Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 29.09.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 29.09.1942, Blaðsíða 4
ÞJOBOLFCR Þriðjudagurinn 29. sept 1942. Bókmenntaþættir Vísindi og þjóðtrú. Gísli Oddsson biskup i Skálholti var einn hinna fáu 17. aldar manna, ,er lét sig náttúru- íræöi varöa. Hann var sonur Odds biskups Einarssonar og tók biskupsvígslu 1632. Lærð- ur var hann allvel, íróöur „og einn hinn bezti prédikari á þeim dögum”. Hann samdi tvö rit í því skyni aö fræöa út lendinga um landfræði og náttúru íslands. Nefndust þau íslenzk annálabrot og Undur Islands. Þau voru frumrituö á íslenzka tungu en snúiö' á latínu af dóm- kirkjupresti biskups, séra Katli Jörundssyni. Frumrit biskups er nú löngu glataö, en þýöing séra Ketils hefur varðveitzt til þessa dags. Jónas Rafnar læknir hefur nú snúið þessum ritum á ís- lenzku en Þorsteinn M. Jóns- son bókaútgefandi á Akur- eyri gefið út. Er þetta snotr- asta bók, 135 bls. að stærð, prentuö á góöan pappír og bráðskemmtileg aflestrar. Ann- álabrotin ná yfir árin 1106— 1636, en fjölda margra ára er að engu getiö. Lúta viðburöir þeir, sem til eru tíndir, eink- um aö náttúru landsins og landafræði þess. Er þar margt óheyrilegra tíðinda og ýkju- frásagna. — í undrum ís- lands er lýst dýralífi lands- ins, hnattstööu þess, hafísum, jaröskjálftum, eldgosum og kynjaverum. Þar er landfræöi- leg lýsing landsins, frásagnir um gróöurfar þess, lýsing þjóöar og þjóöhátta, frásagnir um náttúrufræöileg fyrirbrigði og ýmislegt fleira. Báöir þessir ritlingar gefa ágæta glögga hugmynd um skoöanir 17. aldar manna á náttúrunni og landinu. Þaö, sem þá var tekiö fyrir góð'a og gilda vöru, tilheyrir hégiljum og hindurvitnum aö dómi nú- tímans. Náttúru-,,vísindi” Gísla biskups Oddssonar eru því tal- in til þjóötrúar af hálfu 20. aldar manna. Og ritlingar hans gefa merkilegar upplýs- ingar um ýmis atriöi þjóðtrú- ar og þjóðhátta á íslandi. Jón- as Rafnar á þakkir skiliö fyrir þýöinguna og Þorsteinn M, Jónsson fyrir útgáfima. * * * Æfisaga göfugmennis. Rúss- neski aðalsmaðurinn Krapot- kin fursti er í röö hinna mestu göfugmenna, rithöfunda og mannvina, sem uppi hafa verið allt frá örófi alda. Hann var af hinum tignustu ætt- um í Rússlandi og átti sér vísan samastaö 1 náðarsól einvaldans. En réttlætiskennd hans, mannúð og drengskapur skipaöi honum á allt annan staö. Hann varð málsvari lúnna undirokuðu og smáðu og hvatti hina „kúguöu stétt” til aö hrinda af sér okinu. Hann fórnaði hylli keisarans, auöæfum og veraldargengi fyrir hugsjónir sínar. Hann lék um skeið tveim skjöldum, hélt aö yfirvarpi uppi sam- bandi sínu viö keisarahiröina en vann aö hugðarmálum sínum í kyrrþey aö tjalda- baki. Síðar var honum varpað í dýflissu „valdstjórnarinnar”, þar sem harörétti og sjúkdóm- ar gengu næst lífi hans. Hon- um tókst að sleppa úr fang- elsinu á hinn æfintýralegasta hátt og komast til annarra landa. Dvaldist hann síöan í Vestur-Evrópu um langa hríð sem bláfátækur, landflótta rit- höfundur, ofsóttur og umset- inn af sporhundum keisar- ans. Hann varö heimskunnur fyrir vísindastörf og rit- mennsku, en veröur þó ekki metinn minna fyrir göfug- mennsku sína, drengskap og réttlætiskennd. Ævisaga Krapotkins, sem er sígilt verk og ein hin bezt geröa sjálfsævisaga heimsbók- menntanna, kom út í íslenzkri þýðingu nú fyrir skömmu síð- an. Þýðandinn er Kristín ÓI- afsdóttir, læknir, en ísafold- arprentsmiöja útgefandi. Er þetta mikiö verk nálega hálft fjórða hundrað blaösíður í stóru broti, prýtt nokkrum heilsíöumyndum eftir Kurt Zier og vandaö aö öllum frá- gangi. * * * Nýtt smásagnasafn. Síðasta áratug hefur Halldór Stefáns- son vakiö á sér vaxandi eftir- tekt meö smásögum þeim, er hann hefur ööru hvoru birt, Heimskringa hefur nú gefið út nýja bók eftir Halldór, er hann nefnir Einn er geymd- ur. Er það þriöja bók höfund- arins og safn smásagna eins og hinar fyrri. Bera þessar sögur Halldórs vitni um vax- andi þroska og tækni, og verður ekki um þaö deilt, aö hann er í röð hinna liðtæk- ustu höfunda á vettvangi ís- lenzkrar smásagnageröar. Hann ritar hreint og látlaust mál og stílinn er þróttugur og viöfeldinn. Athyglisgáfa höfundarins er rík’ og frásagn- arhæfileikar ótvíræöir. Hann er frumlegur í efnismeðferö og mörg yrkisefnin nýstárleg. Sumar sögur hans, s. s. Hern- aðarsaga blinda mannsins, eru fáguö listaverk og líkleg- ar til langlífis í heimi ís- lenzkra bókmennta. Aörar bera meö sér sjaldgæfa inn- sýn í hugarheim barnanna og næma samkennd með þeim vanmegna og smáu. Halldór á sér nú oröiö ör- iiggt sæti á bekk íslenzkra rjt- höfunda og leikur ekki á tveim tungum, að hann skip- ar þaö meö sóma. Gríma. Seytjánda hefti Grímu, tímarits þeirra Jón- asar Rafnars og Þorsteins M. | Jónssonar fyrir íslenzk ’ þjóð- leg fræöi, er nýkomið út. Hef- ur þetta rit þá náö miklu hærri aldri en flestir munu hafa búizt við í upphafi og auöveldara reynzt til fanga j með efni til þess, en mátt hefði ; ætla. Viröast ritstjórarnir hafa af nógu að taka i Grímu, þótt ef til vill veröi ekki talinn ýkja mikill fengur í öllu því, sem til hefur veriö tínt í þess- um sextán heftum, sem út eru komin. En hvaö um þaö, Gríma mun ávalt veröa talin í röð hinna helztu þjóöfræöa- safna vorra og fer fjarri, að þar ráöi stæröin ein. 1 þessu síöasta hefti er margt ágætt efni og eru engin þreytumerki sjáanleg á útgáfunn. Kvöldvðku heldur Blaðamannafélag ís- lands í Oddfellowhúsinu, í kvöld, þriðjudaginn 29. þ. m., kl. 9 síðdegis. SKEMMTIATRIÐI m. a.: Ávarp: Skúli Skúlason. Einsöngur. Þorsteinn Hannes- son. Upplestur: Ragnar Jóhannesson. Mannlýsing. Píanósóló: Hallgrímur Helga- son. Um daginn og veginn Árni Jónsson frá Múla. Draugasögur í myrkri: Árni Óla blaðamaður. Dans. Þulur kvöldsins verður Skúlí Skúlason. Skemmtunin hefst klukkan 9. stund víslega. Engin borð tekin frá. Aðgöngumiðar seldir í Bóka- verzlun Eymundsson og á af- greiðslu Fálkans og Morgun- blaðsins. Aðeins fyrir íslendinga. Skrifsofa Þjððveldismanna er á Skðlavfirðustfg 3 (miðhæð,) simi 4964. Opið kl. 4—7. Kjfirskrð liggur frammi. Upplýsingar um kosning- arnar veittar. Listi Þjððveldismanna er E -lisií. !2£iJ2i2C}CID52íaí2iaD Á myndinni sést Rossevelt forseti óska til hamingju ungum flugmanni, sem skotið hefur niður fjórar japanskar flugvélar í árásinni á Pearl Harbour og verið sæmdur heiðursmerki fyrir. Við hlið flugmannsins stendur móðir hans. Til brúðar- og tækifærisgjafa Fíölbreytf árval af allskonar Krísfal- og Keramí jvörum. iiamMðooa mynðliítraskdlínn Kennaradeild: Sérmenntun kennara í handíðum og teikningu. Myndlistadeild: Listmáiun, teikning, svartlist. Kvöldnámskeið: Fyrir börn: Teikning, trésmíði, pappavinna. Fyrir fullorðna: Teikning og meðferð lita, auglýsingaskrift, leðurvinna, bókband. tréskurður, húsgagna- og rúmsæis- teikning, litafræði. Innritun nemenda fer fram í skrifstofu skólans, Grundarstíg 2A ^sími 5307) daglega kl- 4—6. Kennsluskrá skólans fæst þar ókeypis. Hin þekkta skáldsaga KAPITÖtA er komin út í nýrri útgáfu. Fæst hjá næsta bóksala og gegn eftirkröfu beint frá útgefanda. Útgáfan Lampinn, Háteigsveg 11, Reykjavík. Börn og unglíngar geta fengið atvinnu við að bera Þjóðólf til kaupenda AFGREIÐSLAN LAUFÁSVEGI 4. SÍMI 2923 I BURSTIÐ TENNUR YÐAR ÚR Dr. West’s Tannkremi

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.