Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 27.04.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 27.04.1942, Blaðsíða 4
INNLENT 27. marz. Jarðsunginn dr. Jón Helga- son biskup. — Sett þing Slysavarnafé- lags Islands. — Tveir amerískir hermenn ráðast á Andrés Sveinbjörnsson hafnsögu- mann, veita honum áverka á höfði en flýja síðan. I. apríl. Brenna bæjarhús að Hnausum í Þingi að næturlagi. Manntjón varð ekki, en lítið bjargaðist af innanstokksmunum. 3. apríl. Amerískur hervörður, sem var á verði við Ægisgarð í Reykjavík, ógnar fslenzkum lögregluþjóni, og hefði sennilega valdið slysi á honum, ef annar amerískur hervörður hefði ekki komið í veg fyrir það. II. apríl. Lýkur Skákþingi jslendinga. Eggert Gilfer verður skákmeistari, hlaut 7 vinninga. Oli Valdimarsson var næstur með 6/2 vinning. 12. apríl. Magnús Þorláksson bóndi að Blikastöðum verður bráðkvaddur. -— Kjart an Gunnlaugsson kaupm. í Reykjavík andast. — Amerískur hermaður ræðst að tilefnislausu á fslenzkan vegfaranda hjá Blönduhlíð við Eskihlíð og veitir hon- um áverka. 14. apríl. Flugvélin ..Smyrill" hrapar til jarðar. Fjórir menn slasast hættulega. 16. apríl. Axel Kristjánsson kaupm. frá Akureyri andaðist af völdum flugslyss. 18. apríl. lbúðarhúsið að Baldurshaga við Reykjavík brennur til ösku. . 19. apríl. Stofnað Ungmennafélag Reykjavíkur með 300 félagsmönnum. For- maður var kjörinn Páll Pálsson stud. jur. ERLENT 29. marz. Lagðar fram í Nýju Delhi tillögur Breta í Indlandsmálum.. 4. apríl. Takast samningar með Bretum og ítölum um skipti á sjúkum og særðum föngum. 8. apríl. Herstjórn Breta í Kairo til- kynnir, að hreyfing væri á hersveitum Rommels í Lybíu. 9. apríl. Hersveitir Bandaríkjamanna á Bataanskaga gefa upp vörn. — Japansk- ar flugvélar sökkva tveimur 10 þús. smál. beitiskipum brezkum, sem stödd voru á Indlandshafi. 10. apríl. Indverjar hafa endanlega tillögum Sir Stafford Cripps um lausn Ind- landsmálarina. 13. apríl. Churchill upplýsir í brezka’ þinginu, að öflug japönsk flotadeild sé á Indlandshafi. 15. apríl. Laval tekur við stjórnarfor- ustu í Frakklandi. Petain heldur stöðu sinni sem þjóðarleiðtogi. 16. apríl. Bandarikjastjórn ráðleggur amerískum borgurum í hinum óher- numda hluta Frakklands að hverfa heim. 18. apríl. Amerískur flugmaður varpar sprengjum á Tokio, höfuðbsrg Japan. 22. apríl. Japanar sækja fram í Burma. Hernadarásiandíd . . . Framhald af 1. síðu. um, sem eiga í raunverulegu stríði. Um það blandast eng- um manni hugur. Striösþjóö- irnar mæta þessu ástandi með óvenjulegum og óhjákvæmi- legum aögerðum. Á íslandi er hinsvegar ekkert gert i þá átt. Þar er allt látið reka á reiö- anum. Það mætti hins vegar vel svo fara, aó' þjóöin fengi óþægilega staö'festingu á nauö- syn óvenjulegra aögeröa, ef ekki yröi unnt aö rýma rúst- um hruninna bygginga úr helztu samgönguæðum höfuö- staðarins vegna þess að starfs- afl þjóðarinnar væri á skipu- lagslausu reiki milli lítt nauð- synlegra athafna. Á striðstím- um er eitt nauðsynlegt: Þaö er einbeiting starfsorkunnar aö þeim verkefnum, sem eru mest aökallandi á hverjum tíma. Mótmælíj tíl lAlþíngís Eftirfarandi móimceli tit Alþingis, dags. 14. þ. m., hefur blaðið verið beðið um rúm fyrir. EKTOR Hins almenna Menntaskóla í Reykjavík hefur lagt fram á Al- þingi tillögu til þingsályktunar viðvíkj- andi skóla sínum. Tillaga þessi er vafa- laust byggð á samþykkt, sem gerð var á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokks- ins í vetur, og hljóðar svo: ,,Hafinn verði skipulegur undirbún- ingur að endurreisn Sk,álholtssk.óla, þar sem piltar stundi menntaskólanám, og athugaðir möguleik<*r á því, að gera Kvennaskólann í Reykjavík svo úr garði, að hann geti orðið menntaskóli og vönd- uð uppeldisstofnun fyrir stúlkur“. I skólasetningarræðu sinni í haust hef- ur rektorinn ennfremur látið þessa sömu skoðun í ljós með eftirfarandi orðum: . . . ,,Tillögur mínar um skólann eru þá þessar: Þegar til þess k^mur, að hon- um verði reist hús, er rétt að flytja hann burt úr bcenum og gera hann að heima- vistarskóla fyrir pilta eingöngu . . . Jafn- framt verði kVennaskótinn gerður að stúdentaskóla fyrir stúlkur og sniðinn við þeirra hœfi“. Þar eð augljóst má vera af framanrit- uðum tilvitnunum, að hér er verið að gera tilraun til þess að aðgreina almennt nám og skólagöngu karla og kvenna og skapa sérskóla fyrir stúdentsmenntun hvors kynsins um sig, vilja stjórnir Kven- réttindafélags Islands og Kvenstúdentafé- lags íslands leggja fram við hæstvirt Al- þingi ákveðin mótmæli gegn því, að nokk uð það sé gjört, sem skerði þann rétt, er konum var veittur með lögum nr. 37 frá II. júlí 1911, sem veita konum sama rétt og körlum til að njóta kennslu og ljúka fullnaðarprófum í öllum menntastofnun- um landsins, svo og sama rétt til styrkt- arfjár námsmanna og að lokum embættis- gengi til jafns við karlmenn, sbr. 1., 2. og 3. gr. nefndra laga. (Undirskriftir stjórnarmeðlima í Kven- réttindafélagi Islands og Kvenstúdenta- félagi Islands). Efsf á baugí Framh. af 1. síðu. sjálfdæini um mál hvers einasta borgara. Minnihlutinn er algerlega réttlaus. Valdið skipar ondvegi. Réttinum er varpað út í myrkrið fyrir utan. I»að ræður af líkum, að í þeirri styrjöld, þar sem mn svo mikið er að tefla, sé einskis svifizt, óll vopn notuð og sérhver mögu- leiki hagnýttur. • • • IGURVEGARINN setur sína menn í störf og stöður. Og slíkum mönnum er ekki ætlað að leggja alúð og starfsorku óskerta i að rækja embætti og trúnaðar- störf frekar en verkast vUl. Þcim er teflt fram til ýmissa hluta, er ekki varða störf þeirra, ef það er talið hafa „hernaðarlega” þýð- ingu. Það er hlaðið á þá öðrum storfum, stundum sem verðlaun fyrir trúa fylgd, stundum til þess að komast hjá að skipa pólitíska andstæðinga í störf og stöður. Svona er sagan af Pálma rekt- or Hannessyni. Hann er dreginn frá skóla sínum til „mannvíga” í Skagafirði, af því að þar skort- ir vörpulegan kappa og vopndjarf- an í fremstu víglínu í pólitískum hildarleik. Hann missir smátt og smátt fótfestu í sínu eiginlega starfi. Aukastöríum fjölgar. Aðal- starfið verður hjáverk. Rektoriun mun sjálfur hafa nægilega Ijósa Hrynur|þ j ódvcldí d ] ödru sínni? Framh. af 2. síðu. meiri óvinsældir að stríða en Ilermann Jónasson og mun hon- um framast verða treyst til réttra hluta, eftir því sem hann má við koma undir lögmálum flokksag- ans. Enn ber að taka það til greina að stjórnarskipti, út af fyrir sig, ftiunu ekki verða talin æskileg, þegar litið er á skipti okkar við setuliðsþjóðimar. Þingbröltið, eins og því nú er háttað, mun eiga lítilli samúð að fagna, meðal þeirra manna, sem hugsa dýpra og eru ótruflað- ir af dæguræsingum. Átak til var- anlegra úrbóta á stjóraskipun og stjómarfari landsins þarfnast langs undirbúnings og djúpsettari ráða, en fundin verða í valda,- skák Alþingis að þessu sinni. Fyrir höndum munu og vera hin alvarlegustu verkefni, sem leysa þarf og mun það sízt vænlegt til viturlegra og happasælla úrlausna að þingmenn og stjórnmálafor- ingjar gangi nálega af vitinu í dæguræsingum um sjálfa kjör- dæmaskipun landsins. — Hitt væri vænlegra ráð, að Alþingi treysti nú vald ríkisstjórnarinn- ar til aðkallandi en óvenjulegra ráðstafana. Stjórnskipunarmál okkar allt og kjördæmaskipun landsins á að taka' til rækilegrar athugun- ar og undirbúnings úrlausn þeirra mála til frambúðar af þar til kjörinni milliþinganefnd. Væri Hæstarétti fremur treystandi til þess að velja menn í slíka nefnd, heldur en Alþngi í því ástandi, sem það nú er. f^Hversu verdur þjóð- veldínu bjargað? Að óbreyttu hugarfari ráðandi manna í stjórnmálum landsins mun stefna hér til sömu úr- slita og annarsstaðar, þar sem svipað hefur háttað til. Flokk- um mun fjölga og við munum búa við sifellt veikari ríkisstjórn- ir, sem standa á síhviku velti- kefli flokksfylgisins og koma og fara eins og dægurflugur. Og þeg- ar upplausn þjóðarinnar hefur náð ákveðnu marki hrynur þjóð- veldið öðru sinni. Við verðum ekki spurðir um vilja okkar, ósk- ir eða fyrirætlanir fremur en ó- vitar eru spurðir. Okkur verður stjórnað með harðri hendi af þeim, sem til þess gerast, að hirða slíkan óskilafénað á leið þjóðanna. Hinir ráðandi stjórnmálaflokk- ar, sem skemmta sér við það að kalla sig „ábyrga” flokka, en hugmynd um það, hvílika að- stöðu hann hefur nú í skóla sín- um. Hér mætti rekja mörg dæmi þess, En vér viijum skirrast við því í lengstu lög að ganga nær Pálma Hannessyni en orðið er. Vegna hæfileika hans og mann- kosta viljum vér óska þess eins-, að gifta hans endist honum til að hverfa úr „herþjónustu” og taka upp embættisstörf sín á ný. sem tefla nú valdaskák sína á Alþingi og leitast við að hnekkja hverjir öðrum með hverskyns undirhyggjuráðum, mættu vel hugleiða það, hversu hættulegur er leikur þeirra fyrir framtíðar- örlög þjóðarinnar, því að það er sjálft fjöregg frelsis okkar og þjóðarsjálfstæðis, sem þeir leika sér með. — Við, sem stöndum utan flokkanna, frábiðjum okkur með öllu ábyrgð þeirra á framtíð- arhögum okkar og famaði. Og við gerum það því fremur, sem ýmsa forustumenn flokkanna virðist bresta getu til þess að bera ábyrgð á sínum eigin geðs- munum og koma fyrir sig vitinu nú, er mestu skiptir að gerhygli sé beitt fremur en hrekkjaviti og skrumgáfum. Fyrsta skrefið, sem hægt er að stíga, til þess að afstýra stjóm- arfarslegu hruni og fullri upp- lausn í landinu virðist vera það, að lægja öldur æsinganna á Al- þingi og taka upp samninga við alla flokka þingsins um úrlausn knýjandi þrætumála, treysta vald ríkisstjórnarinnar og aðstöðu til- þess að mæta vaxandi vanda þessara háskatima. Stórdeilur þjóðarinnar um kjör- dæmaskipun landsins, eins og nú er háttað, yrði aftur á móti fyrsta Diegurmái Framh. af 3. síðu. ar, fyrir nauðsynlegu vinnu- afli til þeirra framkvæmda. að vinnumiðlun ríkisins hafi á hendi rannsókn á þörf allra atvinnugreina í landinu fyrir vinnuafl og stuðli að dreifingu vinnuaflsins, eftir því sem nauðsyn krefur. I greinargerð frumvarpsins er bent á, að hernaðarvinnan hafi sogað vinnuaflið frá hinum líf- rænu atvinnugreinum þjóðarinnar. Og jafnframt hafi verið stofnað til allskonar rekstrar, er á engan hátt byggir upp eða stendur und- ir heilbrigðu þjóðlífi í landinu, en dragi einnig til sín fólkið frá nauð synlegum og heilbrigðum fram- leiðslugreinum. — I lok greinar- gerðarinnar segir á þessa leið: „Frumvarpið .... k að miða að því, að ríkisvaldið hafi stoð í lög- gjöfinni til að geta haft allvíðtæk áhrif á það, hvernig starfsafli þjóðarinnar er varið meðan land- ið er hernumið.” skrefið, til þess að endurtaka harmleik Sturlungaaldarinnar. Gagngerar breytingar á stjórn- skipunarlögum landsins er mikið verkefni ,og getur því aðeins vel úr hendi farið, að vitrir menn og góðgjarnir vinni að því í friðar- hug. Jónas Þorbergsson. Framanritaðri grein er blaðið ekki samþykkt í öllum atriðum, enda er hún birt á ábyrgð höf- undaiins eins og aðrar aðsendar greinar, sém blaðið birtir. RITSTJ. mmunwmnnm:. ummmmummrM n 3 n u n GLEÐILEGT SUMAR! U ö U U 12 U 8 u 12 12 Olíuverzlun Islands. D S2 u u $2 $2 xxxx>c<xxxxxxxxxxxxxxxxxx: GLEÐILEGT SUMAR! Stebbabúð, Hafnarfirði. Ixxxooocxxxxxxxxxxxxxxxra (xxxxxxxxxxxxxxxxxxxx; GLEÐILEGT SUMAR! Smjörlíkisgerðin Svanur. IXXXKXXXXXXXXXXXXXXXX mmzm umunmmummuumím U GLEÐILEGT SUMAR! 12 Brjóstsykursverksmiðjan Nói h.f. H H.f. Hreinn. ^ Súkkulaðiverksmiðjan Sirius. T S2 n u tl ti ti U

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.