Fanndal Einangrunarstöð fyrir holdanaut á Stóra-Ármóti: Kjötið á markað í fyrsta lagi 2020 – heildarkostnaður um 200 milljónir króna á fyrstu fjórum starfsárunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.