Bændablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 14.01.2016, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 14. janúar 2016 „Ég opnaði formlega fyrstu helgina í janúar og er kominn á fullt að baka fyrir fólk hér á Flúðum, sumarbústaðaeigendur og aðra sem eru hér á ferðinni. Viðtökurnar hafa verið frábærar og það er búið að vera brjálað að gera,“ segir Sindri Daði Rafnsson, sem hefur opnað Sindra bakarí í bílskúrnum við Ljónastíg 8. Sindri lærði bakaraiðn í Danmörku þar sem hann bjó í tólf ár. „Gamla handverkið er í mínu uppáhaldi, ég geri allt í höndunum á gamla mátann og er með gömul tæki sem virka eins og ný. Mér finnst skemmtilegast að baka vínarbrauð en síðan er ég auðvitað með brauð, rúnstykki og fjölbreytt bakkelsi,“ bætir Sindri við. /MHH Alþingi beinir þeim tilmælum til atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytisins að það taki upp stjórnsýslukæru sauðfjár- bænda á Jökuldal að nýju, komi fram beiðni þess efnis frá þeim. Úrskurðurinn var birtur 14. des- ember 2015. Sauðfjárbændur leituðu til umboðsmanns Alþingis í mars 2015 og kvörtuðu yfir úrskurði atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins. Í úrskurðinum var vísað frá stjórnsýslukæru þeirra vegna þeirrar afstöðu Matvælastofnunar að hafna beiðni þeirra um að stofn- unin staðfesti eldri landbótaáætlanir varðandi gæðastýringu í sauðfjár- rækt. Ráðuneytið taldi að í afstöðu Matvælastofnunar fælist ekki stjórnvaldsákvörðun og því væri hún ekki kæranleg til ráðuneytis- ins. Umboðsmaður telur að erindi sauðfjárbændanna til ráðuneytisins verði ekki skilin með öðrum hætti en að í þeim hafi verið farið fram á að Matvælastofnun staðfesti gildi landbótaáætlana sem þeir höfðu gert í gildistíð eldri reglugerðar og þar með teldust þeir áfram uppfylla skilyrði fyrir þátttöku í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu. Taldi umboðs- maður ljóst að farið hefði verið fram á að Matvælastofnun tæki ákvörðun sem varðaði lagalegan rétt landeigendanna og þar með stjórn- valdsákvörðun í merkingu stjórn- sýslulaga. Af þeim sökum hefði Matvælastofnun borið að leggja erindið í farveg stjórnsýslumáls. Umboðsmaður telur að þar sem það var mat ráðuneytisins að Matvælastofnun hefði í reynd ekki tekið stjórnvaldsákvörðun hefði því borið sem æðra stjórnvaldi að taka afstöðu til þess hvort stofnun- in hefði lagt erindið í réttan farveg að lögum. Þar sem ráðuneytið fór ekki þá leið í úrskurði sínum var það álit umboðsmanns að frávís- un ráðuneytisins á stjórnsýslukæru landeigendanna hefði ekki verið í samræmi við lög. Umboðsmaður beindi þeim til- mælum til ráðuneytisins að það taki upp mál landeigendanna að nýju, kæmi fram beiðni þess efnis frá þeim, og hagaði þá úrlausn sinni í samræmi við þau sjónarmið sem rakin væru í álitinu. /VH Fréttir Álit umboðsmanns Alþingis: Stjórnsýslukæra sauðfjárbænda á Jökuldal skal tekin upp að nýju Nýtt hestamannafélag í Skagafirði: Skagfirðingur skal það heita Nýtt sameinað hestamanna- félag í Skagafirði mun heita Skagfirðingur. Þetta var ákveðið á dögunum. Félögin þrjú, sem áður störf- uðu í Skagafirði, Svaði, Léttfeti og Stígandi, sameinast brátt í eitt félag, Skagfirðing, og eru miklar vonir bundnar við hið nýja félag. Auglýst var eftir tillögum að nýju nafni á félagið, kosið á milli nokkurra þeirra sem bárust, og varð nafnið Fluga fyrir valinu. Síðar var ákveðið að hafa nafnakosningu á ný og í þeirri kosningu varð nafnið Skagfirðingur fyrir valinu. /MÞÞ Íbúum í Ölfusi, Hveragerði og Árborg fjölgar hratt Íbúum á Suðurlandi fjölgar stöð- ugt, ekki síst á þeim stöðum sem næstir eru höfuðborginni. Árið 2015 fjölgaði íbúum í Árborg t.d. um 150 sem þýðir 1,86% fjölgun, í Hveragerði fjölg- aði íbúum um 75 sem þýðir 3,14% fjölgun og í Ölfusi fjölgaði íbúum líka mikið, eða um 3,7% og eru þeir nú 1.954 talsins. Í Hveragerði búa í dag 2.462 íbúar og í Árborg búa 8.202 íbúar. /MHH Jökuldalur. Sindri við bakstur í nýja bakaríinu sínu á Flúðum. Myndir /Ívar Sæland. Fyrsta bakaríið opnað á Flúðum nýja bakaríið. Síldarminjasafnið á Siglufirði: Aldrei fyrr fleiri gestir Árið 2015 sóttu 22.090 gestir Síldarminjasafnið heim, en aldrei fyrr hefur gestatalan verið svo há. Það er áhugavert að líta til fjölg- unar erlendra ferðamanna milli ára – þeir voru um 5.000 fleiri á árinu 2015 en 2014 eða alls 52% allra safngesta. Fram kemur í frétt á heimasíðu Síldarminjasafnsins að hæst hlut- fall gesta á safninu á liðnu ári voru þeir sem komu á eigin vegum, um 52%. Þá komu 38% með skipulögð- um hópferðum og 10% gesta sóttu ein staka viðburði, svo sem síldar- saltanir eða tónleika í húsakynnum safnsins. Allt útlit er fyrir að árið 2016 verði safninu hagstætt en nú, fyrstu vikuna í janúar, liggja fyrir um 150 bókanir fyrir árið auk þess sem 14 skemmtiferðaskip hafa boðað komu sína til Siglufjarðar. /MÞÞ 22 þúsund manns. Myndir / Síldarminjasafnið Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 ÚTSALA R E Y K J A V Í K - A K U R E Y R I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.