Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 13.07.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 13.07.1942, Blaðsíða 3
Þ J ÓÐÖLFUR 3 Gils Guðmundsson: Prófasturinn i. LDREI hefur verið skuggsýnna yfir íslandi en á 17. öld. Sjaldan var þjóðin fátækari af ver- aldlegum og andlegum verðmætum en þá. Fjórar aldir ófrelsis og hörmunga höfðu yfir hana gengið og hvarvetna skilið eftir sár og sviða. í verzlunar- málum létu gráðugar einokunarklærnar greipar sópa á hverju byggðu bóli, en legátar konungsvaldsins brutust um eins og hungraðir úlfar, þar sem einhver fengsvon var. í andlegum efnum var ástandið sízt betra. Hinar fornu og göfugu bókmenntir þjóðarinnar voru gleymdar og grafnar, svo að fæstir vildu sjá þær né heyra. Handritin gömlu, dýrustu listaverk norrænna manna, voru seld eða gefin úr landi, eins og smá- vægilegir hlutir, svo fremi að þeim væri ekki fleygt í sorphauginn eða stungið undir pottinn. Trúarofstæki og hverskonar ónáttúra geisaði eins og drepsótt yfir landið. Menn þóttust sjá djöfulinn og ára hans í hverju skoti og gátu varla um þvert hús gengið fyr- ir hræðslu sakir. Þeir, sem vera skyldu andlegir leið- togar almúgans, reyndust hvað hjátrúarfyllstir og lítilsigldastir, oft og einatt. Sýslumenn og hefðar- klerkar voru svo illa haldnir af djöflatrúnni, að þeir þóttust vinna þarft verk og nauðsynlegt, með. því að koma hinum og öðrum fáráðlingum á bálið, ákærð- um fyrir galdra. Það virðist því sannast sagna, að skilyrði til menn- ingarafi'eka hafi sjaldan verið öllu bágbornari en á 17. öldinni. Mætti því ætla, að frá þeim tíma sjáist þess litlar menjar, að hér hafi búið hugsandi fólk, gætt dug og menningu til að skapa merk, þióðleg verð- mæti. En svo hefur jafnan verið, að í svartasta myrkri andleysis og forheimskunar hefur þó skotið upp glömpum, sem gáfu til kynna, að enn væri logandi í glæðunum, þótt fölskva hefði slegið á eldinn. Jafn- vel galdrabrennuöldin var ekki gersneydd andiegu lífsmarki. Afreksmenn, eins og Hallgrímur Pétursson og Stefán Ólafsson héldu hátt á loft merki skáldlist- arinnar og skópu verðmæti sem lengi munu í gildi standa. Jón prófastur Halldórsson í Hítai'dal vann ómetanleg störf í þágu sagnfræðinnar. Séra Jón þumlungur á Eyri, samdi píslarsögu sína, hið gagn- merkasta rit, sem lengi mun verða talið 1 fremstu röð heimilda frá þessum tíma. Þessir menn og nokkrir fleiri eiga heiðurinn af því að halda órofnu samhengi bókmenntanna á þeim tíma, þegar íslenzk þjóðmenn- ing átti hvað mest í vök að verjast. Verða þeir seint lofaðir um skör fram fyrir þá miklu dáð. Sennilega er almenningi það síður kunnugt, að á þessum niðurlægingarárum átti jafnvel málaralist- in merka fulltrúa á landi hér. Það virtist þó ekki hafa verið margt, sem hvatti til slíkrar starfsemi, annað en sá heilagi eldur, sem hverjum sönnum lista- manni býr í brjósti og logar þráfaldlega við hin erf- iðustu skilyrði. En hvað sem aldarandanum leið, þá er hitt satt og víst, að listmálara áttum við um þessar mundir, eins og nú verður lítið eitt frá sagt. II. Það er á því herrans ári 1665. Austur í Möðrudal á Fjöllum býr séra Þorsteinn Gunnlaugsson, einhver hinn fátækasti og umkomuminnsti af öllum drottins þjónum þessa lands. Búið er lítið og allt gengur á tré- fótum. Stundum liggur við sulti á sjálfu prestsetrinu, svo að bændagarmarnir í sókninni verða að hjálpa upp á sakirnar, þótt fæstir þeirra séu aflögufærir. Hús- freyjan, Dómhildur Hjaltadóttir , liggur á sæng. Fæð- ingin gengur erfiðlega, en hún möglar ekki né kvart- ar. í æðum hennar rennur blóð Jóns biskups Arason- ar. Hún er afkomandi þeirra Hjalta Magnússonar og Önnu frá Stóru-Borg. Barnið fæðist. Það er sonur, lítill og veikburða. Brátt hjarnar hann við og dafnar furðu vel. En búskapurinn hjá föður hans gengur ver en nokkru sinni áður. Prestmatan innheimtist ekki, heyin skemmast í tótt og á túni, kýrnar standa geldar á básnum, og ærnar missa lömbin undan sér á vorin. Og þegar Hialti litli er tveggja ára, keyrir al- veg um þverbak. Möðrudalsklerkurinn flosnar alveg upp frá búi sínu. Hann er þess ekki umkominn að sjá heimilinu farborða, svo því er sundrað. Hjalti er send- ur til afa síns, séra Gunnlaugs í Saufbæ. Þar elst drengurinn upp í góðu yfirlæti. Gamli maðurinn er Landvamamenn V, í Vatnsfirði honum betri en enginn, og vill fyrir hvern mun láta hann ganga menntaveginn. Aðstoðarprestur séra Gunnlaugs er Jón Hjaltason, móðurbróðir Hjalta. Séra Jón er maður gáfaður og skemmtilegur. Hjalti verður brátt hrifinn af þessum frænda sínum og tekur hann sér til fyrirmyndar. Hjá honum lærir drengurinn und- ir skóla. Hann er iðinn við námið og tekur góðum framförum. En í tómstundunum, þegar nauðsynja- störfum er lokið og bækurnar lagðar á hilluna, fær Hjalti að skoða í hirzlur frænda síns. Og þar er margt, sem augað gleður. Séra Jón er maður listfengur. Frá barnsaldri hefur hann haft yndi af að mála og teikna. Og enn heldur hann þeim sið, sér til dægrastyttingar og ánægju. Hjá Hjalta verður snemma vart hinnar sömu tilhneigingar. Hann er bráðlaginn við allt, sem hann tekur sér fyrir hendur, og undir handarjaðri séra Jóns eflist og glæðist listhneigð drengsins. III. Þegar Hjalti er fjórtán ára gamall hefur hann hlot- ið góðan heimanbúnað. Er hann þá betur að sér í lat- ínu og öðrum fræðum en títt er um flesta nýsveina í skóla. En hugur hans stendur ekki fyrst og fremst til bóknáms, þótt það liggi létt fyrir honum. Listamanns- eðlið er vaknað og útþráin ólgar í æðum. Sjálfur bisk- upinn á Hólum hefur séð málverk hans og teikningar og lokið á það lofsorði. Og hann er þess hvetjandi, að drengurinn sé sendur til listnáms í Kaupmannahöfn eða Hamborg. En þá kemur babb í bátinn. Séra Gunn- laugur, afi Hjalta og fóstri, vill ekki heyra slíkt nefnt. Þesskonar vangaveltur telur hann engan auðnuveg, og leggur blátt bann við því, að minnst sé á önnur eins ósköp. Krefst hann þess, að drengurinn haldi áfram bóklegu námi, en vill uppræta allar málaragrillur úr .kolli hans. Verður það loks úr, að Hjalti fer til náms að Hólum. Þar er hann í fjögur ár. Þá innritast hann i Skálholtsskóla og dvelur þar um tveggja vetra skeið. í Skálholti kynnist hann brátt Þórði biskupi Þorláks- syni og fékk biskup miklar mætur á Hjalta. Lögðu þeir þá þegar gi'undvöllinn að vináttu, sem hélzt með þeim æ síðan. Árið 1686 útskrifaðist Hjalti úr skóla. Með tilstyrk biskups siglir hann til Kaupmannahafnar tveimur árum síðar, og leggur stund á guðfræði við háskól- ann. Jafnhliða guðfræðináminu leitaði hann sér einn- ig þekkingar í málaralistinni, því jafnan dvaldi hug- urinn við þá hluti. Þegar Hjalti hafði lokið námi og kom aftur til ís- lands, leitaði hann á náðir vinar síns og velgerðar- manns, Þórðar biskups. Biskup tók honum hið bezta og gerði hann strax að kirkjupresti í Skálholti. Því embætti þjónaði hann í tvö ár, en árið 1692 fékk hann veitingu fyrir Vatnsfirði, er talinn var eitthvert bezta brauð landsins. Þótti það mikil upphefð svo ungum manni, aðeins 27 ára gömlum. Það fundu menn brátt, að við komu Hjalta hafði mætur klerkur setzt að í Vatnsfirði. Fórst honum flest skörulega úr hendi, bæði prestverk og búskap- ur. Gerðist hann vinsæll maður og var eftir því meira metinn, sem lengra leið fram. Árið 1710 varð hann prófastur í ísafjarðarprófastsdæmi. Gegndi hann því starfi unz hann sagði af sér embætti árið 1742, eftir 50 ára prestsskap í Vatnsíirði. Ekki fluttist hann þó burtu af staðnum, heldur dvaldi hann í Vatnsfirði til dauðadags, en hann andaðist árið 1754, 88 ára gamall. IV. Þótt séra Hjalti þætti klerkur góður, skylduræk- inn og reglusamur í embætti sínu, stafaði það ekki af því, að hann hugsaði lítt um aðra hluti. Hitt mun sanni næst, að öllum tómstundum -sínum hafi hann varið til listrænna starfa, teikninga, útskurðar, vanda- samra smíða, eða annarra slíkra hluta. Hann dró upp myndir af ýmsum merkum mönnum og eru sum- ar þeirra einkar vel gerðar. Þá bjó hann og til all- mörg landakort yfir Vestfirði, bæði hverja sýslu fyr- ir sig, og auk þess yfir firðina alla. Þótti mikið til uppdráttanna koma, enda munu þeir hafa verið furðu nákvæmir. Myndir þær, sem menn vita með nokkurnvegin fullri vissu að Hjalti hefur gert, eru þessar: 1. Mynd af Þórði biskupi Þorlákssyni og konu hans. Mynd þessi er máluð á tréspjald og er nokkuð skemmd, því efri hluti spjaldsins hefur glatazt. 2. Mynd af séra Hallgrími Péturssyni. Mynd þessi er enn til og geymd í þjóðminjasafni. Eftir henni hafa verið gerðar þær myndir Hallgríms, sem nú eru kunnastar, og hvert mannsbarn þekkir. Litlar líkur eru til, að Hjalti hafi séð séra Hall- grím, því hann var aðeins 9 ára þegar Hallgrím- ur dó. Hefur hann því orðið að fara eítir lýsing- um manna, og má því varla búast við að myndin sé mjög lík. 3. Mynd af Markúsi Bergssyni, sýslumanni í ísa- fjarðarsýslu. Markús var tengdasonur Hjalta, kvæntur Elínu dóttur hans. Hefur Hjalti gert af honum olíumálverk, sem enn er til. 4. Mynd af Jóni biskupi Vídalín. Mynd þessi er nú sennilega glötuð með öllu, en talið er að hin kunna mynd biskups, sé gerð eftir teikningu Hjalta. 5. Mynd af Arna Magnússyni. 6. Mynd af Páli Björnssyni, prófasti í Selárdal. Þá mynd gerði Hjalti heilum mannsaldri eftir dauða Páls og var hann þá áttræður að aldri. Frummynd hins áttræða meistara er nú týnd, en eftirmynd hennar hefur varðveitzt fram á þennan dag. V. Svo er sagt, að Vatnsfjarðarkirkja hafi verið mjög hrörleg og að falli komin, þegar séra Hjalti tók við staðnum. Lét hann það verða eitt af fyrstu verkum sínum að byggja upp kirkjuna. Stóð hann sjálfur fyr- ir byggingunni og vandaði smíðið mjög, enda þótti húsið bæði traust og frítt. Að byggingu lokinni mál- aði Hjalti kirkjuna að innan og skreytti hana með margskonar útflúri og myndum. Luku allir upp ein- um munni um það, að sú skreyting hefði tekizt snilld- arvel. Liðu svo tímar fram og var kirkjunni vel við haldið meðan Hjalti lifði. Alllöngu eftir dauða hans var gert við kirkjuna, og tókst þá svo illa til, að myndirnar skemmdust fyrir handvömm og aðgæzlu- leysi þeirra, er að verkinu unnu. Dreymdi þá einn þeirra, sem þar áttu hlut að máli, að Hjalti kæmi til sín og kastaði fram stöku þessari: Lífs hjá guði liíi ég enn, leystur öllum pínum. Hafið þið brjálað, heillamenn, handaverkunum mínum? Afkomendur Hjalta voru margir listhneigðir og þóttu þinir merkustu menn. Dætur hans voru hann- yrðakonur miklar. Er talið að þær hafi saumað tjald eitt merkilegt, sem nú er geymt í Þjóðminjasafni. Þá má og meðal afkomenda Hjalta nefna hinn merka málara, Þorstein Illugason, sem nefndi sig Hjaltalín, og lengst af dvaldi í Þýzkalandi. Er ekki ósennilegt, að hann hafi tekið sér ættarnafn eftir forföður sín- um, prófastinum og málaranum í Vatnsfirði. Gólfdúkar Gólfpappi Gólfdúkalím MÁLARINN Mjög fjölbrcyíf úrval af allshonar Keramík o$ krysfal fYrírlíggjandí. ÁSBJ0RN ÓLAFSSON Heildverzlun. Símar 5864 og 4579

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.