Þjóðólfur

Útgáva

Þjóðólfur - 01.10.1942, Síða 1

Þjóðólfur - 01.10.1942, Síða 1
Ötgefandi: MUNINN hJ. Afgreiðsla og auglýsingar: Laufásvegi 4, sími 2923. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þörfum. Verð kr. 2.00 á mán- uði. í lausasölu 30 aurar. Áskriftargjöld greiðist fyriríram. Víkingsprent h.f. Kosning stendur yfir hjá lög- manni. Kosið er í Menntaskólanum. Munið cftir að .kjósa áður en þér farið úr bænum. Listi Þjóðveldis- manna er E-listi. X E-listinn. * * * Húsnæðiseklan. Ríkisstjómin hef- ur gefið út bráðabirgðalög í húsnæð- ismálunum. Veita þau heimild til að taka leigunámi sumarbústaði í næstu sýslum handa húsnæðislausu fólki í Reykjavík, svo og heimild til að bera út fólk, er með ólöglegum hætti hef- ur fengið húsnæði í Reykjavík. Lög þessi eru sprottin af tillögum bæjar- ' ráðs til lausnar húsnæöisvandræð- 1 anna. En við lagasetninguna hef- j ur aðalatriði tillagna bæjarráðs t gleymzt, sem sé miðlun þess hús- næðis, sem fyrir hendi er í bænum. I — Löggj afarvaldinu fatast ekki enn tökin í húsnæðismálunum! * * * Loftvarnaæfingin. Hin sameigin- lega loftvamaæfing setuliðsins og borgaralegra yfirvalda fór fram á þriðjudagskvöld. Æfingin tókst mjög sæmilega í öllum höfuðatriðum. Starfsmenn loftvamanna mættu yf- irleitt vel og myrkvunin tókst all- vel. Nokkur brögð voru að því að bíl- stjórar, er kvaddir höfðu verið út, mættu ekki. — Starfsmenn loftvarn- anna teija sig hafa lært talsvert af æfingunni. Hins vegar er verulegur skortur á áhöldum og loftvarna- byrgjum. Torveldar það gagnsemi loftvamanna. * * * Árás á skip. Á þriðjudagsmorgun gerði þýzk flugvél árás á íslenzkt skip, sem var á fei'ð við Austurland. Varpaði flugvélin sprengjum að skipinu og skaut á það af vélbyssum. Manntjón varð ekki af völdum árás- arinnar. Skipsmenn skutu á flugvél- ina af vélbyssu, en mxmu ekki hafa hæft hana. * * * Garðyrkjuritið, ársrit Garðyrkju- félags íslands, er nýkomið út. Er riti þessu stórvel farið um efni og frá- gang. Það flytur fjölþætt og mjög athyglisvert efni um garðrækt og á- hugaefni garðyrkjumanna. Það er myndum skreytt og vandað að öllum frágangi. Allir þeir, er láta sig garð- rækt og jarðyrkju varða, ættu að halda þetta stórmyndarlega rit. — Ritstjóri þess er Ingólfur Davíðsson. * * * Verkfall i brauðgerðarhúsum. í gærraorgun hófst verkfall i brauð- gerðarhúsum bæjarins. Orsökin var smávægilegur ágreiningur út af kaffitíma. Bakarasveinar vildu hafa hálfrar stundar kaffihlé innifalið í 8 stunda vinnudegi. Meistarar vildu hafa 20 mínútna kaffihlé í átta stunda vinnudegi eða 15 mínútur í dagvinnutímanum (8 stundunum) og aðrar 15 mínútur í eftirvinnutima, sem næði 2 klukkustundum. Um þetta náðist ekki samkomulag — og kom til verkfalls. * * * Munið eftir að kjósa áður en þér farið úr bænum! Kosið er í Mennta- skólanum. Listi Þjóðveldismanna er E-listi. X E-listínn! IL árg. rimmtudagurinn 1. okt. 1942. 38, tolublað GÓÐUR vinur minn einn, sem uppalinn er í sveit, hefur sagt mér, að þegar hann var barn í föður- húsum, hafi hann aldrei þurft að spyrja, hvaðan þeir væru, sem komnir voru, ef um innansveitarmenn var að ræða. Án þess að sjá komumann, vissi hann upp á hár, hvort hann var frá Gili eða Hóli, Þverá eða Mel. Það var ekkert dularfullt við þessa vitneskju drengsins. Hann var bara lygtnæmari en fólk er flest. Hver bær í sveitinni hafði sína sérstöku lygt, þægilega eða óþægilega eftir atvikum. Heim- ilismenn drógu þennan dám með sér, hvert sem þeir fóru, og gáfu sig þannig ósjálfrátt til kynna, hverjum þeim, sem hafði nægilega næmi til að skynja þá breytingu, sem á and- rúmsloftinu varð við komu þeirra. Tóbakskarlarnir þurftu auðvitað að sjá framan í gest- inn, áður en þeir gátu vitað hvaðan hann var og höfðu þeir þó margfalda lífsreynslu á við drenghnokkann. Hæfileikar manna eru með margvíslegum hætti. Tossinn, sem átti bágt með að læra litlu töfluna, getur verið miklu fljót- ari að skynja sitthvað, sem ekki er áþreifanlegt, en námshestur- inn, sem leikur sér að öfugum tugabrotum áður en hann fellir barnstennurnar og gleypir í sig trigonometriu á fermingaraldri. Harðgreindir menn og rökfastir geta verið með því marki brenndir, að eiga bágt með að skilja fyrr en skellur í tönnum. Slíkum mönnum hættir ekki við að tala eins og „fávísar konur“. Og þó getur „fávís kona“ verið naskari en þeir. Mælt er að Briand hafi lýst Poincaré á þessa leið; „Poincaré veit allt, en skilur ekkert“. Þessir tveir frönsku stjórnmálamenn komu mjög við sögu fyrir nokkrum árum. Með allri þeirri almennu fræðslu, sem nú er í té látin, ræðui- að líkum að nútímamenn viti miklu meira, en undan- farnar kynslóðir. En því verður tæplega haldið fram að skiln- ingurinn hafi aukizt að sama skapi. Víst er um það, að heim- urinn hefur sjaldan látið blekkj- ast eins herfilega og np-.Há- menntaðar þjóðir freistast til á- trúnaðar á allskonar skottu- lækna. „Straumur og skjálfti‘‘, froðufellingar og tungutal eru daglegir viðburðir á pólitískum vakningarsamkomum víða um heim. Menn eru hættir að þekkja náungann á lygtinni og átta sig ekki þó loft allt sé lævi blandið. Á þessari mestu öld vísinda og tækni láta milljónir manna læsa sig, líkama og sál, í kyrkigreipar miskunnarlauss einræðis. Sá, sem til vamms segir, er ekki lengur vinur tal- inn, heldur fjandmaður. Frjáls hugsun er metin á borð við mannskæðar farsóttir, og ekki linnt látum fyrr en búið er að sótthreinsa heilar þjóðir fyrir slíkri pest. Listamenn og rithöf- undar, sem fleira sjá en holt þykir, mega teljast góðu bættir, ef látið er nægja að binda fyr- ir augu þeirra og vit. Þegnskap- arskyldunni er ekki einusinni fullnægt, þótt kysst sé á vönd- inn. Menn verða að tigna þann, sem á svipunni heldur. Svona er umhorfs í menningarlífi þjóð- anna á meginlandi Evrópu, hvort sem litið er austur eða vestur. Þegar jarðskorpan herpist saman suður á Balkanskaga er hægt að greina hræringarnar á landskjálftamæli hér í Reykja- vík. Á sama hátt má greina þjóðfélagshræringar suður í heimi út til yztu annesja á ís- landi. Frelsisaldan, sem fór um Norðurálfuna snemma á 19. öld- inni náði einnig til íslands. Ó- frelsisaldan, sem yfir skellur 100 árum síðar, nær ekki síður hing- að. Því fer fjarri að nokkur þori að prédika einræði hér á landi. En þó mætti það fyrirmunun kallast, ef íslenzka þjóðin gæti ekki áttað sig á þeim einræðis- einkennum, sem hér eru á ferð, svo augljós sem þau eru. Ein- stakir íslenzkir stjórnmálamenn hafa gert sig bera að því árum saman, að meta menn eftir því einu, hvers pólitísks stuðnings af þeim megi vænta. Ungir menn eru greindir, áður en þeir fara í andstæðan stjómmála- flokk. Eftir það eru þeir heimsk- ingjar. Sauðtryggur leirhnoðari er stórskáld, ef hann er flokks- bróðir. Stórskáldið yrkir „illa rimaðar blaðagreinar“, ef hann er ekki réttrar skoðunar. Organ- leikarinn „kann ekki að spila“, ef hann hefur skráð nafn sitt á vanþóknanlegt plagg. Málar- inn býr ekkert til nema „klessu- verk” og „ljótleik”, ef hann ef hann hneigist til rangrar trú- ar. Rithöfundurinn fær hæstu heiðurslaun, meðan von er um atfylgi. Ef hann bregzt, er hann sviptur styrknum og mannprð- inu með. Gamall maður er svipt ur lítilfjörlegum skáldstyrk, af því sonur hans hefur gengið af trúnni. Þessi skifting í hafra og sauði eftir pólitískum skoðunum nær miklu lengra en til þeirra, sem starfs síns vegna vekja á sér alþjóðarathygli, eins og lista- menn og rithöfundar. Heiðar- legur kaupmaður má ekki vænta þess, að honum sé „hjálp- að um innflutning, sem vel má ráðstafa öðruvísi“, meðan hann fylgir andstöðuflokki. Gjald- þrotafyrirtæki eru reist frá dauðum“, ef þau eru talin lik- leg til að gefa pólitískan ávinn- ing. Skipherra, sem getur náð út strönduðum togara með „berum höndum", er sviftur starfi, ef hann þverskallast við að borga í flokkssjóð. Iðnaðarmaðurinn fær því aðeins innflutning til nýrrar framleiðslu, að hann taki einhvern rétttrúaðan í félag við sig. Verzlunarfólk má ekki fá lögskipaða dýrtíðaruppbót eins og aðrar launastéttir, af því að það kann ekki að kjósa rétt. Verkamenn heita „malarskríll“ og' útgerðarmenn „Grímsbylýð- ur“ af því vonlaust er um fylgi þeirra. Og sjómennirnir lifa á „hræðslupeningum“ af því þeir hafa tekið skakkan „kúrs“ í póli- tíkinni. Þeir, sem hafa fylgzt með pólitískum ferli Jónasar Jóns- sonar vita, hvert hugur hans stefnir. Það er varla til sá þátt- ur í fari hans, sem ekki gæti verið tekinn beint úr persónu þeirra, sem umsvifamestir hafi verið í boðun og framkvæmd einræðisins. Munurinn er aðal- lega sá, að Jónas siglir undir fölsku flaggi. Hann löðrar allur í lýðræðisvaðli, meðan hann er að sæta færis að læðast aftan að þjóð sinni. En maður, sem er jafn blindur á alla kosti þeirra, sem honum eru and- stæðir og alla galla þeirra, sem honum eru auðsveipir, býr yfir því hreinræktaða ranglæti, sem er lífsskilyrði hvers þess, sem vill verða fyrirmyndar þjóðar- böðull. Hann hefur gert fleiri mönnum rangt til en nokkur annar íslendingur frá því land byggðist. En það er einkenni þeirra, sem gera öðrum rangt til að þeir verða sjálfum sér til réttlætingar, að halda áfram að ofsækja þann, sem fyrir rang- læti þeirra hefur orðið. Það get- ur ekkert friðþægt slíka menn, nema að sá, sem ofsóttur hefur verið, láti af ótta eða eiginhags- munalivöt leiðast til að þýðast ofsækjandann. Jónasi hefur með hótunum eða fríðindum tekizt að ná steinbítstaki á flokksmönnum sínum. Hann kennir kuldans frá þessum undirokuðu mönnum svo bitur- lega, að honum finnst hann vera staddur í íshúsi, þegar hann er með flokksbræðrum sínum á þingi. En hann yljar sér við þ.að í íshúsvistinni, að kúga þessar „bændalyddur“ og þessa „lang- skólagengnu dáta“ til að fylgja sem flestu af því, sem þeim er þvert um geð. Stöku sinnum er eins og endurminningin urp horfinn manndóm veki þennan undirokaða lýð til mótþróa. En slík mannalæti fá venjulega skjótan endi. Þeim er þá brigsl- að um drottinssvik. Ef allt ann- að bregst, hótar Jónas að fá „kast“, og þá er flestum öllum lokið. Jónas Jónsson hefur orðið að sætta sig við það í 8 ár, að sjá menn, sem hann þykist hafa tekið upp af götu sinni, skipa ráðherrastöður af flokksins hálfu. Hann þakkaði áróðri sín- um viðgang Framsóknar í kosn- ingunum 1934. Hann þóttist æðstu launa verður. En þegar til stjórnarmyndunar kom, var hann dæmdur úr leik vegna skapbresta sinna. Þetta hefur honum sviðið hvern dag, sem síðan er liðinn. Nú er Jónas farinn að reskj- ast. Eftir kosningar í haust ætl- ar hann ekki að láta víkja sér til hliðar — nú eða aldrei! Með tilstyrk Sambandsins á að kúga Framsókn. En það þarf meira til. Til að ná völdunum þarf samvinnu við einhvem annan flokk eða flokka. Og hvar er þá fylgis að vænta? Margt bendir til þess að Stef- án Jóhann verði til í tuskið. Það hlaut að vekja eftirtekt, að róttækasti maður Alþýðuflokks- ins, Jón Blöndal, varð að víkja af framboðslistanum, þó flokk- urinn hafi haft hann á oddi í undanförnum deilum. Andi Ste- áns Jóhanns svífur yfir vötnum Alþýðublaðsins og lægir öld- urnar, ef á þarf að halda. Það eina, sem aftrað gæti Alþýðu- flokknum frá, að ganga í sæng með Framsókn enn á ný, er ótt- inn við kommúnista. En þeir mundu sennilega sjá sér hag í því, að vera í fullkominni and- stöðu við hverja þá stjórn, sem setti upp jafn tilvalið skotmark og Hriflumanninn. En svo eru fleiri möguleikar til að svala 8 ára valdadraum Jónasar Jónssonar. Það er öllum kunnugt hver samdráttur hefur verið á þeim Jónasi og Ólafi Thors um langan aldur. Báðir hafa að baki sér fjársterk og voldug fyrirtæki. Gróðafíkn Sambandsins er engu minni en Kveldúlfs. Hér er því um sam- eiginlega hagsmuni að ræða, Fmmhald á 3. síðu.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.