Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 10.10.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.10.1942, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐÓLFUR MOBOIFDR Laufásvegi 4. — Sími 2923 Laugardagurinn 10. okt. 1942. Ritstjórar: ÁRNI JÓNSSON VALDIMAR JÓHANNSSON (ábm.). í$St Á BAUGI Einstæðir útgefendur. Talið er að nokkrir kaupmenn hér í bænum hafi náð í hendur sér yfirráðum á Morgunblaðinu. Kunnugt er, að sumir þeir menn, sem nafngreindir hafa verið í þessu sambandi, hafa til skamms tíma ekki farið dult með tals- vert rótgróna óbeit sína á Hriflu makki Ólafs Thors og Bjarna borgarstjóra. Engu að síður lítur út fyrir, að pólitískt hlutverk Morgunblaðsins sé það fyrst og fremst, að berja á stóru trumb- una fyrir þessa tvo áhrifamestu Jónas-ista íhaldsins. Eigendur Morgunblaðsins eru í hópi hæstsettu trúnaðarmanna verzlunarstéttarinnar Þess vegna vekur það óblandna undr- un, að blað þeirra skuli vera á valdi manna, sem gangast fyrir samvinnu við þann stjórnmála- mann, sem verzlunarstéttin hef- ur með réttu talið mesta óvin sinn. Auðugir menn þykja oft býsna fáránlegir í háttum. En varla er hægt að hugsa sér fráleitara rík- ismanna „hobby“ en að gefa út víðlesnasta blað landsins til þess að búa í haginn fyrir pólitískt samstarf, sem útgefendunum hlýtur að vera alveg á móti skapi, ef þeir eru ekki upp úr því vaxnir að hugsa nokkuð um sóma og velferð þeirrar stéttar, sem hefur kjörið þá að oddvit- um sínum. Morgnnblaðið og afurða- hækkunin. Afstaða þessa aðalmálgagns verzlunarstéttarinnar til ýmsra ráðstafana, sem almenningi þessa bæjar hafa orðið hinar þungbærustu, hefur lengi verið afar torskilin. Allir vita, að Sveinn Sveinsson og Hallgrím- ur Benediktsson voru á móti gengislækkuninni 1939. Samt barðist blað þeirra fyrir gengis- lækkun. Allir vita, að þeir voru á móti skilyrðislausu samstarfi við Framsókn. Samt barðist blað þeirra fyrir slíku samstarfi. Þó kastar tólfunum, þegar Morgunblaðið lætur Pál Zophon íasson marka stefnu í dýrtíðar- málunum 1940, þegar innlendu neyzluvörurnar voru hækkaðar um 70%, en dýrtíðaruppbótin var hæst 27%. Morgunblaðið lagði blessun sína yfir það, að þetta fyrsta skarð var rofið í dýrtíðarvarnirnar, með þeim af- leiðingum, að dýrtíðin á íslandi er meiri en í nokkru öðru landi á jörðinni. Það er ekki lítill feng ur í því fyrir búðarfólk og skrif- stofufólk, að formaður Verzlun- arráðsins og Sveinn í Völundi skuli eiga blað, sem berst svona dyggilega fyrir hagsmunum launastéttanna! Við skrifborðshornið Auðsveipni og óvina- dekur. Hafa menn orðið þess varir, að Morgunblaðið hefði nokkuð að athuga við það, að fulltrúi Ólafs Thors í Kjötverðlagsnefndinni ákvað kjötverðið að minnsta kosti krónu hærra en Páll Zop- honíasson ætlaði sér? Hafa menn séð að Morgun- blaðinu þætti orð á því gerandi, þótt ríkissjóði væri bundinn 10 milljóna króna baggi til þess að neytendur í Reykjavík yrðu að kaupa kjöt uppsprengdu verði? Minnast menn þess að Morg- unblaðið hafi nokkurn tíma séð blett eða hrukku á gerðardómi þeirra Ólafs Thors og Framsókn- armanna? Nú er verið að verðlauna Hall- grím Benediktsson fyrir tryggð við málstað, sem hann hefur yfirleitt verið andvígur, með því að setja hann á framboðslista hér í Reykjavík. Auðvitað kemst Hallgrímur ekkert nærri úrslit- um, því hann er á eftir Pétri Magnússyni, sem vitað er að ekki hefur fengizt í framboð, ef nokkur líkindi voru til að hann yrði að sitja á þingi. En halda menn að „sauðsvört- um almúganum“ innan verzlun- arstéttar Reykjavíkur sé ekki nógu ljós auðsveipni Morgun- blaðsins við Jónasardekur Ólafs Thors, þó ekki sé farið að vekja sérstaka athygli á þessu. Heilsusamleg árdegissvölun. Þeir, sem þekkja skoðanir Hallgríms Benediktssonar og Sveins Sveinssonar, botna ekk- ert í því, til hvers þeir eru að gefa út Morgunblaðið. Auðvitað er blaðið arðvænlegt fyrirtæki, en svona menn geta ekki verið svo lítilsigldir að gefa út blað, sem þeim er á móti skapi, bara til að græða á því einhverjar krónur. Maður, sem þekkti Svein Sveinsson, sagði í fyrra eitthvað á þessa leið: „Eg held Sveinn í Völundi lesi pólitískar greinar Morgunblaðsins bara til að fá hneykslan sinni heilsusam- lega árdegissvölun". Morgunblaðið er oftast í and- stöðu við þær skoðanir Sveins og Hallgríms, sem bæði koma fram í einkasamtölum og á manna- mótum. Samt halda þeir, að þeir hafi unnið eitthvert þjóðnytja- starf, þegar þeir náðu meirihlut- anum í blaðfélaginu. Og svo eru aðrir látnir nota blaðið til að útbreiða skoðanir, sem útgefend urnir hafa jafnvel óbeit á. Postulinn sagði: „Það góða, sem ég vil, geri ég ekki. En það illa, sem ég vil ekki, geri ég“. Eigendur Morgunblaðsins gætu sagt: „Það góða sem ég vil, geri ég ekki. En það illa, sem aðrir vilja, geri ég“. Þessi blaðútgáfa Sveins og Hallgríms er einhverskonar sjálfsafneitunar tilraun. Manni gæti dottið í hug varðskip, sem gert er út með ærnum kostnaði og mætti, án þess um væri sak- Bandaríkjamenn og verðbólgan. I síöasta kafla mínum hér við skrifborðshomið minntist ég á dæmi Svíanna í dýrtíðar- málunum, — hversu forsætis- ráðherra þeirra lét vit sitt og góðgimi ráða þegar í upphafi og kvaddi alla aðila til úr- lausnarráða. Taldi ég líkur til benda að honum mundi betur farnast en ráðamönn- um okkar islendinga, sem byggðu málsmeðferð sína í öndveröu á gmndvelli ofsókn- ar- og utangarðsstefnunnar frá 1939. Um svipað leyti og þetta gerðist í Svíþjóö, höfðu Banda- ríkjamenn þessi sömu mál til meðferðar og leystu þau á sinn hátt. Verðbólgan var þar í uppsiglingu. Fulltrúar bænda bám fram kröfur sínar um hækkun verðs á landbúnaðar- afurðum. Forseta Bandaríkj- anna er með stjómarskrá rík- isins fengið takmarkað synj- unarvald. Roosevelt reis önd- verður gegn dýrtíðarvofunni; krafðist þess, að þingið kvæði hana niður og kvaðst ella mundi neyta þess synjunar- valds, er honum væri fengið. — Þingið tók kröfur forsetans til greina og dýrtíðartogstreit- unni var afstýrt að svo komnu. Þessi dæmi þeirra Svíanna og Bandaríkjamanna em eink ar eftirtektarverð fyrir okkur Islendinga í sambandi við þessi mál. Eðli dýrtíðarmál- anna er svo háttað, að úr- lausn þrætunnar hlaut að reyna mjög á stjómvizku okkar og þjóðarþroska annars vegar og stjórnskipun okkar hinsvegar. Upptaka málsins, en þó einkum öll meðferð þess í rás atburðanna svo og hörmuleg niðurstaða þess vottar, að hvorttveggja brest- ur svo mjög, að þjóðarvoði er fyrir dymm, ef þjóðinni tekst ekki að koma vitinu fyrir sig: skapa hér réttarríki og knýja forustumenn sína til þeirra stjómarhátta, sem em sam- boðnir raunvemlegu þjóðfé- lagi. Em þetta vondir menn og heimskir? „Hinir ábyrgu” leiðtogar „þjóðstjómar’-flokkanna kepp ast, beina óratvísum veiðiþjóf- um inn fyrir línuna. Refilstigir í þjóðvegatölu. Þegar heiðarlegir menn fara allt í einu að leggja inn á órekj- anlegar krókaleiðir, þá er það vísbending um að bein lína er ekki lengur talin styzta leið á íslandi. Jónas og Ólafur hafa gert refilstiguna að þjóðvegum! < Sú vegagerð á sennilega eftir i að verða þjóðinni dýrkeyptari : en allar samgöngubætur, sem | hingað til hafa verið fram- j kvæmdar á íslandi. ast nú við, fyrir kosningam- ar, að sannfæra kjósendur mn það, að fyrrverandi samstarfs- menn sínir úr „þjóðstjóm- inni” séu vondir menn og heimskir menn og svikarar við málstað þjóðarinnar, þar sem mest lá við. Valdskákin er tefld af æðisfullu kappi. Valdadraumar flokksforyst- unnar em undir því komnir að geta gert flokksvald sitt sem æsilegast og ágreining hags- munastéttanna sem skarpast- an. Þess vegna kosta þeir nú kapps um að mgla dómgreind kjósenda sem mest, leita uppi hvern óhróður, sannan og ó- sannan, hver um annan. Að vísu er smábrosað til hægri og til vinstri. En allt em það leikarabros, af því að foringj- amir geta ekki fyrirfram vit- að hvemig kosningarnar muni fara og hvaða leikur kann að verða sterkastur í valdskák- inni næst. Þannig er fjand- skapurinn talinn höfuðnauð syn í þessari styrjöld eins og í heimsstyrjöldinni og flá- ræðið sjálfsagðar leikreglur. Sjálfur dverg-Hitler þjóðar- innar frá 1939 telur samtök Þjóðveldismanna „háskasam- legustu“ stjórnmálasamtök í landinu og þá menn sérstaka auðnuleysingja, sem hafa kosið sér stöðu álengdar í þessum leik og kveðja menn til meðalgöngu. Vitanlega eru öll þessi ofur- yrði og brigzlyrði hinna „á- byrgu“ leiðtoga flokkanna hvers í annars garð ekkert annað en óhrjálegur kosningamatur. Leið- togarnir eru, með litlum undan- tekningum, hvorki betri né verri menn en fólk gerist upp og ofan. Því síður eru þeir svo heimskir, að þeir ekki sjái það og skilji, að hið skefjalausa flokksræði, eins og það er nú rekið í landinu, hlýtur að steypa þjóðinni í glöt- un og koma vonum okkar um stjórnarfarslegt sjálfstæði og borgaralegt frelsi fyrir kattar- nef. En þeir eru í álögum. Þeir eru lagðir í fjötra þess ófull- byrða þjóðskipulags og stjórn- skipunarhátta, sem við búum við og sem svarar ekki lengur til breyttra atvinnuhátta og þjóðlífs okkar að öðru leýti. Réttarríkið verður að koma í stað ofbeldisríkis. Dæmi Svía og Bandaríkja- manna annarsvegar og okkar ís- lendinga hinsvegar í verðbólgu- málunum votta það berlega, að okkur skortir þjóðfélagskennd- ina til jafns við Svía og viturlega . stjórnskipun til jafns við Banda- ríkjamenn. Ófarnaðurinn, sem við höfum ratað í við allar slys- farirnar í þessum málum er ná- kvæmlega samkvæmur því, sem spáð hefur verið og sagður fyrir hér í blaðinu frá því er það hóf göngu sína sumarið 1941. Þjóðin mun því ekki til lengdar telja sér fært, að skella skollaeyrun- um við kröfum Þjóðveldismanna um breytta og bætta stjórnskipu lagshætti. Stjórnskipulagskröfur Þjóð- veldismanna eru í stuttu máli þessar: 1. Að Alþingi eða að minnsta kosti efri deild þess verði þjóð- kjörin en ekki flokkskjörin. 2. Að efri deild Alþingis verði fengið synjunarvald. 3. Að æðsta stjóm ríksins verði traust umboðsstjóm með lögákveðnu valdi og ábyrgð þjóð veldisforseta. | 4. Að skýr greinarmörk verði 1 sett milli löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins þannig að þjóðveldisforsetinn skipi sjálfur ráðuneyti sitt, enda eigi ráð- herrar ekki atkvæðisrétt á Al- þingi né fari þar með umboð neins kjördæmis. Þessar eru höfuðkröfur Þjóð- veldismanna, enda þótt margt fleira komi til greina, sem of langt yrði að greina í þessu máli. Þú átt völina, kjósandi. Kjósendur í Reykjavík eiga þess kost nú í þessum mánuði að láta í ljós með atkvæði sínu vilja sinn um það, hvort þeira óska að viðhalda og efla flokksræðið og fjandskapinn í landinu og verða auðkeypt ginningarfífl þeirra „ábyrgu“ leiðtoga, sem eru bún- ir að gera þjóðina að undri frammi fyrir öllum heiminum. Kjósendur eiga þess kost, að 'láta í ljós vilja sinn um það, hvort þeir kjósa framvegis óá- byrgar hlaupastjómir flokkanna eða trausta og ábyrga umboðs- stjóm þjóðarinnar allrar. Þú átt völina, kjósandi. At- kvæði þitt til handa lista Þjóð- veldismanna er yfirlýsing um I þann vilja þinn, að nú skuli spyrnt við fótum og vitinu kom- ið fyrir þá leiðtoga okkar, sem haga sér eins og óvitar og of- stopamenn, þegar svo mjög er vits þörf og hófsemi. Þetta tækifæri þitt, kjósandi, kemur máske ekki aftur næstu fjögur ár. Þessvegna þarf vilji þinn að koma í ljós ótvíræðlega og sterklega í úrslitum kosning- anna. X. Samtíðin, októberheftið, er nýkomin út. Efni m. a.: Hvað dvelur vísindamenn okk- ar? Sýnum kirkjusöngnum meiri rækt (Sig. Birkis). Á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar 1942 (dr. Einar Ól. Sveinsson). Listin að elska (André Maurois). Grein um Jón Aðils leikara með myndum, smásaga o. m. fl. Námsflokkar Rcybjavíbur vcrda sclfír í Kaup- þtngsalnum, Eím- skípafclagshúsínu mánuda^ínn 12. þ.m. kl. 8.30. e.h.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.