Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 17.10.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 17.10.1942, Blaðsíða 1
Árni Jónsson, ritstjóri. Bjarni Bjarnason, lögfræðingur. KOSNINGAÚRSLITA í höfuðstað landsins hefur aldrei verið beðið með þvílíkri eftirvæntingu sem nú. Framboð Þjóðveldismanna er kall hins nýja tíma til kjósenda í Reykjavík. Myrkraöflin í íslenzkum stjórnmálum leggja á það ofurkapp að spilla fylgi þeirra lista, er þau telja réttilega stefnt gegn sér. Hinar einræðissinnuðu klík- ur umhverfis Jónas & Ólaf húast til að taka höndum sam an að kosningunum afstöðn- um. Þær telja sig hafa umboð til þess, ef úrslit kosninganna verður með líkum hætti og fyrr. Ef það kemur ekki greini lega fram í þessum kosning- um, að þjóðin sé að vakna til vitundar um það, að henni beri að krefjast nýrra stjóm- hátta, munu ofríkismennimir halda uppteknum hætti um kúgun, ofbeldi og ójöfnuð. Náttmyrkur rangsnúinna þjóð félagshátta mun þá haldast yfir Islandi. Hvarvetna í heiminum ryð- ur sér til rúms sú skoðun, að nýr tími fari í hönd. Úrelt þjóðfélagsform, rangsnúnir skipulagshættir, ójöfnuður, ofríki og forréttindi lifa nú sitt síðasta. Beggja megin við þá miklu víglínu, sem nær inn heim allan, er það álit manna, að komandi ár séu stund hinna miklu reiknings- skila í stjómarfarslegum efn- um. I Á Islandi er lögð á það meg. in áherzla að drepa á dreif þessum sannindum. Hin mið- aldaættuðu kúgunaröfl, er hér vilja hafa hvers manns ráð í hendi sér, berjast nú fyrir lífi sinu. Þau telja fyrir öllu, að úrslitum þessara kosninga sjáist engin merki um vakn- andi skilning íslenzkra kjós- enda á því, hverju fram vind- ur í heiminum. Þau vilja ó- trufluð af vilja kjósendanna öölast aðstoðu til að stíg* lokaskrefið í valdabaráttm sinni á íslendi, rnynda súim eigin ríkisstjóm að loknunt þessum kosningum í því sky»i að standa aldrei framarreik*- ingsskap ráðsmennsku sinnar frammi fyrir kjósenduml Reykvískir kjósendur! Gefið gaum að mikilvægi þeirra athafnar, sem þér nú eruð kvaddir til. Leitist eigi vW að skjóta yður undan þeirri ábyrgð, sem lögð er á herðar yðar. Kastið ekki atkvæði yS. ar á glæ með því að fleygja því fyrir náttröllin, sem haf* dagað uppi í rás tímans. Gangið til djarfmannlegrar viðurkenningar á því, að nýir tímar fara í hönd. Gerið eklri kosningaathöfnina að mark- leysu með því að Ijá dauða- dæmdum .flokkum atkvæði yðar. Kjósið þá, sem vilja hlýða kalli tímans. Segið yður í sveit með þeim, sem eiga framtíðina fyrir sér. Fylldð yður um lista Þjóðveldis- manna. Kjósið E-listann! Jakob Jónasson, verzlunarmaður. Halldór Jónasson, hagstofuritari. Kristín Norðmann, frú Árni Friðriksson, fiskifræðingur. Páll Magnússon, lögfræðingur. Gretar Fells, rithöfundur. Magnús Jochumsson, póstfulltrúi. Jón Ólafsson, lögfræðingur. ** Ótsefandl: MXJNINN h.í. Afgreiðsla og auglýsmgar: Laufásvegi 4, sími 2923. Þjóðólfur kemur át á hverjum ■rónudegi og aukablöð efUr þörfum. Verð kr. 2.00 á mán- uði. f lausasölu 30 aurar. Áskriftargjöld greiðist fyrirfram. _ Þ n 111 111 ii 1 ii R Víkingsprent h.f. L árg. Laugardagimnn 17. okt. 1942. 46. tölublað. Árni Jðnsson frá Húla Suar lll Bjarna SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR- INN ætlaði að þegja E- listann í hel. Auðvitað brast hann skapfestu í þeirri fyrir- ætlun sinni, eins og öllum ■Öðrum. Eftir að Morgunblað- ið hafði verið múlbundið í f jórar vikur treystandi því, að Þjóðveldisflokkurinn væri svo fylgislaus, að ekki væri eyð- andi á hann púðri, vaknar það á elleftu stimdu við þann vonda draum, að fylgi E-list- ans sé orðið svo öflugt, að hætta sé á ferðum. Bjami Benediktsson fer á stúfana í Morgunblaðinu í dag. Af skiljanlegum ástæð- um, er ekki tækifæri til að kryfja grein hans til mergjar eins og þörf væri. En það sem fyrir Bjama vakir, er að sýna íram á, hvað hann sé óeigin- gjarn og fómfús. Af þeim sök- um taki hann að sér að vera þingmaöur, ofan á borgar- stjórnarstarfið. — Og gæti hann sagt — væri ekki ófáan- legur til að bæta einu litlu ráðherraembætti ofan á! ÞÓ menn vitaskuld dáist að svona fórnfýsi, er f jöldi nianna hér í bænum þeirrar skoðunar, að hagsmunum bæjarins gæti verið allvel borg ið á þingi, þótt borgarstjórinn sjálfur eigi þar ekki sæti. Nú þegar þingmönnum bæjarins er fjölgað, eykst íhlutun bæj- arbúa á landsmál að sama skapi. Og það er rétt að menn fái að heyra það — úr því að borgarstjórinn hefur látið sig hafa það, að ganga á tveggja manna tal í grein sinni — að það er ekki Bjarna Benedikts- syni að þakka að Reykjavík fær þessa þingmanna-aukn- ingu. Eysteinn Jónsson sagði á framboðsfundi í Suður- Múlasýslu í sumar, að Ólaf- tu- Thors, hefði lofað að hreyfa kjördæmamálinu ekki á vetrarþinginu. Her- mann Jónasson hefur árétt- að þetta með öðm orðalagi. Og Ölafur Thors viðurkennir, að Hermann hefði réttmæta ástæðu til að líta svo á málið. Bjarni . Benediktsson streyttist gegn því í flokkn- um með Ölafi, að kjördæma málið yrði tekið upp. EF þeir Ólafur og Bjarni hefðu ráðið, hefði Sjálf- stæðisflokkurinn gengið til Framhald á 4. eíðu. Frambjóðendnr E-listans

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.