Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 27.04.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 27.04.1942, Blaðsíða 3
ÞJÓÐóLP.tJR * Menn hafa kannske mestan áhuga fyrir vor- sóknaráformum styrj- aldaraðilanna, en það er samt sem áður hægt að tala um vorsókn á fleiri vígstöðvum. — Ætlar ekki menntamálaráð að „leysa út“ Þorgeirsbola til þess að verjast eins- konar „v‘orsókn?“ — Og ef til vill boðar stofn- un Ungmennafélags Reykjavíkur „vorsókn“ á vígstöðvum, þar sem bardagar liggja nú niðri. — Bændurnir á Búnaðarþingi vildu líka hefja sókn, sjálfsagt „vorsókn“, að fleiru en einu marki. ----------------------------- Umhorf Þjóðólfs VORSÓKN — er það ekki orð- ið, sem menn bera sér oft- ast í munn um þessar mundir? Um víða veröld verður fólki tíð- rætt um hina margumtöluðu vor- sókn Hitlers. Hann lét sjálfur svo um mælt snemma vetrar, að með vorinu myndi hann Vorsókn hefja sókn á nýjan leik. Hitlers. Sumir eru þó að láta sér detta í hug, að ekkert muni verða af þessari sókn. Rússneski veturinn og her- skarar Stalins hafi bitið bakfisk- inn úr liði hans og hann sé ekki lengur þess umkominn að hefja verulega öflugar hernaðaraðgerð- ir eða komast í sóknaraðstöðu. Bandamenn fara hinsvegar ekki dult með það, að þeir séu að búa sig undir sókn. 1 blöðum og útvarpi austan og Opinskáir vestan Atlantshaís- stríðsmenn. ins hefur verið rætt opinskátt um það, að þeir ætli sér að hefja innrás á meginland Evrópu á þessu sumri. George Marshall, yfirfor- ingi herforingjaráðs Bandaríkja- hers, og Hopkins, láns- og leigu- fulltrúi Roosevelts, hafa dvalizt í London undanfarið og rætt við Churchill og aðra æðs.tu menn Breta. Blöð og útvarp hafa rætt um það fullum fetum, að viðræð- urnar snerust um þessa innrás. Hitler er aftur á móti sagna- fár um sín sóknaráform. I háa herrans tið hefur ekkert það orð komið yfir hans varir, sem bendi til þess, að hann hafi sókn í huga, því síður að Hvað boðar hvaða marki hún Þögnin? muni beinast. En það er bara eftir að vita, hvort leyndin felur ekki meira í skauti sínu en hávaðasam ar orðræður. Einn af talsmönn- um Rússa hefur lýst því yfir sem óbifanlegri sannfæringu sinni, að á þessu ári muni rauða hemum takast að mola hinn þýzka inn- rásarher mélinu smærra. Ef þetta gengur eftir, og Þjóðverjar verða þar að auki að kljást við innrás- arher Breta og Bandaríkjamanna í Vestur-Evrópu, virðist auðsæt.t, að þeir fái að horfast í augu við algeran ósigur í styrjöldinni áð- ur en þetta ár er á enda. Menn bíða þess því að vonum með nokk- urri eftirvænting, að málin skýr- ist. Ýmsar spumingar bíða svars: Verður rauði herinn sigursæll? Leggja Bandamenn til innrásar á meginlandið? Og síðast en ekki sízt: Hvað boðar þögn Hitlers ? En svo er talað um. vorsókn í ýmislegri annarri merkingu en hér hefur verið gert. Þannig byrjaði Stafford Cripps stjórn- málalega vorsókn í Indlandi. Hún misheppn- ósigur í aðist algerlega. Indlandsmáluni. Honum tókst ekki að ná sam- komulagi við Indverja. Sennilega hafa þeir verið. tortryggnir í garð Breta og þótzt eiga nokkurrar brigðmælgi að minnast frá því í síðustu styrjöld, en þá vom þeim gefin ýms heit, sem illa þóttu efnd að styrjaldarlokum. — Aft- ur á móti hefur Laval hinn franski orðið sigursæll í sinni vor- sókn. Honum hefur enn einu sinni tekizt að tryggja tilveru sína í frönskum stjómmálum. iiann er nú orðinn stjórn Lavai. ariormaður í Frakklandi og mun raunvemlega ráða þar einn öllu, a. m. k. því, sem hann þykist þurfa að ráða. Hefur valdataka hans vakið hina mestu athygli. Láfa Bandamenn illa yfir, en Þjóðverjar lofa. Sjálfur fer Laval ekki dult með, að hann sé fýsandi náinni sam- vinnu við Þýzkaland. Hafa því þær ráddir látið til sín heyra, að valdataka Lavals sé liður í undir- búningi Þjóðverja undir vorsókn- ina. En frá Þýzkalandi hefur hvorki fengizt staðfesting eða neitun á þeim getgátum. INNANLANDS er einnig hægt að tala um vorsókn á fleiru en einu sviði. Sextíu og sex mynda gerðarmenn, rithöfundar, skáld og tónlistarmenn hefja vorsókn gegn Menntamálaráði. Telja þeir, að forsjá allrar andlegrar starf- semi í landinu sé illa komið í höndum ráðsins. Misbeiti það valdi sínu og sé ekki dómbært um alla þá hluti, er því sé ætlað að fjalla um. Bera þessir ákær- endur ráðið Menntamálaráð ýmsum rök- og Þorgeirsboli. studdum sök- um og skjóta máhnu til Alþingis. Enn er engin reynd komin á „þinglukku” þeirra í þessu tilliti, en formaður menntamálaráðs er þegar búinn að skipuleggja varnir ráðsins. Hef- ur hann boðað í einkamálgagni sínu, að hann muni tefla fram Þorgeirsbola Jóns Stefánssonar gegn sókn listamanna og rit- höfunda, sem hann kallar einu nafni kommúnista. Það mun því væntanlega fást úr því skorið innan skamms, hvort „fítons- anda”-kraftur Þorgeirsbola er enn hinn sami og áður var, eða hvort hann kunni að hafa þorrið með raflýsingu og vélamenningu 20. aldarinilar. Um þrjú hundruð Reykvíkingar stofnuðu með sér ungmennafélag fyrir viku síðan undir nafninu Ungmennafélag Reykjavíkur. I stjóm vom kosin: Páll Pálsson, stud. jur. form., Skúli H. Norð- dal, varaform., Svanhildur Stein- þórsdóttir, ritari, Jón úr Vör fjármálarit. og Kristín Jónsdótt- ir gjaldkeri. — Meginverkefni þessa félags hlýtur að verða efl- ing þjóðemis- Vorsókn í kenndar unga þjóðernisinálum. fólksins. En 'til þess að nokkuð sé hægt að gera í þeim efnum, verður að binda enda á þá ó- heillastefnu, að æskunni í höfuð- stað landsins sé beinlínis hrint út á hálkuna. Unga fólkið í Reykja- vík verður að fá friðland fyrir skemmtnir sínar og tómstunda- iðkanir. Skemmtistaðir bæjarins eru nú þéttsetnir af útlendingum. íslendingum virðist næstum því vera ofaukið á þeim slóðum. Ef ekki verður ráðin bót á þessu, renna allar aðrar aðgerðir út í sandinn. Hið nýstofnaða ung- mennafélag hefur þegar hafið at- huganir á möguleikum til að koma upp æskulýðsheimili í Reykjavík. Það væri vel, ef þetta nýja félag væri upphaf vorsóknar í þjóðem- ismálum vomm. BÚNAÐARÞING sat á rök- stólum hér í Reykjavík síðast í fyrra mánuði. Gerði það ýmsar samþykktir og voru sumar þeirra hinar athyglisverð- ustu. Verður vart annað sagt, en að yfir störfum Búnaðarþings hafi hvílt ólíkt lífrænni svipur en yfir athöfnum Alþingis, sem sat á rökstólum samtímis. Ein af merkustu samþykktum Búnaðarþings fjallaði um húsbún- að og -híbýla- Húsbúnaður prýði í sveitum og híbýlaprýði. landsins og er svohl jóðandi: „Búnaðarþing ákveður að ráðinn sé maður í þjónustu Búnaðarfél. Is- lands, er leiðbeini bændum í sam- ráði við teiknistofu landbúnaðar- ins, um húsbúnað og híbýlaprýði í þjóðlegum stíl, og undirbúi og skipuleggi væntanleg byggðasöfn, þar sem þess er óskað. Leggulr Búnaðarþingið til, að Ragnar Ás- geirsson ráðunautur sé ráðinn til þessa samhliða því starfi, sem hann hefur nú hjá Búnaðarfélag- inu og væntir þess að Alþingi og ríkisstjórn leggi árlega fram nokkurt fé til stuðnings þessara mála”. I greinargerð með tillögunni segir svo: „Á síðari árum hafa augu ýmsra mætra manna opnazt fyrir því, að ekki mætti lengur dragast að hafizt ýrði handa með að bjarga frá algerri glötun og jafnframt endurreisa ýmis gömul og þjóðleg verðmæti í sveitum landsins. — Það er kunnara en frá þurfi að segja, að það hefur mörgu skolað fyrir borð á undan- fömum byltinga- og umbrotatím- um. Þó mun svo, að nokkru má enn bjarga, og annað byggja upp að nýju í þjóðlegum stíl, sem hæf- ir nútímanum”. Það mun engum blandast hug- ur um, að þama hafi verið hreyft þjóðnýtu máli og nefndur til framkvæmdanna sá maður, sem hefur mikið og almennt traust. Búnaðarþing ályktaði „að skora á Alþingi að samþykkja frumvarp til laga um ráðstaf- Vinnuafl og anir til að tryggja vinnumiðlun nauðsynlegustu at- vinnuvegum þjóðar- innar vinnuafl með vinnumiðlun, meðan landið er hemumið”. — Aðalefni fmmvarpsins er sem hér segir: að ríkisstjórnin taki í sínar hendur stjóm og framkvæmd allrar vinnumiðlunar í landinu. að íslenzkum þegnum sé óheimilt að ráða sig til vinnu hjá herj- unum, stofnunum, verktökum eða einstaklingum, sem hér vinna beint eða óbeint í þjón- ustu erlendra ríkja, nema fyr- ir milligöngu vinnumiðlunar ríkisins. að vinnumiðlun ríkisins skuli sjá þeim framleiðslugreinum þjóð- arinnar, er vinna að öflun brýnustu lífsnauðsynja henn- Framh. á 4. síðu. *M4^^^^5*^^4H*^*X*4K*4!MX**í**«,*I****4X4*t4*t**I**^*t**JMI**Jp*I,*I**t**M*,HHXM,***M**XHWt*W***^ I - * I Ý I I x y y í y f y I y x t y t t y f y T y y y y y y Ý f y Frægasla þvotiadufi landsins Losar óhreíníndín á svíp- sfundu, en sbaðar engan þvott Fix-þvottaduft I t f f 4 4 4 Ý Í t y i x l 4 i y GLEÐILEGT SUMAR! Smjörlíkisgerðin Ásgarður h.f. u ö U 0 ö æ » ö ö æ n k ö ö ö & $3 GLEÐILEGT SUMAR! Viðtækjaverzlun ríkisins. n n u u Í3 !2 U $3 ö & æ u ö u u u 13

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.