Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 10.08.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 10.08.1942, Blaðsíða 4
Sexfugur: Jón H. Þorbergsson bóndí á Laxamýrí Fyrir rúmri viku síðan átti Jón H. Þorbergss., bóndi á Laxamýri sextugsafmæli. Hann fæddist að Helgustöðum í Reykjadal 31. júlí 1882 og ólst upp við algeng sveitastörf. Haustið 1906 fór Jón utan til búfræðináms og dvald- ist í Noregi og Skotlandi um þriggja ára skeið. Hann lagði sérstaka stund á að kynnast sauðfjárrækt í þessum löpdum og afla sér sem' yfirgripsmestrar fræðslu um þá hlið landbúnað- arins. Eftir að Jón kom heim aftur gerðist hann ráðunautur Búnaðarfélags íslands í sauð- f járrækt. Gegndi hann því starfi um 10 ára skeið eða til ársins 1919. A því tímabili fór hann þrívegis utan til frekara náms og kynningar. Jón hefur komið mjög við sögu búnaðarmála á íslandi. Hann hefur þráfaldlega ferðast um allt landið og þannig aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar um málefni landbúnaðarins. — Hann hefur beitt sér fyrir fjöl- mörgum nýmælum í búnaðar- málum og áratugum saman staðið í fremstu röð um félags- leg málefni bændastéttarinnar. Hann átti árum saman sæti á Búnaðarþingi, var í stjórn Bún- aðarsambands Kjalarnessþings og átti frumkvæði að stofnun Búnaðarsambans Suður-Þingey- inga. Hann hefur ritað mikið um landbúnaðarmál og almenn landsmál, og var um skeið einn af útgefendum búnaðarblaðsins „Freyr“. Jón H. Þorbergsson hefur búið á tveim af nafnkunnustu höfuð- bólum landsins, Bessastöðum á Álftanesi og Laxamýri í Þing- eyjarsýslu. Hann er djarfur maður og stórhuga, einarður í framgöngu og drengur góður. Kvæntur er hann Elínu Vigfús- dóttur frá Gullberastöðum í Borgarfirði. Hefur þeim hjónum orðið sex barna auðið, fjögurra sona og tveggja dætra. ilm moldsfeypu Framhald af 2. síðu grunninn. Einangrunarlag til varn- ar raka er látið eins og venja er. Steypumótin eru höfð í lögun eins og hlerar eða bretti, búin til sitt í hvoru lagi, en tengd saman með járnteinum, þegar þau eru notuð. Brettin eru höfð um 10 fet á lengd og 2i/2 fet á breidd, gerð úr hálfs annars þumlungs þykkum plægðum borðum úr þurrum og léttum yið. Þau eru hefluð vel slétt þeim megin, er að steypunni veit. Á ytri hlið eru negldir okar og handföng, svo að auðveldara sé að færa þau til. Járnteinarnir eru látnir ganga gegnum okana neðan til og ofan til. Er búið svo um enda þeirra, að hægt sé að kippa* þeim út og setja þá í aftur, þegar mótin eru færð. Enn- fremur þarf að vera hægt að þvinga mótin saman utan um steypuna. Þykkt veggja er venjulega höfð 18 þumlungar, þó má hafa hana 20—30 þml. ef vill. Þegar búið er að steypa full mótin, eru járnteinarnir dregn- ir út og mótin færð um breidd sína ofar, teinarnir látnir í þau aftur og búið um þau eins og áður. Er þannig haldið áfram, þangað til veggurinn er orðinn pægilega hár. Gæta verður þess, að mótin standi nákvæmlega lóðrétt. Allir útveggir eru helzt teknir fyrir í einu lagi. Niðurlag næst. Míólkurmálíð Framhald af 1. síðu. framleiðslu og sölu mikilsverð- ustu fæðutegundar almennings, að það sé víðs f jarri því að vera samboðið siðuðu þjóðfélagi. Þriðjungi landsmanna er ætlað að neyta mjólkur, sem er fjör- efnasnauð fæða, framleidd ó- eðlilega fjarri neyzlustaðnum, flutt ókæld um langar vega- lengdir í ófullnægjandi ilátum og hreinsuð til málamynda í lítt hæfri hreinsunarstöð. Gleggstu dæmin. Skeytingarleysið fyrir hagsmunamálum neytend- anna og skammsýnin í rekstri þjóðarbúsins hefur gerigið svo langt, að sam- tímis því, sem ríkisvaldið hefur lagt stein í götu mjólkurframleiðslunnar á bæjarlandinu, hefur sér- staklega verið hvatt til auk- innar kartöfluræktar á erfðafestulöndum bæjarins. Nú skiptir það að sjálfsögðu engu fyrir neytendur í Reykjavík, hvort kartöflur eru fluttar á markað í bæn- um austan úr Skaptafells- sýslum eða innan úr Soga- mýri. En það er mikilsvert atriði fyrir Reykvíkinga, að mjólkin sé framleidd eins nærri bænum og unnt er. Fyrirlitningin fyrir al- mennri heilbrigði og skyn- samlegri skipulagningu f raml eiðsluháttanna villir ekki á sér heimildir í slík- um ráðstöfunum sem þess- um. Eru Reykvíkingar neyddir | til að lúta Sveinbirni? Ríkisvaldið setti þröngsýnan og ofstækisfullan mann austur á Rangárvöllum yfir mjólkur- söluna í Reykjavík. Þessi mað- ur virðist eiga þá eina hugsjón í sambandi við stjórn sína á mjólkurmálunum að misbjóða neytendum í Reykjavík og gera lögmál heimskunnar og þröng- sýninnar ráðandi um fram- leiðslu og sölu neyzlumjólkur fyrir höfuðstaðinn. Maðurinn er sendur Reykvíkingum sem eins- 0-0000000000000000 Orðsendíng frá Þjóðólfí Póstkröfur hafa nú ver- ið sendar til þeirra, er enn eiga ógreiddan fyrri árs- helming. Jafnframt skal vakin athygli á því, að á- skriftargjald fyrir síðara misseri þessa árs er fallið í gjalddaga. Þess er vænzt, að áskrif- endur bregðist fljótt og vel við að innleysa kröfurnar. Nýir áskrifendur eru þeðnir að gefa sig fram í síma 2923 eða skrifa til af$rjíðsltinnnr LatiL 4 Box 761 00000000000000000 konar flugumaður. Honum var fegnin forsjá þess máls, er fyrst og fremst varðaði Reykvíkinga, með það fyrir augum, að hann yrði þeim í hvívetna til ógagns. Og forráðamönnum Reykjavík- ur bæjar virðist hafa verið ein- kennilega ljúft að lúta ofríki flugumannsins. Blöð þeirra hafa að vísu haldið uppi smávegis ó- notum í garð skipulagshátta mjólkurklerksins. En málið hef- ur aldrei verið tekið raunhæf- um tökum. Ráðamenn bæjarins hafa forðast að eygja þann möguleika að neyta að beygja sig. En þó er hann augljós hverj- um manni, sem um málið hugs- ar. Flugumennskan er ekki óhjákvæmileg. Reykvíkingar eru ekki neydd- ir til að þola flugumennskuna í meðferð mjólkurmálsins. Eða mundu þeir þykjast til þess neýddir að lúta forsjá manna austur á Rangárvöllum um að leggja til bæjarins vatnsæðar, ef til þess væri þörf? Vafalaust ekki. En hér er um tvö hliðstæð mál að ræða. Hvorttveggja eru sameiginleg velferðarmál bæj- arbúa, sem þeir hljóta að leysa með félagslegu átaki. Mjólkur- framleiðsla fyrir höfuðstaðinn og sala mjólkurinnar í bænum mundi fyrir löngu vera komin í viðunandi horf, ef bæjarbúar hefðu átt því láni að fagna að velja sér dugandi forráðamenn. Reykvíkingar geta leyst mjólk- urmálið sjálfir og án þess að látast vita af því, að til sé nokk- ur sá maður í þjóðfélaginu, er áunnið hefur sér nafnbótina „mjólkurklerkur“. Bæjarfélagið getur rekið stórbú 1 nágrenni bæjarins eða stutt einstaklinga til að koma undir sig fótum við slíkan rekstur. Reykvíkingar geta samið við mjólkurbú aust- an fjalls um kaup á mjólk að því tilskyldu, að mjólkin sé kæld á sómasamlegan hátt og flutt í hæfum ílátum á mark- aðsstaðinn. Þeir geta komið sér upp vandaðri mjólkurstöð til að hreinsa mjólkina. Um lausn málsins þarf ekki að eyða einu orði við sr. Sveinbjörn Högna- son. Flugumennskan í með- ferð mjólkurmálsins væri fyrir löngu kveðin niður með öllu, ef ekki hefðu val- izt til forustu með Reyk- víkingum þeir menn, er aldrei eygja kjarna málanna fyrir auvirðilegu pexi um aukaatriðin. Og það tekst ekki til langframa að virða að vettugi kröfur þriðja hluta landsmanna um eðli- lega hollustuhætti í fram- leiðslu og meðferð helztu neyzluvöru þeirra. er miðstoð verðbréfavið- skiptanna. — Sími 1710. ííWWí-JW Dægarinál Framhald af 1. síðu. sín, heldur er val í foringjastöður hersins einskorðað við hinn gamla metorðastiga í hernum. Þetta á sér stað í landher, flugher og flota. 3. Stjórn hermálefnanna, svo og stjórn hinna hversdagslegu hluta á- samt iðnaðarframleiðslu þjóðarinnar, er ofurseld skriffinnskubákni, sem hvorki að því er snertir skipulag, þjálfun eða þekkingu, er starfhæft, ekki einu sinni á friðartímum, hvað þá á stund hins alvarlegasta háska. UMMÆLI SEM ÞESSI eru líkleg til að vekja menn til athygli víðar en í Bretlandi. Við Islendingar eigum ekki í stríði. En við búum við þjóð- félagshætti, sem með hverjum degi sýn^ það betur og betur, að þeir eru ekki til frambúðar. Skyldum við ekki finna æðimargt sameiginlegt með veil- unum í okkar þjóðfélagi og veilun- um, sem John Gordon lýsir í stjórn- háttum brezka heimsveldisins? Eru ekki sérhagsmunirnir drottnandi vald í þjóðfélaginu þar eins og hér? Eru ekki forréttindin sett í öndvegið? Er ekki hin skefjalausa flokkastreita jafn háskalegt þjóðfélagsmein hér eins og þar? FLEIRI UMMÆLI brezkra blaða nú upp á síðkastið eru hin athyglis- verðustu og vel þess vert, að þeim sé gaumur gefinn. Eitt brezku viku- blaðanna birtir greinaflokk um tíma- mót þau, er brezka þjóðin lifi nú. Þykir Þjóðólfi þess vert að gefa smám saman yfirlit um ýmislegt það, er fram kemur í hinni almennu gagn- rýni brezkra blaða á skipulagshætti sem sniðinn var þröngur stakkur fá- tæktar og örbirgðar fyrir aðeins einum aldarfjórðungi síðan. AÐSTAÐAN Á VÍGSTÖÐVUNUM er með svipuðum hætti og um síðustu helgi. Þjóðverjar halda áfram sókn sinni suður í Kákasus og aust- ur að Volgu. Rússar verða yfirleitt að láta undan síga en virðist takast að haga undanhaldi sínu á skipuleg- an hátt. Verjast þeir afburðavel sem fyrr og vinna þýzka hernum vafalaust mikinn geig. Ráðandi menn í London og Washington hafa nú látið niður falla allt tal um n’ýjar vígstöðvar á megin- landi Evrópu á þessu sumri. En kröf- ur almennings í Englandi og Banda- ríkjunum um innrás á meginlandið og aukna aðstoð við Rússa gerast æ há- værari með hverjum degi. Hafa verið haldnir fjölmennir útifundir í Lond- on til að lýsa þessum kröfum. Taka blöðin yfirleitt undir þær, en menn nákomnir stjórnarvöldunum, vara við að freista innrásar, ef hún hafi ekki verið rækilega undirbúin. KAFBÁTAHERNAÐUR Þ.JÓÐVERJA er með sama hætti og fyrr. — Sverfur skipatjónið mjög að Banda- mönnum. Hafa komið fram raddir um það vestan hafs að freista að taka upp flutninga í lofti í stórum stíl, því að tilgangslaust sé að smíða skip til að láta sökkva þeim jafnóðum. — Lofthernaður í Vestur-Evrópu er með svipuðum hætti og fyrr. Bretar og Þjóðverjar gera árásir hvorir á ann- ars borgir. Bretar hafa tvívegis gert ,,þúsund flugvéla árásir“ á þýzkar borgir, en hafa síðan látið staðar numið með árásir í svo stórum stíL Hiríngíð í sima 2923 þeirrar þjoöar, er um langt skeið het- ur drottnað yfir öllum helztu auð- lindum jarðarinnar, en bíður þó hverja hrakförina á fætur annarri fyrir þjóð, og gcrszt áskríf~ endur ad Pjóðólfi Neftóbaksumbúðir keyptar Kaupum fyrst um sinn umbúðir af skornu og óskornu nef- tóbaki sem hér segir: 1/10 kg. glös með loki kr. 0.42 1/5 — glös — — — 0.48 1/1 — blikkdósir .... — — — 1.50 1/2 — blikkdósir (undan óskornu neftóbaki) — 0.75 Dósirnar mega ekki vera ryðgaðar og glösin verða að vera óbrotin og innan í lokum þeirra sams konar pappa- og gljá- pappírslag og var upphaflega. Keypt verða minnst 5 stk. af hverri tegund. Umbúðirnar verða keyptar í tóbaksbúð vorri í Tryggva- götu 8, fjórðu hæð (gengið inn frá Vesturgötu) á þriðjudög- um og fimmtudögum kl. 2—5 síðdegis. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. Líffð ínn í Bökaverzlun ísafoldar Allar nýjair bækur úf~ lendar og ínnlendar ,**>*>*>*>*>*>-<*^*X**><**> *>*>•>

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.