Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 02.03.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 02.03.1942, Blaðsíða 4
Hvernig á að tryggja öryggi borgaranna? Framhald af 1. síðu. þeim að vænta þess aðhalds, sem brýn nauðsyn er aö veita börnunum um aö gefa sig ekki að óþekktum dátum, er hvar- vetna verða á vegi þe'irra á götum og strætum höfuð- staðarins. Hinsvegar er annar þess- ara atburða endurtekin á- minning um það, að jafnvel þeir, sem ekki gefa sig að dát- unum, eru engan veginn ó- hultir um líf og limi. Frið- samir og óáreitnir vegfarendur geta átt það á hættu hvenær sem er, að vopnuð mannteg- und, sem Reykvíkingar auð- kenna með nafninu „bullur” ráðist á þá, misþyrmi þeim og limlesti, fullkomlega að ó- sekju. Það er alkunna, að slíkir atburðir eru ekki fátíð- ir, þótt um færri þeirra sé gert opinskátt. Ef ekki reynist unnt að stemma stigu fyrir slíku framferði dátanna, áð- ur en langur tími líður, hafa borgaramir ástæöu til að ótt- ast um enn þyngri búsifjar af þeirra völdum. Það er skammur áfangi frá því að ráðast á vegfarendur, sem hvorki í orði né æði leggja neitt til yfirtroöslumannanna og til þess að ráðast inn á heimili borgaranna eða láta gi-eipar sópa um eigur þeirra. Ennfremur skapast af þess- um atburðum önnur hætta, sem vert er að gera sér grein fyrir í tíma. Hun er sú, að síendurtekin ofbeldisverk af iiálfu illa agaðra dáta geta leitt til þess, að íslenzkir borgarar taki aö grípa til ýmiskonar örþrifaráða í þeim tilgangi að ,'ata auga koma fyrir auga og tönn fyrir tönn. Ef slíkor viðsjár tækju aö gerast í land inu mætt'i vel leiða af þeim svo óyndislega atburöi, aö lengi yrðu í minnum hafðir. Hér liggja lyrir tvö mlkilvæg verkefni ti' uriausnar. Annáð er ]:áð að ís'enzkir borga.ai' taki npp nýjar siðvenjur og forðist öll afskipti af hermónn unum, umfram það, sem nauð syn ber t.U. Einkum sé lögö sérstök áherzla á það að koma í veg fyrir að börn umgangist hermennina. Hitt, að nýjar leiðlr verði fundnar til að tryggja öryggi þeirra borgara, sem láta hermenn afskipta- lausa og leggja til þeirra hvorki gott né illt. Reynslan virðist benda til þess, að inn- lendum og erlendum löggæzlu mönnum sé ekki unnt að koma í veg fyrir ofbeldisverk í út- hverfum bæjarins. Efast þó enginn um vilja hinnar amer- ísku herlögreglu til að halda uppi reglu og aga, enda mun hún jafnan hafa sýnt af sér fullkomna rögg og einskis lát- ið ófreistað til að hafa upp á ofbeldismönnum innan hers- ins. Herstjórn ameríska hers- ins hefur og sýnt íslending- um fulla tillitssemi. Ætti því að mega vænta þess aö ekki yrði daufheyrzt við kröfum borgaranna um fullkomið ör- yggi þeirra á götum sinnar eigin höfuðborgar. Æííarspílíd. Leikfang, sem hefur menning- argildi. Islandingar eru kyngöfug þjóð. Forfeður okkar — fóru hingað, vegna þess að þeir þoldu1 ekki ofríki Haralds hárfagra. Þeir vildu heldur yfirgefa ættjörð sína INNLENT: 18. jebr. Kosnir embættismenn þings- ins. Gísli Sveinsson sýsluinaður var kjör- inn forseti Sameinaðs þings. Blóm í görð- um í Reykjavík eru tekin að vaxa, jafn- vel springa út. 19. febr. Birt auglýsing um kosningar til bæjarstjórnar í Reykjavfk sunnudag- inn 15. marz. 20. febr. Settur aðalfundur sölusam- bands íplenzkra fiskframleiðenda. — Sett Fiskiþing, hið 16. í röðinni^ 21. febr. Ríkisstjórnin birtir aðvörun til manna um að leita ekki til bæjanna í þeim tilgangi að fara í hernaðarvinnu, því að fækkað verði verkamönnum í henni á næstunni. — Fjórir amerískir ber- menn misþyrma íslenzkum borgara, sem var á gangi á Reykjavíkurvegi í Skerja- firði. 22. febr. Amerískur hervörður í Hafn- arfirði særir Islending, Viggó Björgúlfs- son, allmiklu sári með byssuskoti. 25. febr. 300 smál. af appelsínum koma til landsins. 26. febr. Uppskátt er gert um tilraun brezks hermanns til að nauðga 9 ára gömlum dreng. Jafnframt upplýsist, að sami maður hefur áður gert sig sekan um samskonar afbrot. — Bjarni Björnsson leikari andast. — Amerískur hermaður brýtur rúður í útidyrahurð og gluggum á búsi utan við bæinn, sem hann gerir til- raun til að ryðjast inn í með ofbeldi. ERLENT: 18. febr. Skýrt frá því í London, að bú- izt sé við, að Japanir séu um það bil að hefja nýja atlögu í Kína. — Winston Churchill lýsir þeirri skoðun sinni, að Bretar standi betur að vígi eftir að þýzku herskipin, sem sigldu gegnum Ermar- sund, væru komin til Þýzkalands. — Chiang Kai-sek kemur til Kalkútta til viðræðna við Nehru, leiðtoga indverskra þjóðernissinna. 19. febr. Japanir rjúfa herlínu Breta í Burma, ráðast yfir Bilinfljót og eru stadd- ir í 80 km. fjarlægð frá Rangoon. Hefj- ast réttarhöld í Riom í Frakklandi gegn kunnum stjórnmálamönnum, sem sakað- ir eru um að hafa steypt Frakklandi út í styrjöld án þess að sjá um að hervarnir landsins væru fullkomnar. Meðal þeirra eru Daladier, Leon Blum og Gamelin hershöfðingi. 20. febr. Mynduð ný stríðsstjórn í Bret- landi. Mesta athygli vekur, að Sir Staff- ord Cripps tekur sæti í henni. Rússar telja sig hafa brotizt gegnum 1. og 2. varnarlínu Þjóðverja við Leningrad. 21. febr. Japanar hafa eyjarnar Sumatra og Bali að mestu leyti á sínu valdi. Bú- izt við innrás þeirra á Java. 23. febr. Ný breyting gerð á skipun ensku stjórnarinnar. Álitið, að breytingin skapi m. a. enn nánari samvinnu við Rússa. — Hinn kunni rithöfundur Stefan Zweig og kona hans fremja sjálfsmorð. 24. febr. Churchill upplýsir í ræðu í brezka þinginu, að skipatjón Banda- manna hafi aukizt mjög síðustu tvo mán- uði og sé nú ískyggilega mikið. — Hitler skýrir frá því í orðsendingu til gamalla flokksbræðra sinna í tilefni af 22 ára af- mæli nazistaflokksins, að snjó sé tekið að leysa í Suður-Rússlandi og á Krímskaga og nú fari fram undirbúningur undir lokabaráttui^i. 25. febr. Rússar tilkynna sigur við Ilm- envatn, 220 km. fyrir suðvestan Lenin- grad. — Bretar hörfa f Burma. Stjórnin flýr frá Rangoon. 26. febr. Rússar telja sig hafa króað inni allmikinn þýzkan her í grennd við borgina Staraya Russa. 27. febr- Sjóorusta á Javahafi milli Japana og. Bundumanna. Byggíngamál Rvikur Framh. af 1. síðu. í stað þess að vera skipulegt þéttbýli með fullkomnum samgönguæðum. Beint tjón borgaranna af skammsýni þeirra manna, sem ráðið hafa skipulagi Reykjavíkur, nemur milljónum króna á ári. Hinn óeðlilegi viðhaldskostnaöur gatnakerfisins í bænum nem- ur fjárhæðum, sem byggja mætti fyrir heii hverfi skipu- legra sambygginga á hverju einasta ári. Kostnaöur við lagnir 1 göturnar er marg- faldur á við þaö, sem vera þyrfti. í óeðlilega bensíneyðslu og slit á ökutækjum eyðast stórar fjárhæðir vegna þess að bæjarfélagiö getur ekki lagt götur um hina dreifðu byggð svo að viðunandi sé. — Svipur bæjarins og útlit myndi gerbreytast til hins betra, þegar búið væri / að byggja upp aðalbæinn á skipu legan og hagkvæman hátt. Hvernig á að haga fram- kvæmdum? Ýmsum kann að virðast, að hér sé brotið upp á svo stór- brotnum framkvæmdum, að bæjarfélaginu sé langt um megn að ráðast í þær. En sannleikurinn er sá, að því fer víðs fjarri. Með þessum til- lögum er miöað að því að spara bæjarfélaginu fé. Meö hinni furðulegu skammsýni sem nú ríkir í stjórn bygg- ingamála og skipulagsmála bæjarins, er hinsvegar sóað stórum fjárhæðum. Víðtækum framkvæmdum í þessum efnum yrði sennilega bezt komið í kring með því, að stofna fjársterkt hlutafé- lag, þar sem bærinn væri stór hluthafi. Síðan yrðu keyptar upp lóðir og byggingar við götur eins og Grettisgötu og Njálsgötu. Húseigendum við göturnar yrði að sjáífsögöu gefinn kostur á þátttöku. Mundu þeir fá góðar, nýtízku ibúðir í stað gamalla og hrör- legra timburhúsa. Húskofarn- ir, sem nú standa viö göturn- ar yrðu rifnir að grunni og reistar meðfram öllum götun- ! um skipulegar sambyggingar eins og áður er lýst. Bæjar- félagið léti gera upp hinar vanræktu götur og veitti heitu vatni inn í húsin. í hin- um nýju húsum yrðu 2—3 herbergja íbúðir, búnar ný- tízku þægindum. Þegar hin dreifða, skipulagslausa byggð í hjarta bæjarins hefði á þennan hátt vikiö fyrir ný- tízku sambyggingum væri stigið stærsta sporið í þá átt að tryggja Reykjavík þá nafn- bót, sem öll skilyrði eru til að hún hafi: Einn fegursti bær í .heimi. Meðfram allr: stranaiengj- unni, allt neðan frá Sölfhól og inn undir Höfða ætti að koma breið gata með bílastæð- um á aðra hönd. Við þá götu yrðu síðan reistar byggingar yfir skrifstofur, heildsölufyr- irtæki og annan skyldan. rekst- ur. Nú er óvenjulegt tækifæri til að hrinda þessu stórbrotna hugsjónamáli aílra Reykvík- inga í framkvæmd. í landinu er svo mikiö fjármagn, að erf- itt er að ávaxta fé. Engar framkvæmdir eru öruggari eða líklegri til aö skila arði af því fé, sem í þær er lagt, en ein,- mitt þessar. Þaö er því full- vist, aö ekki mundi standa á fjármagninu, ef slíkt félag og hér var nefnt, yrði stofnað. Þörfin fyrir það er ótvíræö. Það er bmð að vinna Reykja- vík nægilegt tjón með þeirri einkenmlegu skammsýni ráða- mannanna í bæjarfélaginu að ráðstafa einstökum lóðarblett- um til Péturs og Páls í stað i þess að miða allar fram- kvæmdir í skipulags- og bygg- ingarmálum bæjarins við þaö, að höfuöstaðurinn verði skipu- leg, nýtízku þéttbyggð í stað hins rándýra, smekklausa og óhentuga dreifbýlis út um holt og mýrar í nágrenni Reykjavíkur. en láta frelsið. Þjóðin okkar hefur löngum gert sér það að metnaðarmáli, að vita nokkur deili á ætt inni. Slíkt sá að vera hverjum önnum Is- lendingi metnaðarmál. En í haf- róti síðustu tíma virðist meðvit- undin fyrir ætt og uppruna Is- lendinga vera tekin að sljófgast. Það er t. d. alltítt, að börn og unglingar hafa enga hugmynd um hverra. manna þau eru. Þau vita rétt aðeins um nöfn foreldra sinna, en stundum ekki einu sinni um nöfn afa síns og ömmu! Slíkt andvaraleysi um ætt sína bendir til andlegrar úrkynjunar. Hér verður að gerast breyting á. Hið nýja ættarspil, sem nú er komið á markaðinn, er merkileg tilraun til að vekja umhugsun manna um ætt sína og á erindi til hvers einasta Islendings. Það er vel fallið til að skapa vakn- ingu meðal barna og unklinga. Eftir nokkra daga á þetta merki- lega spil að vera komið inn á hvert einasta heimili Islands. Við það vinnst tvennt: Fólk skemmt- ir sér og eykur þekkingu sína á ætt sinni og stöðu í þjóðfélag- inu. Adv. er miðstöð verðbréfaviðskipt- anna. Sími 1710. Enskt bðn fyrírlíggjandh Svcrrfr Bernhöff hX Sftni 5832« Anglýsing n iiieilinp uegM l lenMailn Til viðbótar við það, sem áður hefur veiið auglýst, tilkynnist hér m.eð, að vegabréf, eru nú afgreidd til fólks, sem bjó samkvæmt síðasta manntali við eftirtaldar götur: Ingólfsstræti, Kaplaskjólsveg, Kárastíg, Karlagötu, Kirkju garðsstíg, Kirkjustræti, Kirkjuteig, Kirkjutorg, Kjartans- götu, Klapparstíg, Kleppsveg, Klifveg, Kringlumýrarveg, Köllunarklettsveg, Lágholtsveg, Langholtsveg, Laufásveg, Laugarásveg, Laugarnesveg, Laugaveg, Leifsgötu, Lindar- götu, Ljósvallagötu, Lokastíg, Lóugötu og Lækjargötu. • Allir þeir, sem vegabréfsskyldir eru og samkvæmt síðasta mann- ■tali voru búsettir við þær götur, er nú hafa verið auglýstar, en það eru allar, A, B, D, E; F; G; H, I, K og L götur eru áminntir um að sækja vegabréf sín nú þegar. Það skal tekið fram, að fólk, sem er 60 ára og eldra, getur fengið vegabréf ef það óskar. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 25. febrúar 1942. AGNAR KOFOED-HANSEN

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.