Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 17.10.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.10.1942, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐÓLFUR ÞIIVOLFOR laoCásregi 4. — Smbí 2923 Laugardagurinn 17. okt. 1942. Bitstjórar: ÁRNI JÓNSSON ▼ALOIMAK JÓHANNSSON (ábm ). Leíðbeíningar um kosningarnar 1»IÐ sem ennþá trúið á svikalýá- ræðið, sem allur heimurinn hefur nú fordæmt — ÞH) sem elskið „frelsið“ svo heitt, að þið jafnvel óskið þess, að vera óbundnir af heil- brigðri skynsemi — J»IÐ sem ekki hafið neina raun- hæfa stefnu í þjóðmálum aðra en þá að sæta þeim tækifær- um, sem bjóðast — — ÞIÐ SKULUÐ KJÓSA A-LISTANN! * * * MÐ Framsóknarmenn, sem eruð að burðast með sérstakan lista hér í bænum, ættuð að hafa séð, að í kapphlaupinu um bændafylgið hefur íhaldið sýnt sig að eiga til fljótari hesta, þegar ekki er haldið í við þá. — Þar sem formaður ykkar er nú þegar kominn á bak og farinn að temja einn hinn fjörugasta íhaldsklárinn, þá mun réttast, að þið að þessu sinni snúið ykkur hreinlega að D-listanum og — HÆTTIÐ VIÐ B-LISTANN! ÞIÐ sem ekki trúið á sjálfstæða íslenzka menningu — ÞiÐ sem dáið austrænt framtak og unnið austrænum hugsun- unarhætti — ÞIÐ sem viljið ryðja austrænum heimsyfirráðum braut yfir á vesturhvel jarðar — ÞIÐ SKULUÐ KJÓSA C-LISTANN! * ÞIÐ sem eruð ánægðir með stjómarfarið í landinu og enga breytingu viljið á því gera — ÞIÐ sem enga frjálsa og óháða rödd viljið heyra í þinginu — ÞIÐ sem fremur æskið einræðis en þjóðræðis — ÞIÐ sem viljið vinna undir Framsókn og að því að koma formanni hennar inn í lands- stjómina — — ÞIÐ SKULUÐ KJÓSA D-LISTANN! Þessi [loforð eru pmalkunn SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur nú dreift kosningalof- orðum sínum út um bæinn. í „pésa“ þessum er nokkuð vikið að iðnaðinum. Fyrirheit flokksins um stuðning við hina ungu iðju landsmanna virðast stinga nokkuð í stúf við afstöðu hans til hagsmunamála iðnaðarins á undanfömum árum. Þjóðólfur hefur því snúið sér tíl Sveihbjarnar Jónssonar bygg- ingarmeistara, ritara Landssambands iðnaðarmanna og beðið um umsögn hans um kosningaloforð þeirra Kveldúlfsmanna. * * * EN ÞIÐ sem hafið fengið ykkur fullsadda á núver- andi stjórnarháttum — ÞIÐ sem óskið að heyra frjálsa rödd á Alþingi — ÞIÐ sem viljið fá að heyra íslenzka túlkun í stað er- lendrar — á stefnu hins nýja tíma — ÞIÐ sem óskið raunveru- legs sjálfstæðis fyrir þjóð ina í stað gervisjálfstæð- is — ÞIÐ sem viljið endur- heimta Alþingi í hendur þjóðarinnar — — Þessi fagurgali er ekki nýr, segir Sveinbjöm. Við allmargar undanfaxnar kosningar hefur þess um loforðum verið hampað, en þau hafa fallið í gleymsku milli kosninga. Hagur iðnaðarins hef- ur verið torveldaður á margvis- legan hátt í stað þess að greiða gotu hans. Hér fara á eftir athugasemdir Sveinbjamar við hvern einstakan lið kosningaloforða Kveldúlfs- flokksins til handa iðnaðarstétt landsins: Ilðnaðarmenn hafa ekki ■ gleymt því, hvernig búið var að þeim með lánsfé, þegar þeir þurftu mest á því að halda. Nú er nóg fé að fá og því ástæðu- laust að hampa loforðum um láns fé „í réttu hlutfalli við aðra at- vinnuvegi þjóðarinnar”. 2Ár eftir ár hafa iðnaðarmenn ■ reynt að fá réttláta tolh skrá með * dálítilli tollvemd fyrir innlendan iðnað. Enn er sumt af erlenda iðnaðinum beinlínis vemd- að með tollum og veitt ýmis- konar. aðstaða til óhæfilegrar samkeppni. Tollskránni var breytt á Al- þingi s. 1. vetur, en sárafátt af óskum iðnaðarins tekið til greina. Loforðum um bót á þessu nú, verður því ekki treyst. 3Hið opinbera hefur látið iðn- ■ skóla og alla menntun iðnað armanna afskiptalausa um fjolda ára og aðeins veitt þeim styrk með sama krónutali ár eftir ár, þótt nemendafjoldinn hafi auk- izt, og kröfur um menntun vax- ið stórlega. Þrem þingum hefur verið slitið, án þess að frumvarp til laga. um skóla fyrir iðnaðar- menn, sem Landssamband iðnað- armanna sendi Alþingi, hafi ver- ið afgreitt. Við fjölda kosninga hafa Sjálfstæðismenn í Reykjavík lofað fjárveitingu til iðnskóla- byggingar. Hún er ókomin enn og kemur sjálfsagt ekki fyrr en aðrir menn hafá tekið við stjórn bæjarins. 4Hverjum skyldi í alvöru detta • í hug, að draga úr kröfum um kunnáttu iðnaðarmanna ? Eng um öðrum en þeim, sem ekki tíma né nenna að mennta þá og sjá þeim fyrir bættri aðstöðu til náms og kunnáttu, en það eru eirmitt þeir, sem mestu hafa ráð ið í landinu undanfarið. 5Um erfiðleika iðnaðarmanna ■ á að ná í efni og áhöld til ramleiðslunnar mætti skrifa langt ÞIÐ sem viljið endurreisa þjóðarvaldið — ÞIÐ EIGIÐ AÐ KJÓSA E-LISTANN! mál og sjálfsagt er núverandi ráðamönnum þjóðarinnar vel kunnugt um þær þungbæru mis- fellur, sem orðið hafa á aðstoð ríkisvaldsins í þessu efni. Það er því skiljanlegt, að þeir lofa bót og betrun nú fyrir kosningarnar. Þó vilja þeir ekki lofa meiru en „að draga úr hömlunum”, sem þeir sjálfir hafa sett. Það á svo sem ekki að létta undir eða greiða fyrir efnisútvegun eða á- haldakaupum. Við iðnaðarmenn teljum þess þó fulla þörf og margir fleiri en við geta haft gagn af slíkri greiðasemi. 6Áburðar- og sementsverk- • smiðja hafa verið kosninga- beitur allra þjóffetjórnarflokkanna um skeið. Nú er lofað gangskor að framkvæmdum „strax og rannsókn hefur leitt í ljós, að það sé tiltækilegt”. Það er sem sé lofað nýrri rannsókn. Rannsókn um áburðarverksmiðju var hafin 1934. En talið er að henni liafi lokið með þeim hætti, að plönin væru afhent keppinautunum í Þýzkalandi til athugunar með þeim árangri, að ekkert verð úr fram- kvæmdum, en hver keyptur á- burðarpoki hins vegar lækkaður um nokkra aura. Hvað mundi mikið hafa græðzt á því, ef þess- ar verksmiðjur hefðu verið til- búnar í stríðsbyrjun, eins og hægt hefði verið að hafa þær? Hvað mundi mikið hafa sparazt af lestarrúmi millilandaskipanna, ef ekki hefði þurft að láta þau flytja semient eða áburð til lands- ins? Hvað hefði má,tt flytja mik- ið annað byggingarefni í þessu lestarúmi? Og hvað skyldu miklu færri fjölskyldur vera húsnæðis- lausar í Reykjavík, ef hægt hefði verið að fá þetta byggingarefni undanfarin missiri? Skyldi Bjami borgarstjóri hafa þurft að taka heilan skipsfarm af timbri „her- skildi” handa bæjarhúsunum frá öðrum hálfbyggðum húsum í bæn- um, ef hann hefði verið svo fram- sýnn fyrir þremur árum, að lyfta undir byggingu þessara verk- smiðja, í stað þess að hindra þær ? Nei, þessar nauðsynlegu verk- smiðjur verða varla byggðar fyrst um sinn. En því ekki að koma upp, fleiri skipasmíðastöðv- um, gera tilraunir með innlend byggingarefni og nota margt og margt, sem nú fer forgörðum og ódýrari tæki þarf til að hagnýta. 7 Það er fögur og þörf hug- ■ sjón, að ætla sér að „koma upp raforkuverum um land allt fyrir sveitir og sjávarþorp, svo að iðnaður hvar sem er á land- inu eigi kost á nægu rafmagni”. En iðnaðarmenn í Reykjavík munu telja, að fyrst beri að hafa rafleiðslur um borgina sjálfa í sæmilegu lagi, svo að tæki þeirra þurfi ekki að standa ónotuð tím- unum saman ýmist fyrir bilan- ir á leiðslum, of grannar leiðsluit eða af öðrum ástæðum. 8 Það má nú svo sem nærri ■ geta, hvort Sjálfstæðismenn og aðrir, sem ráðið hafa undanfar ið, lyfta ekki undir heimilisiðnað- inn, Um langa tíð hefur t. d. tvist sem vefnaðarkonur nota mikið. ur, verið tollaður hærra entilbúnir tvistdúkar. Þeir, sem tæta ull í landinu, hafa orðið að kaupa hana miklu hærra verði af S., I. S. , en það fær fyrir hana á er- lendum markaði. Og síðastliðinp áratug hefur Alþingi veitt Sam- bandi heimilisiðnaðarins einar 4000 kr. árlega til styrktar nám- skeiða um landið allt og annarr- ar starfsemi þess. Það er svo sem engin vanþörf á því að gefa ný loforð. * En hver getur trúað því, að nú verði breytt til, eða þessi stefnuatriði efnd frekar en svo mörg önnur, sem sett hafa verið fram nú fyrir kosningar? Það litla, sem áunnizt hefur til hagsbóta fyrir iðnaðinn í landinu, hefur fengizt fyrir þrálátt starf þeirra, sem þennan atvinnuveg stunda, en ekki fyrir röggsemi valdhafanna. Svo mun enn verða. Og til þess að sýna gömlu flokk- unum, að við þekkjum og munum framkomu þeirra gagnvart iðnað- inum, eigum við ekki að kjósa þá. Ef við gerum það, samþykkjum við vanrækslu þeirra og yfirsjón- ir og styrkjum þá í þeirri trú, að nóg sé að lofa og tala fagurt fyr- ir kosningar, en óþarfi að hugsa og hafast þarft að eftir að völd- unum er náð. Við eigum að kjósa nýja menn — kjósa E-listann — og gera, Þjóðveldisflokkinn að okk SvSr við fyrirspurnum Bandalags ísl. listamanna FLOKKI Þjóðveldismanna hafa borizt nokkrar fyrir- spurnir frá Bandalagi ísl. lista- manna varðandi afstöðu fiokks- ins til listamanna og listastarf- semi. Lúta fyrirspurnir þessar einkum að því, hverja þjóðfé- lagslega þýðingu flokkurinn telji, að slík starfsemi hafi og hvemig að henni skuli búið af hálfu hins opinbera. — Svör flokksins fara hér á eftir: Þjóðveldismönnum hefur borizt bréf yðar, dagsett 3. þ. m. og leyfi ég mér hér með að senda svör vor við fyrirspurnum yðar í nefndu bréfi. 1. Flokkur vor telur það eigi tví- mælum bundið, að fullt og óskorað andlegt frelsi hvers manns og ekki sízt listamanna, er einn af helztu máttarviðum hverrar menningar- þjóðar og að hvert það haft, sem lagt er á viðleitni listamanna til að efla menningu þjóðar sinnar og víkka sjóndeildarhring hennar, færir lands menn feti aftar í lífsviðleitni sinni. 2. Hverju því ríki, er vill vera skipað siðmenntri þjóð, er það óhjá- kvæmileg nauðsyn að búa svo að listamönnum sínum, að þeim sé unnt að rækja hið háleita hlutverk sitt án truflana. Opinber laun og styrki til þeirra ber að sjálfsögðu að miða við afrek þeirra á þessu sviði án til- lits til annarra, óviðkomandi við- horfa. 3. Ein af veigamestu ástæðunum fyrir stofnun flokks vors er einmitt sú, að andlegt sjálfstæði landsmanna virðist í þann veginn að fara halloka fyrir skipulögðum ofsóknum af hálfu ,,stjórnmála“-flokkanna í landinu. 4. En viðnámið er nú hafið og flokkur vor mun í hverju máli og ekki sízt þessu bera fram kröfur sínar um það, að íslenzka þjóðin megi vaxa að andlegu sjálfstæði, sem er hornsteinn menningarinnar. Með þökk fyrir fyrirspurnina. F. h. Þjóðveldismanna Bjarni Bjarnason, formaður. ar flokk, málsvara á Alþingi og í öllum opinberum málum. Sveinbjörn Jónsson- Paö tná ekkf minnasí á bila í ÞESSARI kosningabaráttu má sízt af öllu minnast á bíla. * Fulltrúi frjálsrar verzlunar í þjóðstjóminni sál. hefur „keyrt svo rækilega útaf“ í bílasölumálum, að hann hefur hlotið heitið „Maðurinn,sem lét Eystein gleymast“. íminnumnúlifandimanna hefur enginn maður traðkað jafn harkalega á hugsjón frjálsrar verzlunar eins og einmitt þessi maður. Framferði hans í bíla- verzluninni verður annaðhvort talið til meiriháttar óvitaskap- ar eða sérstakrar fyrirlitningar á viðurkenndum starfsháttum þeirrar stéttar, sem hann átti að vera fulltrúi fyrir. * * * Fyrir stuttu síðan birtist hér í blaðinu bréf til Bifreiðaeinka- sölu ríkisins frá Kristni Friðrikssyni, stöðvarstjóra á Bifreiða- stöðinni Heklu. Það er óhætt að fullyrða, að aldrei hafi í siðuðu þjóðfélagi verið bornar svo þungar, rökstuddar sakir á valdhaf- ana. Atvinna þessa manns, sem af heilsufarslegum ástæðum getur ekki rutt sér braut á öðru sviði, hefur beinlínis verið lögð í rústir af þeirri kaldrif juðu sérhagsmunahyggju, sem ráð- ið hefur í landinu á undanförnum árum. Þessum manni er of- aukið. Valdhafana skiptir engu máli, þó að atvinna hans og lífs- afkoma sé lögð í rústir með einhverju því dæmafáasta órétt- læti, sem sögur fara af. Kristinn Friðriksson hefur skorað á Jakob Möller bílaráð- herra að bera af sér sakir. Kæruskjal Kristinn liggur fyrir. Ja- kob treystir sér ekki til að svara til saka. Það er fullkomin sönnun þess, að málstaður hans er vonlaus. Jakob má ekki minn- ast á bíla í þessari kosningabaráttu. Hann verður að láta sér nægja að gefa slefberum sínum fyrirmæli um að hvísla að manni og manni svo að lítið beri á: „Þú skalt fá bíl eftir kosningar.“ Jakob vill gjarna geta haldið uppteknum hætti eftir kosningar: Að traðka á þeim hugsjónum, sem hann var settur til að vinna fyrir.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.