Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 13.07.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.07.1942, Blaðsíða 2
2 ÞJÖÐÖLFUR Gretar Fells: „Liggur vegurinn þangað“ ? kxxxxxxxxx>ooooooo<xxx>oooo<xx>oooooo<x Víð höfum metíð í sölu á þvottaduftí Pað er vegna þess að yður lfhar Típ Top þvotfaduft ÚRVAL er tímarítíð, sem Íslendínga hefír alltaf vantað. Fæst hjá öllum bóksölum. x*x~x*<*<*^x*<~x~x~x~:~:~x~x~x~x~x~x“x~x~x~x~x~x~x* bjdsiiælraskiili íslands Námsárið hefst 1. október næstkomandi. Nemendur skulu ekki vera yngri en 20 ára og ekki eldri en 30 ára, heilsuhraustir, (heilbrigðisástand verður nánar atugað í Landspítalanum). Konur, sem lokið hafa héraðsskólaprófi eða gagnfræðaprófi, ganga fyrir öðrum. Eiginhandarumsókn sendist stjórn skólans á Landspítalanum fyrir 1. september. Umsókninni fylgi aldurs- vottorð, heilbrigðisvottorð og prófvottorð frá skóla, ef fyrir hendi er. Umsækjendur, sem hafa skuldbundjð sig til að gegna Ijós- móðuruimdæmi að námi loknu, skulu senda vottorð um það frá viðkomandi oddvita. Umsækjendur Ijósmæðraskólans eru beðnir a.ð skrifa á um- sóknina greinilegt heimilisfang, og hver sé næsta símstöð við heimili þeirra. Þær, sem koma í skólann, eru beðnar að hafa með sér eitthvað af rúmfatnaði. Landspítalanum, 25. júní 1942. GUÐMUNDUK THORODDSEN. Mánudaginn 13. júlí 1942. Ritstjóri: Valdimar Jóhannsson Ritstjórn: Skólavöróustíg 3. Sími 4964 Fyrsta skrefið. Listi Þjóðveldismanna hlaut 618 atkvæði við kosningarnar hér í bænum 5. þ. m, Skorti því mikið á, að þeir fengju þingfulltrúa kjörinn að þessu sinni, enda ekki ráð fyrir því gert. Hins vegar verður ekki um það deilt, að hér er um góðan árangur að ræða, miðað við aðstæður og undirbún- ing. Samtök Þjóðveldismanna eru raunverulega ekki nema vísir til landsmálasamtaka enn sem kom- ið er. Blað þeirra hefur aðeins komið út vikulega um eins árs skeið, og ekki enn náð þeirri út- breiðslu, sem því mun verða auð- iö. Flokk sinn stofnuðu Þjóðveld- ismenn ekki fyrr en um það bil, er framboðsfrestur var útrunninn. Vanst því blaðinu ekki langur tími til að skýra stefnumál hans og afstöðu. Ofríkisflokkarnir sam- einuðust um að varna Þjóðveldis- mönnum máls í litvarpsumræðun- um og notuðu þær síðar til að vega að stjómmálasamtökum Þjóð- veldismanna af hinum alkunna „drengskap” og „heiðarleika” þessarra flokka. Húsnæði til lundarhalda var ekki auðið að fá. Gafst Þjóðveldismönnum þannig mjög takmarkað færi á að flytja mál sitt fyrir kjósendum. Eigi að síður fær flokkur þeirra full sex hundruð atkvæði þegar í þessari atrennu, enda þótt það sé fullkomlega vitað, að ýmsir af þeim, er raunverulega fylgja Þjóð- veldismönnum að málum, kusu með öðrum flokkum að þessul sinni vegna ótta um framgang kjör- dæmamálsins. Það er því álitlegur hópur kjósenda hér í höfuðstaðn- um, sem hefur þegar áttað sig á þeim höfuðstaðreyndum, er Þjóð- veldismenn vekja athygli á: Að þjóðarinnar bíði stjórnarfarsleg- ur voði, einræði að þýzkri eða rússneskri fyrirmynd, ef ekki verður undinn að því bráður bug- ur að endurbæta þá stjórnhætti, er virðast fyrst og fremst til þess fallnir að gefa skálkunUm óhindr- að olbogarúm á þjóðmálavettvang- inum. Þetta fyrsta skref, er Þjóð- veldismenn stíga til þátttöku í landsmálum, hefur því tekizt með þeim hætti, að það má telja úr því skorið að stefna þeirra eigi fylgis að vænta. Mun ofríkisflokk- unum ekki reynast hald í því, þótt þeir sameinist um hinar rætnustu álygar í garð Þjóðveld- ismanna. Þjóðin mun áður en varir snúa baki við þeim leiðtog- um, er hafa bersýnilega völd sjálfra sín að lokatakmarkinu í landsmálabaráttunni og hafa það höfuðstefnumið að öðlast færi á að beita minnihlutann ofríki. „Sprengif r amboð‘ ‘. Blöð ofríkisflokkanna gáfu þátt tök i Þjr Vvel^’smanna í kosning- unum iiér í Reykjavik nafnið „sprengiframboð” . Bak við slíka nafngift getur ekki falizt annað áiit en það, að þessum flokkum einum skuli veitast réttur til þátt- töku í landsmálum og kjósendur séu „eign” þeirra. Framferði þeirra á kjördegi gefur einnig augljósa hugmynd um það, að þessir flokkar skoða kjósendur . sem einskonar „fjáreign” sína. IV li AÐUR er nefndur Ólafur * Jóhann Sigurðsson. Hann er ungur maöur og hefur lít- ilsháttar fengizt viö skáldskap. Fyrir nokkrum árum gaf hann út eftir sig skáldsögu, er hann nefndi: „Liggur vegurinn þangaö?” Eg hef ekki lesið þessa bók og get því ekki um hana dæmt. En samkvæmt ritdómum, sem um hana birt- ust, virðist bókin hafa mis- heppnazt sem skáldrit, og er slíkt aö vísu ekki neitt tiltöku- mál, því aö skáldþroskinn en venjulega seintekinn. —Síöan hefur ekki, svo ég viti birzt neitt af skáldskapartagi eftir þenna unga mann. Það er ekki alitaf auöhlaupiö aö því aö veröa frægt skáld. — Nú hefur þetta „litla skáld á grænni grein” — hinni grænu grein Þjóð- viljans — leitaö sér frama á öörum vettvangi. Og framans leitar þaö í því aö setja sam- an langar óhróöursgreinar um mig, — mann, sem ekkert hef- ur til saka unniö annaö en þaö' að hafa aöra skoöun í stjórnmálum en það, — og fá svo þessar greinar birtar í blaði kommúnistanna. Greinar þessar eru ekki óliðlega skrif- aðar, en fullar af rangfærsl- um og útúrsnúningum, og sýnilega skrifaöar til þess fyrst og fremst aö ná sér niöri á pólitískum andstæöingi. Veö- ur greinahöfundui'inn úr einu í annaö, eins og drukkinn maöur, sem slagar til og frá og gengur eintóma krákustigi, og allar bera greinar þessar vott um heldur litla háttvísi og geöstjórn. Og óvíst tel ég, aö meiri frama sé aö vænta fyr- ir þessi ritstörf heldur en mis- heppnaöa skáldsögu. — II. Eg tel rétt, að þaö upplýs- ist, hver er höfundur sorp- greina þeirra er birzt hafa í Þjóðviljanum um mig og aöra Þjóöveldismenn, bæöi til þess aö sýkna ritstjórana, en einn- ig til þess, aö þaö mætti veröa hinum unga rithöfundi tilefni til nokkurrar umhugsunar um þaö, hvort ekki væri ráölegra að leita sér frægðar á annan hátt en þann að ófrægja ná- ungann. En svo er þaö nafn- iö á skáldsögunni hans: — „Liggur vegurinn þangað?’' Þaö kemur sér vel fyrir mig, Þeir senda merkta bíla fyrir dyr kjósenda og vilja á þann hátt hafa ótvíræðan rétt til þess að auglýsa það á opinberu færi, að þessa kjósendur „eigi” þeir, enda flytji þeir þá á kjor- stað til þess að tryggja. með því vald sitt , yfir almenningsmálum eins og þegar hverri annarri eign er ráðstafað eða fé flutt til slátr- unar. Bílflutningar á kjósendum í hinum merktu bílum flokkanna, er í stríðandi mótsó'gn við helgi hins leynilega atkvæðisréttar. Krafa nokkurra ofríkismanna um „eignarhald” á kjósendum gefur gleggri mynd þess stjórn- mála,,siðgæðis”, er nú tíðkast í landi hér, en mörg orð fá gert. og er nothæft, hvaö sem skáld- sögunni líöur. Því ég er einn af þeim mönnum, sem hafa nokkrar áhyggjur út af því, hvert vcgurinn liggur, — hvert stefnir í úslenzkum stjórnmálum. — Liggur veg- urinn til meira og meira sund- urlyndis, meiri og meiri flokka- drátta, meiri og harövítugri átaka milli stjórnmálalegra andstæöna, meiri þennslu, unz allt endar ef til vill í einhvers- konar sprengingu? — Liggur vegurinn til Rússlands eöa Þýzkalands? Er ekki til einhver leiö, er liggur til lausnar á vandamál- um vorum, — einnver leið, sem liggur til samræmis og sátta? — Þjóðveldismenn hyggja aö sú leiö sé til. Þaö veltur á íslenzku þegn- lyndi, hvort sú leið veröur val- in eöa ekki. En leiðin er sú aö vekja sem flesta íslendinga til vitundar um þaö, aö hin íslenzka þjóö ' cr ein fjölskylda, þar sem um engar raunverulegar hags- munamótsetningar er aö ræöa og að hamingja þjóöarinnar á aö sitja í fyrirrúmi fyrir öll- um stjórnmálastefnum. Eg held, aö Þjóöveldismenn — margir aö minnsta kosti — skilji þetta og viíji haga sér samkvæmt því, og þeir hafa betri skilyröi til þess en aörir, vegna þess, aö þeir hafa brot- izt undan hinum sundrandi áhrifum stjórnmálaflokkanna. Þaö er líklega þetta, sem Al- þýðublaöiö kallar „sakieysi”, þ. e. einfeldni. — En þaö þarf víst ekkert „sakleysi” til þess aö festa traust á öllum fagur- gala flokkshyggjumannanna! III. „Hægri”- og „vlnstri”-stefna, íhald og framsókn — á hvort- tveggja rétt á sér eftir atvik- um og innan vissra takmarka. En ofar öllu slíku er hin þjóð- lega samhyggja, sem lítur á þjóöina sem eina lífræna (org- aniska) heild, þar sem enginn ofvöxtur og heldur engin van- þrif einstakra hluta mega eiga sér staö, en allt veröur aö lúta lögmálum samræmisins. Er ekki unnt aö leiöa menn upp á þenna sjónarhöl sam- hyggjunnar? — Liggur vegurinn upp á viö — eöa lengra og lengra í djúp- in? — Svanakaííi fæst i flestum verziunum Sælla að gefa en þiggja. Það mun hafa vakið ekki litla furðu meðal margra út- útvarpshlustenda fyrir kosning- arnar, á hvern hátt forsætisráð- herrann Ólafur Thors hugðist að hnekkja kjörfylgi Sigurðar Jónassonar, efsta manns F-list- ans. Forsætisráðherrann lét á sér heyra, að höfuðbólið Bessa- staðir, sem Sigurður Jónasson gaf ríkinu til handa ríkisstjóra, hafi reynzt hefndargjöf, og var- aði ráðherrann landslýðinn al- varlega við því að þiggja gjafir Sigurðar Jónassonar. Það er nú að vísu ekki hlut- verk Þjóðólfs, að halda uppi svörum fyrir Sigurð Jónasson, en blaðið getur þó ekki látið hjá líða að vekja athygli á því, að hafi svo staðið á, að Bessastaðir, með áhvílandi skuldum, hafi verið minna en einskis virði, þegar Sigurður Jónasson gaf ríkinu þá, þá verði sök Sig. Jónassonar sem gefanda minni, heldur en sök Ólafs Thors sem þiggjanda fyr- ir hönd ríkisins. — Hafi fjáröfl- unarmaðurinn Sig. Jónasson hlunnfarið ríkisstjórnina á svo broslegan hátt, að honum hafi heppnazt að láta hana taka á móti skuldum sem gjöf, myndi ráðherrann vafalaust hafa gert réttast í því, að tala sem minnst um slík*viðskipti, svona rétt fyr- ir kosningar. Slík vitneskjahefði hæglega getað verkað þannig á landsmenn, að þeir gerðu ráð- stafanir til þess að þessi ráð- herra fengi ekki tækifæri til að taka fyrir ríkisins hönd á móti fleiri slíkum gjöfum. V

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.