Þjóðólfur - 27.10.1941, Side 2

Þjóðólfur - 27.10.1941, Side 2
2 ÞJÖÐÓLFUR Islenzkir stjórnarhœttir Kreppt að formœlendum séréttinda OVO nefnist bæklingur, sem er nýútkominn eftir séra Magnús Bl. Jónsson frá Valla- nesi. Hefur hann að geyma þá römmustu gagnrýni á íslenzku stjórnarfari, sem lengi hefur sézt á prenti. Er hún flutt í rök- föstu máli mergjaðra og oft hnittinna orðtækja og líkinga. — Kveður hér þó við annan tón en þennan venjulega alvöru- lausa og persónulega skæting, sem við erum vanir að sjá í blöð- unum og reyndar hættir að lesa. Mátti þess og vænta, þar sem hér ritar fullorðinn maður, sem vel veit hvað hann er að fara. Hin gamla og venjulega með- ferð þjóðmálanna var komin vel á veg með að venja allan al- menning af því að taka slík mál alvarlega, heldur líta á þau eins og hvern annan spennandi kapp- leik. Höf. byrjar á sjálfum kjarna málsins, þeirri stjórnskipulegu vanþróun, að Alþingi hefur nú misst gildi sitt sem æðsti vörð- ur heildarhags, réttlætis og ör- yggis í landinu. Hann bendir á þá staðreynd, að þingið hefur týnt trausti sínu og virðingu hjá þjóðinni, vegna þess að helztu stjórnmálaflokkarnir hafa myndað jafnmörg yfirþing, sem skipa Alþirigi fyrir verkum. (Hefði mátt nefna það, að yfir- þingin hafa nú tekið sér bæki- stöðvar í sjálfu Alþingishúsinu). Flokkarnir eru orðnir að inn- byrðis andstæðum „ríkjum í ríkinu“ og eiga í ófriði sam- an lengst af. Með því að láta þjóðina bera stríðskostnaðinn, verða þessi yfirríki ærið dýr í rekstri. En þegar bróðurhugur samvinnunnar og hinna friðsam- legu viðskipta (sem svo ósmekk- lega eru nefnd ,,hrossakaup“) grípur flokkana, verða þeir þó enn þyngri á fóðrunum. Þá verða þeir að leggja á atvinnu- vegina margan aukaskattinn, beinan og óbeinan. Lýsing höf. á stjórnarástæð- um í landinu er ófögur, en yfir- leitt nákvæm og studd stað- reyndum. — Skal ekki að sinni farið inn á einstök atriði, en mönnum ráðlagt að lesa heldur sjálfan bæklinginn og gera það með hlutlausum huga. Munu menn þá komast að raun um, að þetta ástand getur með engu móti átt sér langan aldur héðan af. Það hlýtur bráðlega að taka snöggri breytingu með eða móti vilja þjóðarinnar. Algengasta lausnin er sú, að einræði sé stofnað að þjóðinni fornspurði. Slík hafa orðið örlög ríkja svo tugum skiptir nú á síðasta hálf- um mannsaldri. Auðvitað hefur þetta verið að kenna fásinni og fáfræði hlutaðeigandi þjóða, sem og aftur á rætur sínar í því, að leiðtogarnir höfðu ann- að að hugsa en að fræða þjóðir sínar um menningarlega stjórn- háttu. Enda og í flestum tilfell- um ekki þekkt þá sjálfir. Gersamlega árangurslaust væri nú að vera að skrifa um þessa hluti og afhjúpa vanvirðu hins ísl. stjómarfars, ef von- laust væri um leiðréttingu á því. Ef trúa mætti siðferðisvottorð- um flokkanna hvers um annan, þá' hefðum vér eflaust ekki við annað að gera en að láta berast með straumnum inn undir ein- ræðið. En að svo komnu skulum við heldur líta á vottorð flokk- anna um sjálfa sig og rannsaka orsakir þess að þeir skuli samt sem áður skila svo hörmulegri útkomu. Vér sjáum þá, að höfuðorsök- in liggur í sjálfu stjórnskipu- laginu, sem gerir stjórnfarið í heild sinni að einum samfelldum kappleik um völd og yfirráð. Enginn hefur rétt sinn tryggð- an, nema hann hafi stuðning einhverra pólitískra samtáka sem hafa náð yfirráðum í land- inu. Allir aðrir verða að lifa á náðarbrauði, sem getur brugðizt þegar minnst varir. Og þegar á það er litið, að á bak við sjálf- an valdaflokkinn er líka annað vald, kjósendavaldið, sem getur steypt honum af stóli við næstu kosningar, þá verður skiljanlegt, að flokkunum þurfa ekki að stjórna nein sérstök hrakmenni til þess að stjórnfarið verði samt alveg óþolandi og niður- lægjandi fyrir þjóð, sem ann frelsi sínu og veit að hún getur enga menningu byggt upp nema á grundvelli réttar, friðar og öryggis. Nú er grundvöllur hins rétta demókratíska eða þjóðræðiiega stjórnskipulags vel kunnur. En vegna þess, að til er fleira en eitt slíkt stjórnarform, þarf sér- stakrar athugunar við, hvert þeirra mundi henta oss íslend- ingum hezt. Hefur Þjóðólfur ekki viljað hrapa að því að gera ákveðnar tillögur um breytingar á stjórn- arskránni, en vonar að geta gert það áður en langt líður. Z. NAFN Martins NiemöIIers, hins mikla, þýzka kirkju- höfðingja, er þekkt um allan heim. En fæstir vita um hina viðburðaríku æfi hans. I bók sinni, „Kafbátsforingi og kenni- maður“, lýstir hann á lifandi og skemmtilegan hátt æfintýrum sínum í heimsstyrjöldinni. Hann var ungur sjóliðsforingi í ofan- sjávarflotanum, þegar hún brauzt út, var skipaður í kaf- bátsþjónustu og varð sjálfur kafbátsforingi á ungum aldri. Niemöller varð brátt kunnur fyrir dugnað sinn og skyldu- rækni. Og þótt menn hati stríð, er ómögulegt annað en dást að kjarki og þreki þessara manna. Eftir stríðið hóf Niemöller guðfræðinám, og ákvað að verða prestur. Hann var mjög þjóð- ernissinnaður og gekk meira að segja í nazistaflokk Hitlers, en sagði skilið við þann flokk 1933, þegar Hitler ætlaði að neyða mót- mælendakirkjuna undir flokks- aga nazista. Síðan hefur hann átt í stöðugri baráttu við Hitler og flokk hans. Niemöller skipu- lagði andstöðu presta og ann- arra kirkjunnar manna gegn Hitler á árunum 1933—1937. Þá var honum varpað í fanga- búðir. 2. marz 1938 var hann dæmdur í 7 mánaða fangelsi. Þegar hann hafði afplánað þann dóm, var hann ekki látinn laus. 0g er hann ennþá fangi þýzkra nazista. (Adv.) fyllilega ljóst, að málstað þeirra er þann veg farið, að þögnin hæfi honum bezt. Formaðurinn ver miklu rúmi í blaðinu Tíminn til að hnekkja gagnrýni Þjóðólfs á verðlags- eftirlitinu. Rökþrot hans afhjúp- ast greinilegast af þeirri stað- hæfingu, að það séu sambæri- legar framkvæmdir „að byrgja ljósin í London, þegar loftárás er yfirvofandi“ og halda uppi eftirliti með vöruverði. Mundi lögreglunni í Reykjavík t. d. ekki þykja það fremur einfalt mál að stöðva áfengisflóðið, ef hún þyrfti ekki annað en skrúfa fyrir einn krana eða taka straum af einni háspennu- leiðslu? — Gallinn er bara sá, að þetta eru ekki sambærilegar framkvæmdir. Hið síðara er mun flóknara og því ekki sam- bærilegt við hið fyrra. Sama máli gegnir um samanburð á verðlagseftirliti og myrkvun borga. Það mun gefa nægilega glögga hugmynd um, hvernig málstað Guðjóns Teitssonar sé háttað, þegar hann neyðist til að gera slíkar firrur að uppi- stöðu í vörn sinni fyrir hinu til- gangslausa fálmi Eysteins Jóns- sonar, sem nefnt er verðlags- eftirlit. „Svari“ Guðjóns Teitssonar við gagnrýni Þjóðólfs er raun- verulega gerð full skil með því að benda á þetta augljósa tákn um rökþrot hans. En þó þykir rétt að benda hér á nokkur önn- ur atriði, fyrst á þessi mál er drepið á annað borð. Þjóðólfur telur það til auka- atriða í þessu máli, hvort ein- hver verzlun kynni að eiga í fórum sínum 10 eða 20 poka af 'T' HE Reader’s Digest“, er »» ^ talið vera eitt hið bezta tímarit, sem út kemur í hinum enskumælandi löndum. I októ- berheftinu 1940 er grein eftir Lawrence Sullivan, sem um 15 ára skeið hefur stundað ritstörf í Washington. Greinin heitir: „Hin nákalda hönd skrifstofu- valdsins“, og hefst á þessa leið: „Hið þýðingarmesta úrlausn- arefni þjóðar vorrar, er að stöðva og hemja hið taumlausa og lamandi skrifstofuvald. Und- ir lausn þessa vandamáls er það komið, hvort amerískir þjóðlífs- hættir fá haldið velli framvegis. Þetta losaralega stjórnarfar vort með allt of mikla yfirbygg- ingu og einræðisbrölt hefur þeg- ar tekið um kverkarnar á öllu viðskiptalífi þjóðarinnar.“ „Á síðastliðnum 140 árum hefur fólksfjöldinn 25 faldazt, en þjónustulið samveldisstjórn- arinnar hefur margfaldazt 17,950 sinnum. Meira en 700 sinnum örar en fólksf jölgunin. I þessu er innifalið 10 ráðuneyti, 134 stjórnarskrifstofur, deildir, nefndir o£ ráðunautar, og 68 Framhald af 1. síðu. hveiti með gömlu verði. Blaðið lítur ennfremur svo á, að al- meninngur gæti ekki talizt ábyrgur fyrir því, þótt fyrirtæki eins og KRON ætti nokkra poka af matvöru, þegar verðfallið kæmi. Það yrði að vera skaði félagsins, ef aðrir gætu boðið vöruna með lægra verði. Guðjón Teitsson bendir á, að til séu margar misdýrar teg- undir af hveiti. Sé af þeim ástæðum m. a. erfitt að koma við hámarksverði. En vill Guð- jón gefa upplýsingar um það, hvernig hann með núverandi verðlagseftirliti tryggi það, að ódýrari tegundirnar séu ekki seldar sem dýrari tegundir? Þá skal Guðjóni Teitssyni bent á það, að þungamiðja þessa máls er ekki þar, sem blandað er saman af tveim kolabílum eða hellt saman úr tveim hveitipok- um. Það eru viðskiptin við út- lönd, sem hér um ræðir og við- hald þess siðgæðis í verzluh og viðskiptum, sem hverri óspilltri þjóð er brýn nauðsyn að vernda vel. Islenzka þjóðin hefur verið leidd á refilstigu af þeim öflum, er nota Guðjón Teitsson sem eitt lítið peð í skák sinni. Fjár- hags- og viðskiptamálum henn- ar hefur verið þann veg stjórn- að að undanförnu, að varða mundi þungum viðurlögum, ef ábyrgð yrði komið fram á hend- ur hinna pólitísku loddara. Mál- efnum þjóðarinnar hefur verið stýrt af pólitískri óhappastjórn og þægum og lítillátum þjónum hennar. Takmarkið hefur verið tvíþætt: Að tryggja hag og af- komu fárra manna og villa fólk- inu sýn með því að veifa fram- an í það pólitísku villuljósi. sjálfstæðar stofnanir. Hinn samanlagði starfsmannafjöldi er yfir eina milljón.“ Þá segir greinarhöfundur, að af öllu því þjónustuliði samveld- isstjórnarinnar, sem gert er ráð fyrir á fjárhagsáætlun ársins 1940, hafi nálega helmingurinn bætzt við síðan 1933. Hinar margvíslegu laga- og reglu- gerðamyllur stjórnarinnar fram- leiða slík ógrynni af nýjum laga- ákvæðum og fyrirmælum, að það er ekki á valdi nokkurs manns að vita skil á þeim öllum. Sem dæmi nefnir greinarhöf- undur kaupmann nokkurn, sem kærður var fyrir einhvers kon- ar ólöglega sölu á 100 pundum af sykri. Kaupmaðurinn hafði ekki minnstu hugmynd um, að hann væri að brjóta lög með þessari sölu, en 21 þjónar stjórnarinnar vitnuðu gegn hon- um og töldu hann sekan við 20 ákvæði. Kaupmaðurinn leitaði ráða hjá samveldisþingmanni, sem var vinur hans, og þessi þingmaður fullvissaði kaup- manninn um, að engin þau lög væru til í lagasafni ríkisins, er gerðu hann brotlegan fyrir Fétur Sigurðsson: Hcettuleg stjórnmálatízka Veggíóður | í í fjölbreyttu urvali, ;♦; nýkomið. >*< Veggföðursverzlun Victors Helgasonar, $ Hverfisgötu 37. Sími 5949. ;♦; í Reynið Svana-kaffi Fœst í nœstu búð. I Kaupið og lesið Heilbrigt líf. Það borgar sig. Skrifstofa R. K. 1., Hafnarstræti 5 tekur á móti áskriftum. Gerið afgreiðslunni tafar- laust aðvart, ef vanskil verða á blaðinu. ISLENZK MALNING þessa sölu. Samt sem áður var kaupmaðurinn dæmdur í 60 daga fangelsisvist. Auðvitað samkvæmt ákvæðum einhverra stjórnskipaðra nefnda. I Banda- ríkjunum verða bændur að senda skýrslur í 20 mismunandi staði, að minnsta kosti, járn- brautarfélög í 11 staði, bankar í 17 staði, smásölubúðir í 26 staði o. s. frv. Hvað sannar nú þessi ískyggi- lega og hættulega þróun? Hún sannar hvorki meira né minna en það, að þetta sem vér köllum lýðræði, er eitthvert afskræmi, sem vér trúum á í blindni, en er allt annað en það sem vér þrá- um og meinum með þessu fal- lega hugtaki, sem fyrir mönn- um vakir, er þeir tala um lýð- ræði. Það, sem menn meina með þessu orði, lýðræði, er í raun og veru lýðfrelsi og þjóðræði. Þar Þar sem slíkt stjórnskipulag, sem vér höfum kallað lýðræði, situr að völdum, búa menn hvorki við lýðfrelsi né þjóð- ræði, því að hvorki er lýðurinn frjáls í athafnalífi sínu og ekki heldur ræður þjóðarviljinn sem heild. Heldur er þar æfinlega eins konar flokkseinræði, nema þegar menn neyðast til þess að mynda sambræðslustjórn, af því að hitt fyrirkomulagið getur ekki blessazt.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.