Þjóðólfur - 22.03.1943, Blaðsíða 4
ÞJÖÐÖLFUE
Tryggingarbanki
atvinnuveganna
Framhald af 1. síðu.
vinnuleysinu, hvað kaup á nauð-
synjavöru hafa dregizt mikið
saman nú upp á síðkastið, vegna
þess að tiltölulega lítill hópur
manna hefur misst atvinnu.
Heimilisfeður launastéttanna,
einkum þeir, sem ekki hafa fasta
atvinnu, eru teknir að spara við
sig. Það er ekki atvinnu- eða fé-
leysi, sem er orsök þeirrar lægð-
ar, er nú verður vart í viðskipta-
lífinu, heldur óttinn við atvinnu-
leysi. Sami óttinn hefur líka
birzt í annarri og ólíkri mynd:
hóflausri kaupgirni. En hvort-
tveggja þetta sýnir, að atvinnan
er í augum margra eins og hval-
ur, sem rekið hefur á fjörur, en
getur tekið út aftur með fyrsta
stórstreymi.
V.
Allir vita, að verðmæti skapast
ekki nema fyrir framleiðslu. Þjóð
félagið getur aldrei tapað á því,
að þegnarnir vinni, né grætt á
því, að þeir sitji auðum höndum.
Um þetta verður ekki deilt.
Deilan getur snúizt um það eitt
í hvaða atvinnurekstur hagnýta
eigi vinnuaflið.
íslenzki fiskiflotinn hefur
fært þjóðinni mestan hlutann
af tekjum hennar. Hann hefur
beint og óbeint staðið undir
flestum framkvæmdum til lands
og sjávar.
Fiskveiðarnar eru eini at-
vinnuvegurinn okkar, sem
öruggt má telja, að staðizt
geti samkeppni annarra
þjóða.
Við verðum því að trygg'ja
framtíð okkar á fiskveiðum öllu
öðru fremur. Þegar lagt er til
að komið verði upp tryggingar-
banka atvinnuveganna, er vitan-
lega ætlazt til að vinnuaflinu
verði aðeins veitt í arðbæran at-
vinnurekstur, og þá fyrst og
fremst fiskveiðar,
VI.
Ef sendisveinn í búð verður
fyrir því slysi að brjóta reiðhjól-
ið sitt, lætur húsbóndinn hann
tafarlaust hafa annað reiðhjól,
svo engin stöðvun verði á at-
vinnurekstrinum.
En ef togari þarf að fara í
slipp er skipshöfnin afskráð og
fjöldi heimila á það á hættu að
fyrirvinnan verði atvinnulaus
mánuðum saman, jafnvel heil
misseri.
Er nokkurt vit í þessu? Er
ekki auðsætt að þjóðfélaginu
ber að leggja höfuð-áherzlu á
það, að sú atvinnugreinin, sem
stendur traustast undir tilveru
þess, þurfi aldrei að stöðvast.
Eða — svo annað dæmi sé
nefnt. Það kemur fyrir á hverju
ári um síldveiðitímann, að stöðva
verður veiðar, þegar aflinn er
mestur. Er hægt að hugsa sér
meiri andhælishátt? Skipin eru
kannske að leita viku eftir viku
og afla ekki fyrir kostnaði. Svo
loks þegar hleypur á snærið er
til að vinna gullið úr hráefnun-
um.
Þetta, sem hér hefur verið
sagt, er augljóst mál og alviður-
kennt. Öllum er ljós þörfin á um-
bótum. En við höfum haft gilda
afsökun: fjárskortinn.
Við verðum að treysta því, að
ekki verði svo hörmulega á mál-
um haldið, að við þurfum að
bera fyrir okkur gjaldeyrisskort
í náinni framtíð.
íslenzku bönkunum berst nú
svo mikið fé, að þeir eru hætt-
ir að skila vöxtum. Þegar verð-
bólgan hjaðnar svo um muni,
má gera ráð fyrir, að f járstraum-
urinn <til bankanna aukist um
tugi milljóna, jafnframt því,
sem lánsfjárþörfin fer ef til vill
minnkandi.
Hvað er nú eðlilegra en
að minnsta kosti einhverj-
um hluta þessa fjár verði
varið til kaupa á nýjum
skipum og öðrum arðbœrum
og óhjákvœmilegum fram-
leiðslutækjum?
Hvað er verra að selja lands-
mönnum ný skip með sæmileg-
um kjörum en erlendan gjald-
eyri?
Hversvegna ætti að vera á-
hættumeira fyrir bankann að
einstaklingum eða hópum
manna skip en lána þeim fé í
vafasöm fyrirtæki eða til eyðslu?
Hversvegna má bankinn ekki
alveg eins liggja með nokkur
góð fiskiskip og vaxtalaust fé í
erlendum bönkum?
VII.
Vegna illinda og sundur-
þykkju í stjórnmálalífinu hefur
verið svikizt um þá skyldu að
tryggja framtíðina. Núverandi
stjórn er að hefjast handa í þess-
um efnum, og hafi hún fyllstu
þökk fyrir. En það er eitt dæm-
ið enn um þegnskap Alþingis og
þjóðhollustu, að nú er róið að
því á bæði borð að losa þjóðina
við þessa forustu.
Andvaraleysi og skammsýni
valdhafanna á síðastliðnu ári
kemur meðal annars fram í því,
hvernig gjaldeyrinum var varið.
Það er flutt til landsins alger-
lega fánýtt skran fyrir marga
tugi milljóna. Samtímis því sem
aðrar ríkisstjórnir leggja fast að
girni fólksins á allskonar rusl.
Þjóðin hefur fengið steina fyrir
brauð, án þess að hugleiða, að
hún var kannske að sólunda
andvirði 10 síldarverksmiðja,
eða 20 togara eða 100 smærri
veiðiskipa.
Samtímis því sem gengdar-
leysið og glerkýrnar hafa oi'ðið
þau tákn íslenzkrar nýmenn-
ingar, sem mest stinga í augun,
hefur íslenzki flotinn mink-
að um 3000 smálestir.
Það er kominn tími til að sjá
að sér. Okkur vantar skip og
sí ldarver ksmiðj ur, ] ýsisherzlu-
stöðvar, áburðarvei’ksmiðjur og
ótal, ótal margt fleira. Við höf-
um aldrei í okkar sögu haft eins
góð skilyrði og nú til að bæta
úr brýnum þörfum. Við verðum
að hætta að kaupa steina fyrir
brauð.
Við þurfum að einbeita hugan-
um að því að tryggja framtíð-
ina framtíð frjáls menningar-
lífs í einu minnsta og afskekkt-
asta þjóðfélagi jarðarinnar. Við
eigum að setja okkur það mark,
að vera fyrsta þjóðin, sem bylt-
ingarlaust vísar á dyr fyrir fullt
og allt þeim vágesti, sem öll-
um þjóðum er hvimleiðastur og
hættulegastur: atvinnuleysinu.
Hér hefur lauslega og í stuttu
máli verið bent á eina leið að
því marki, tryggingarbanka at-
vinnuveganna, fyrst og fremst
þess atvinnuvegar, sem mest
veltur á um framtíð þjóðarinnar,
afkomu og menningu alla.
----
♦;»♦> lf>^>«^>«^.>4*4«*»4*««*44*4«*»4*»4^ »*«^44*44**4*4»’«
Hríngíð í síma
2923
og gcrizt áskríf*
cndur ad Þfóðólfi
Grænmetisfræið er komið
Gulrætur — salt — næpur — spínat — græn
kál — blómkál — gulrófur.
Afgreiðum ekki minna en I 00 grömm.
GRÆNMETISVERZLUN RÍKISINS
TILKYNNING
frá skrifstofu leigumáladeildar Bandaríkjahersins.
Bandaríkj aherinn mun hafa fulltrúa í Hafnarstræti 21
Reykjavík, til aðstoðar islendingum í málum, sem lúta að
ieigu á fasteignum til Bandaríkjahcrsins. Kemur þetta til
framkvæmda mánudaginn 15. marz 1943, og verður síðan
alla virka daga frá kl. 9 til 16. Símanúmerið er 5937.
allt „stopp“ af því ekki eru nein
varaframleiðslutæki fyrir hendi
þegnum sínum að velta hverj-
um eyri í lófa sér, eru lúðrar
þeyttir á íslandi til að æsa kaup-
TILKYNNING
frá ríkísstjórnínní
I
Brezka sjóliðið hefur ákveðið að breyta áður auglýstum ’
bannsvæðum á Seyðisfirði og Eyjafirði, sem hér segir:
Seyðisfjörður: Eftirfarandi bannsvæði eru afnumin:
JBannsvæði (b), auglýst í Lögbirtingablaði nr. 71, hinn 27. des-
ember 1940,
Bannsvæði auglýst í Lögbirtingablaði nr. 16, hinn 14. apríl 1942,
Bannsvæði auglýst 1 Lögbirtingablaði nr. 52, hinn 25. september
1942.
, í stað þessara svæða kemur nýtt svæði, þar sem bannaðar i
eru veiðar og akkerislegur skipa, og afmarkast það á eftirfar-
andi hátt:
a. Austurtakmörk: Bein lína dregin 7,25 sjómílur í 351° stefnu
frá Dalatangavita, og bein lína frá þeim stað í 270° stefnu
í skerið við Álftanes (sömu austurtakmörk og á bannsvæði
auglýsingar 14. apríl 1942).
b. Vesturtakmörk: Bein lína dregin yfir fjörðinn í 327“ stefnu
frá stað, sem er 3,02 sjómílur í 247° stefnu frá Brimnesvita.
Eyjafjörður: Bannsvæði það, sem auglýst er í Lögbirt-
ingablaðinu nr. 71, hinn 27. desember 1940 stækkar þannig, að
norðurtakmörk þess færast 1,5 sjómílur til norðurs.
í tilkynningu ríkisstjórnarinnar frá 10. ágúst 1942, sem birt
er í 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins frá 14. s. m., breytast
ákvæði 1. töluliðs a, b og b og 2. töluliðs III. kafla samkvæmt
framansögðu.
Uppdrættir af bannsvæðunum á Seyðisfirði og Eyjafirði
verða birtir í Lögbirtingablaðinu nr. 13, hinn 12. marz 1943.
i
Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 9. marz 1943.
FLIK-FLAK ER BEZT
Hið fljótvirka FLIK-FLAK sápu-
löður leysir og fjarlægir öll ó-
hreinindi á stuttri stundu.
Fínasta silki og óhreinustu verka-
mannaföt. — FLIK-FLAK þvær
allt með sama góða árangri.
Látið FLIK-FLAK þvo
fyrir yður.
PLII
F/ik-.
F/ak
FLÁK