Þjóðólfur - 22.03.1943, Blaðsíða 1
Útgefandi: MUNINN h/f
Ritstjóri:
ÁRNI JÓNSSON
Skrifstofa:
I Laufásv. 4. Sími 2923. Póstb. 761
Þjóðólfur kemur út á hverjum
mánudegi og aukablöð eftir
þörfum, Misserisverð kr. 12ÍOO,
í lausasölu 35 aura.
Víkingsprent h. f.
III. árgangur. Mánudagur 22 marz 1943. 13. tölubalð.
0RYGGISMAL I.
Tryggingarbankt
atvlnnnveganna
Befra íslaad!
Hannes Hafstein orti
einu sinni „Lofkvæði til
heimskunnar“. Þar segir
meðal annars: „Með systur
þinni, HRÆÐSLUNNI, hef-
ur þú skapað hundanna
spangól og margskonar
trú“. Þegar sagnfræðingar
framtíðarinnar fara að lesa
sögu nútímans ofan í kjöl-
inn, getur varla hjá því far-
ið, að þeir undrist hvað þess
ar tvær systur, Heimska og
Hræðsla, hafa verið sam-
hentar og mikilvirtar á þess
um síðustu og verstu tím-
um.
Um heim allan eru menn
sem leita ráða til að steypa
þessum óheilla-systrum af
stóli. Við íslendingar höf-
um öll skilyrði til að meta
þá viðleitni. í hugum okkar
hafa mannvit og mannkost-
ir farið saman, — fáviska
og lélegt innræti haldist í
hendur. Það er altítt áð
mönnum sé lýst eitthvað á
þessa leið: „Hann var v i t -
urmaðurog góðgjarn“
— eða „Hann var h e i m s k
ur maður ogillgjarn“.
Það mundi láta illa í eyrum
okkar, ef sagt væri: „Hann
er heimskur og góðgjam“,
eða „Hann er vitur og ill-
gjarn“. í þjóðarvitund okk-
ar eru mannkostirnir 1 því
föruneyti, sem trúa má til
farsælla úrræða, en hrak-
mennskan í ósigurvænlegri
fylgd.
í því mikla róti, sem nú
er, hafa spilin stokkast alla-
vega. Mörgum mun finn-
ast að hrökin liggi nokkuð
ofarlega í stokknum. Og
það er ekki laust við að þess
verði vart að „hundarnir
haldi að þeir séu matador-
ar“.
Ef heimskan og skulda-
lið hennar, hræðslan og ör-
yggisleysið, ofstopinn og
drambið, illgirnin og rag-
mennskan fengi endalaust
að ieika lausum hala, ráð-
andi öllu á verra veg, þá
væri úti um þetta land. Þá
I.
Ef við þráum „betra ísland“,
verðum við að leita fyrir okkur
eins og allir aðrir. Við höfum
lag^ í stórræði. Þjóð, sem ekki
telur einu sinni hundrað þús-
undir verkfærra karla og kvenna
hefur strengt þess heit að halda
hér uppi sjálfstæðu menningar-
lífi, sem ekki standi því að baki,
sem bezt >þekkist. Við höfum
dreift okkur yfir svo mikið land,
að ekki er nema rúmlega einn
íbúi á hvern ferkílómeter. Við
höfum orðið að leggja vegi óra-
leiðir, brúa óteljandi vatnsföll,
reisa vita, gera hafnir, koma upp
orkuverum. Við höfum byggt
skóla, kirkjur, sjúkrahús. -Við
höfum fengið útvarp og sírna og
eigum von á hitaveitu, hvað úr
hverju. Allt þetta hefur gerzt í
svo skjótri svipan, að miðaldra
menn muna glöggt þá fornöld,
sem hér var í æsku þeirra.
Hið nýja landnám Islendinga
er ævintýri, sem einstætt má
telja, þó víða sé leitað.
Hvernig hefur þetta gerzt?
Svarið er: við fundum lykilinn
að gullkistunni við strendur
landsins. Við höfum ausið úr
þeim nægtabrunni. Ef við eigum
að vera trúir þeirri þjóðarköllun,
sem við höfum 'játað, verðum
við að halda áfram að ausa, og
láta hendur standa fram úr erm-
um. Kröfur okkar sem þjóðar og
einstaklinga hafa vaxið. En get-
an til fullnægingar kröfunum
veltur á því, hvernig uppsprett-
an verður hagnýtt.
Nú sem stendur þarf enginn
maður að ganga svangur til
hvílu á íslandi. En hvað er fram-
yrði „íslands óhamingju
allt að vopni.“
En einhvern tíma kyrrir
svo, að stokkað verður í
næði. Þá verður ekki ein-
ungis spurt „h v a ð ertu?“
heldur fyrst og fremst
„hvernig ertu?“
Þegar þjóðarvitundinni
gefzt tóm til að átta sig á
því, sem saman á, verður
mörgum „matadomum“
raðað með „lághundunum“.
Því það er trú vor — hvað
sem uppi er á teningnum
—* að vit og góðgirni haldist
í hendur til sigurs. Ekkert
nema sú trú gefur von um
bjartari framtíð — betra
ísland.
undan? Þótt afkoma okkar sé
betri en flestra þjóða um þessar
mundir, verðum við að tryggja
framtíðina eftir föngum. Við
höfum góð skilyrði til þess, ef
við látum hleypidómalausa 1-
hugun ráða gerðum okkar.
II.
Islenzka ríkið þarf nú þegar
að fela færustu f jármálamönnum
þjóðarinnar að gera tillögur um
stofnun og rekstur TRYGGING-
ARBANKA fyrir ATVINNU-
VEGINA.
Velltufé bankans á að vera
allt það fé, sem að lokinni
styrjöldinni hefur safnazt í
íslenzkum bönkum, og ekki
er bein þörf fyrir til reksturs
og aukningar þeirra fyrir-
tækja, sem þá verða starfandi
í landinu.
Tryggingarbankinn sér fyr-
ir verkefni handa því vinnu-
afli, sem afgangs er á hverj-
um tíma, eftir að rekstri at-
vinnutækjanna sem fyrir eru
er borgið með vinnuafli. Hann
verzlar með framleiðslutæki
í stað peninga.
III.
Mönnum kann í fljótu bragði
að finnast þessi hugmynd nokk-
uð djörf og vafalaust má benda á
ýmis ljón á vegi, áður en til
framkvæmda kæmi. En við
verðum að láta okkur skiljast,
að atvinnuleysið er eitt
mesta böl mannkynsins og
við hljótum að kenna á
þunga þess, þegar stríðinu
lýkur, ef ekkert er gert til
að koma í veg fyrir það.
IV.
Allar þjóðir heimsins berjast
nú fyrir öryggi. Sú þjóð, sem
ekki kemur í veg fyrir atvinnu-
leysi getur aldrei búið við ör-
yggi. Nú er svo komið, að enginn
hugsandi maður gengur rólegur
til svefns, ef hann veit hús sitt
óvátryggt. Líftryggingar færast
óðum í vöxt, og sjúkratrygging-
ar, se.m óþekktar voru hér fyrir
fáum árum, þykja nú eins sjálf-
sagðar og eldavél eða handlaug.
Tvö undanfarin ár hefur verið
næg atvinna hér á landi. Þetta
hefur komið fram í fjörugu —
jaínvel trylltu — viðskiptalífi og
aukinni öryggistilfinningu í bili.
En það er augljós vottur um
þann ugg, sem menn hafa af at-
Framhald á 4. síöu.
Ný þjóðstjórn ?
Þeir, sem skrítnir eru í fasi, komast sjaldan hjá því, að bros-
að sé að þeim. Þeir verða því oft á tíðum spéhræddir — og eru
þá enn fáránlegri í tilburðum fyrir bragðið. Það er engu líkara en
Alþingi sé orðið dálítið spéhrætt og raunar ekki mót von.
Fyrir nokkrum mánuðum heimtuðu kommúnistar vinstra
samstarf og var vel í það tekið, einkum af Framsókn. Eitt af
þeim skilyrðum, sem Kommúnistar settu þá, var það, að teknar
yrðu upp virkar hervarnir.
Nú eru Kommúnistar búnir að gl-eyma þessu hvorutveggja.
Þeir minnast ekki á vinstra samstarf og eru alveg hættir að taia
um virkar hervarnir.
1 stað þess Sru þeir að tæpa á samstarfi allra flokka. Og nú
er það Sjálfstœðisfloklfurinn, sem tilkippilegastur er.
Ef vinstri stjórn hefði verið mynduð í nóvembermánuði og
gengið hefði verið að landvarnarskilyrðum Kommúnista, hefðu
nokkur hundruð eða kannske nokkur þúsund Islendinga verið
komin í hermannabúning undir amerískri stjórn.
Ef þjóðstjórnin kæmist nú á, og gengið yrði inn á stefnu
kommúnista í utanríkismálum, má búast við vaxandi áróðri
gegn Bandamönnum, sérstaklega Ameríkumönnum. Því nú er
Stalín orðinn öskuvondur við Eisenhower í Norður-Afríku og
Mikalaowitch í Yugo-slavíu. Og auðvitað verðum við að taka
upp þykkjuna fyrir Stalín. Hvernig hefði farið, ef fjöldi Islend-
inga hefði verið kominn í herinn undir amerískri stjórn?
Hvað sem menn hugsa um núverandi ríkisstjórn, vita allir,
að hún hefur meira fylgi meðal þjóðarinnar en nokkur stjórn,
sem mynduð yrði innan þings, eins og nú er málum komið.
Ef Kommúnistum tœkist að koma núverandi stjórn frá og
síðan að mynda nýja þjóðstjórn með Brynjólf Bjarnason, Her-
mann Jónasson, Bjarna Ben. og Stefán Jóhann i ráðherrasœtum,
mundi þjóðinni hnykkja við. Því munurinn á slíkri þjóðstjórn
og þeirri, sem hrökklaðist frá völdum í fyrra, eftir ófrægilegan
feril, er sá einn, að óheilindin yrðu miklu meiri frá öndverðu
að þessu sinni en þegar sú framliðna sá fyrst dagsins Ijós. En
spéhrœðslan gerir ekki að gamni sínu, svo ekki er óhugsandi, að 1
við eigum enn eftir að verða áhorfendur að ennþá fáránlegri til-
burðum Alþingis en nokkru sinni fyrr.
Sambúðln vlð
setallðln
Nazista-firran
Merk íslenzk kona, frú Krist-
ín Thoroddsen, sem dvalið hefur
í Ameríku undanfarið misseri,
hefur sagt frá því, að þar í landi
sé almennt talið, að við íslend-
ingar séum nazistar. Enginn efi
er á því, að frúin segir þetta eft-
ir beztu vitund. Aftur er aug-
ljóst mál að enginn getur í
skjótri svipan kannað til hlítar
almenningsálitið í ríki, sem er
heimsálfa að víðlendi og íbúa-
tölu. — Þess vegna verður ekki
önnur eða víðtækari ályktun
dregin af orðum frúarinnar en
sú, að þessi skoðun sé fyrir hendi
þar sem frúin þekkir til. Hitt
verður eftir sem áður að liggja
á milli hluta, hvort almennings-
álitið í Bandaríkjunum sé í raun
og veru á þessa leið. Og skal
með þessu engan veginn gefið
í skyn, að svo geti ekki verið.
En þó svo væri, að það sem
frúin hefur komið auga á, sé
ekki almenningsálitið í Banda-
ríkjunum, þá er það að minnsta
kosti sá vísir, sem vel getur orð-
ið að almenningsáliti, ef ekkert
er gert til að hefta vöxt hans. —
Þess vegna á ekki að skella
skollaeyrunum við þessari bend-
ingu frúarinnar, heldur taka
henni þakksamlega.
Mikið hefur verið um mál
þessi talað, meðal annars hér í
blaðinu. Má af því augljóst vera,
að ekki tjáir að leiða hjá sér það
sem um okkur er hugsað, rætt
og ritað, meðal þeirra þjóða, er
framtíð okkar er svo mjög und-
ir komin.
Sem betur fer er alveg óþarft
að eyða mörgum orðum til að
andmæla þeirri fjarstæðu, að
við séum nazistar. Enda þótt
Þjóðverjar gerðu sér meira far
um að efla vinsamlegt menn-
ingarsamband við Islendinga en
hinar stórþjóðirnar og fjöldi ís-
lenzkra menntamanna hefði
stundað nám í Þýzkalandi, náði
nazisminn minni tökum hér en
víðasthvar annars staðar fyrir
Framhald á 3. síðu.