Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 27.04.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 27.04.1942, Blaðsíða 2
2 ÞJÖÐÖLF.UE Hrynur þjóOveldiO öOru sinni ? ÁSTURLUNGAÖLD deildu nokkrar höfuöættir landsins um yfirráö í landinu og fóru meö hemaði hver á hendur annarri. Þjóðin glataöi mætti sínum og aöstöðu til þess að standa gegn erlendri ásælni. ÞjóðveldiÖ hrundi og ls- lendingar in-ðu ánauðugirþegnar erlendra konunga um nálega sjö aldir. Nú deila pólitískir stéttaflokkar um völdin af þvilíku kappi, að sameiginleg vandamál þjóðarinnar og sjálf stjórn landsins verður að þoka fyrir sérhagsmunum flokk- anna og pólitískum hemaði. Af þessu hlýtur að leiða sams- konar ástand eins og það, sem leiddi til hrunsins í Þýzka- landi, Frakklandi og víðar. Litiö verður á íslendinga eins og stjórnmálalega óvita. Þjóðveldið hrynur öðru sinni og við komumst undir sterka erlenda og innlenda einræöisstjórn. Ríbísstjórn var engin Innanlandsófriður íslendinga á 13. öld og afleiðingar hans var hvorttveggja markað djúptækri veilu hinnar fornu þjóðveldis- skipunar landsins. Svo mjög ótt- uðust mennimir, sem fyrstir byggðu landið, ofurvald þjóðkon- unga, að er þeir tóku hér upp lögsögu og dóma létu þeir undir höfuð leggjast að setja þjóðinni sameiginlegt framkvæmdavald. Aðiljar í deilum vom sjálfir látn ir um það, að fullnægja dómsúr- slitum, öræfin urðu fangelsi saka- manna. Agaleysi, ofbeldi, rán- skapur og manndráp urðu ein- kenni þessa þjóðfélagsvanskapn- aðar, sem hér staðfestist fyrstu aidirnar. En er nokkrar af höfuðættum landsins hófust til ófriðar kom veikleiki þjóðskipimarinnar glogg- lega í ljós. Sturlungar, Ásbirn- ingar, Oddverjar og Haukdælir efldu flokka til hemaðar og yf- irráða í landinu. Vígaferli, brenn- ur og hverskonar níðingsverk færðust í aukana. Ættunum blæddi út í hvern stórorustunni af annarri. Og er fylkingar ætt- anna þynntust og dreifðust, og þjóðin gerðist þreytt í stó'ðugum ófriði, varð erlendri ásælni hægt um vik. Vegna vöntunar á inn- lendu úrskurðarvaldi tóku íslend- ingar sjálfir að skjóta deilum sínum imdir úrskurð Noregskon- ungs. Við eignuðumst okkar Kvisling, þar sem var Gissur jarl, sem eins og aðrir kvislingar allra alda réðist fyrst gegn höfuðsetri andans og snillinnar og myrti Snorra Sturluson í Reykholti. Islendingar á 13. ó'ld stóðu enn á fmmstigi mannlegrar þjóðskip- unar, þar sem ættir landnáms- manna og höfðingjar þeirra fóru með forráð í byggðarlögum og lágu í stöðugum ófriði sín á milli. 1 landinu var ekkert vald, er gæti skipað málum og úrskurðað deilur eftir réttum lögum. Jafn- vel dómar á Alþingi urðu vopna- dómar. Stjómskipun var því raun- ar engin í landinu, heldur aðeins hervald dreifðra flokka, sem drápust niður hverjir fyrir öðr- um. Öfamaður þeirra varð eftir tilefnum og sá mesti, sem verða má, er þeir urðu stjómarfars- legir þrælar erlends valds um margar a.ldir niðurlægingar og sárra þjáninga. Fyrrum defldu aeffír, Nú deíla sféffaflobfear Atvinnuvegir Islendinga til foma voru næsta fábreytilegir. Þjóðin greindist að vísu í stétt- ir, ekki eftir atvinnubrögðum heldur eftir mannréttindum. Þrælamir drýgðu erfiðið meðan hinir frjálsbomu menn ástunduðu mannvíg og illdeilur. — Atvinnu- ^rögð íslendinga hafa nú tekið á sig ærið breytta skipun. öld vél- tækninnar og uppgripanna hefur risið yfir okkur eins og aðrar þjóðir. Atvinnuvegir okkar hafa gerzt fjölbreytilegri og stórvirk- ari. Við höfum um leið greinzt í stéttir eftir atvinnubrögðum og í stjóramálafylkingar eftir at- vinnustéttum. Áður fyrri réðu goðar og ætthöfðingjar fyrir her- flokkum og bmtu undir sig lands- hluta. Nú ráða fyrir pólitískum stéttarflokkum stjórnmálaforingj- ar, sem hafa reynzt öðrum mönn um hæfari og slyngari til áróðurs og lýðæsinga. Það skiptir raunar einu og sama máli hverskonar svipmóti átog flokkanna varpa yfir sig hið ytra. Dýpsta rót allrar stjórn- málabaráttu nútímans er ágrein- ingurinn um skiptingu verðmæt- anna milli samvirkra framleiðslu- aðilá. Og méinsemd stjóramála- baráttunnar er sú, að réttlætisins i þessu höfuðágreingsmáli mann- anna er ekki leitað, heldur eru hendur látnar skipta. Flokkar eru efldir og flokksvaldi beitt. Dýpstu rök og rannsókn mála er lítils metin, en áróður, lýðskrum og ofstæki eru sigursælust vopn. Hópþyrpingar heimskunnar er kærasta fyrirbrigði flokksforust- unnar, hvar sem litið er og hverj- ir, sem í hlut eiga. Enn skorfír frausfa vafdskípun \ Stjórnskipun íslendinga er með sama sniði gerð og í öðrum svo- efndum lýðræðisríkjum, þar sem þjóðimar hafi greinzt í pólitíska stéttaflokka. Enda þótt svo eigi að heita, að við höfum yfir okk- ur ríkisstjórn, þá er hún hverju sinni stjóm flokks eða flokka. Enn brestur því á trausta og ó- tvíræða valdskipun. Flokksum- áyggjan og kjósendadekrið situr ávallt í fyrirrúmi og ráðherrar hlaupa frá völdum, þegar flokk- arnir telja sér það henta. Al- þýðuflokkurinn kippti ráðherra sínum úr ríkisstjórninni 8. jan. síðastliðinn, til þess að skapa sér sterka vígstöðu í bæjarstjómar- kosningunum. Nú boðar Fram- sóknarflokkurinn, að hér verði stjórnlaust. land einhvern næstu daga,. ef þingmeirihlutinn gangi á móti honum í ákveðnu máli. Slíkir verða stjórnarhættir þar, sem flokksvaldið ræður. Og meö fjölgun flokkanna vex öngþveÍL- iö. Þegar flokkarnir í Þýzka- landi voru orðnir 46 að tölu hrundi þingveldið og einræðis- stjóm tók við völdum. Á 70 ára lýðveldisskeiði Fraltklands urðu 106 sinnum stjórnarskipti. Upp- lausnin þar í landi var í raun iéttri alger orðin, þegar hinn þýzki her velti sér yfir landið. — Stjórnskipun okkar og stjórn- arfar er haldin samskonar mein- semdum og þeim, er leitt hafa til hruns og byltinga í ýmsum löndum og stefnir til einna úr- slita. Flokkarnir verða einn góð- an —- eða máske ekki góðan — veðurdag losaðir við áhyggjur af tilvist sinni og baráttu og hóp- ur áræðinna manna tekur völdin sínar hendur. Er þá komið und- ii fremur ólíklegum atvikum, ef vel tekst til um slíka menn. Og nú kvað vera barizf fyrir réltlœlí Valdskákin, sem nu er tefld á Alþingi, er næsta fyrirlitleg frá öllum hliðum skoðuð. 1 fyrra urðu næstum allir þingmenn á einu máli um það, að nauðsyn bæri til að brjóta stjórnarskrána, til þess að bjarga þjóðinni. Nú virðast þær röksemdir orðnar þinginu einskis virði, enda þótt ástæður séu hinar sömu og þá, af því að flokkarnir þykjast ekki geta lengur komizt hjá því að reyna með sér við kjósendur. Þannig gerir þingið sig bert að öðruhvoru af tvennu: að hafa log- ið að þjóðinni í fyrra eða virða einskis nauðsyn hennar í ár. — Og svo eru þingmenn hneykslaðir og liissa yíir því, ef á brestur virðingu manna fyrir slíku þingi. Eða hvernig má því þingi hlotn- ast virðing, sem þannig óvirðir sig sjálft.* Og nú kvað vera barizt fyrir réttlætinu. Flokkana hungrar og þyrstir eftir réttlæti! Einnig það er argasta fals. Flokkamir togast ekki á um rétta skipun mála, þeir togast á um vald. Kák- breyting sú, sem er fyrirhuguð á kjördæmaskipun og kosninga- tilhögun í landinu er ekkert ann- að en hrákasmíði, til þess ætl- uð að skáka valdi milli flokka á Alþingi, og mun því mjög fjarri fara, að við með því einu færamst hænufeti nær réttlátri lausn mestu vandamála þjóðar- innar. Mín persónulega skoðun er sú, að Alþingi hafi með stjórnar- skrárbrotinu í fyrra framið ger- ræði gagnvart þjóðinni, sem ekki verður aftur tekið og aldrei verð- ur bætt. Skiptir því litlu máli, úr því sem komið er, hvort kosn- ingar frestast árinu lengur eða skemur. Eg tel það ennfremur meira en vafasamt, að við nýjar kosningar yrði skipt um stjórnar- forustu til bóta. Ýmsir þeir, sem nú standa framarlega í fylkingar- brjósti flokkanna munu eiga við Framh. á 4. BÍðu, * Þegar þetta er ritaö er nýlega fram komin þingsályktunartillaga Gísla Sveins- sonar,. sem verður vel fallin prófraun á flokkana um þetta efni. /. Þ. 52525252525252525252535252525212525252525252535252 52 52 52 52 52 GLEÐILEGT SUMAR! 12 52 m $2 |2 Belgjagerðin, Laugaveg 74. |2 52525252525252525252535252525252525253525252525252 52 52 52 12 52 n GLEÐILEGT SUMAR! Raftækjaverksmiðjan h.f. Hafnarfirði 52 52 52 52 52 52 52525252525252525252525252525252525252525252525252 5^525252525252525252525252525252525252525252525252 53 a 53 g 52 GLEÐILEGT SUMAR! 52 53 53 52 Landsmiðjan. 52 52 52 525252525252525252525252525252525252525252525252 52 52525252525252525252525252525252525252525252525252 52 12 52 52 52 GLEÐILEGT SUMAR! 52 52 52 52 Sælgætisgerðin Víkingur. H 52525252525252525252525252525252525252525252525252 §525252525252525252525252525252525252525252525253 52 52 52 52 52 GLEÐILEGT SUMAR! 52 52 52 § Verzlun Sigurðar Halldórssonar. 52 52 52 525252525252525252525252525252525252525252525252 52 GLEÐILEGT SUMAR! Lúllabúð. GLEÐILEGT SUMAR! H.f. Eimskipafélag íslands. GLEÐILEGT SUMAR! V eggf óðursverzlun Victors Helgasonar. GLEÐILEGT SUMAR! Ofnsmiðjan h.f. GLEÐILEGT SUMAR! Sanítas.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.