Þjóðólfur - 21.06.1943, Page 4
ni. árg. 23. tbl.
ÞÍOiMilR
21. júní 1943
21. júní
Dægupmál
Átök í Framsókn.
Um alllangt undanfarið skeið
hefur það verið á almannavitorði,
að eigi væri kyrrt í Framsóknar-
flokknum. Hafa gerzt þvílíkar
greinir með mönnum í fylking-
arbrjósti flokksins, að forusta hans
hefur raunverulega verið klofin,
þótt kyrrt væri að kalla á yfir-
borðinu og ekki tekið að skipta
liði meðal kjósenda flokksins.
Annars vegar hafa skipað sér
formaður flokksins, Jónas Jóns-
son, ásamt framkvæmdastjórn
Sambands ísl. savinnufélaga. Hins-
vegar hafa tekið sér stöðu Her-
mann Jónasson og Eysteinn Jóns-
son og hefur fylgt þeim að mál-
um meginhluti af þingflokki
Framsóknarmanna. — Stefnumun-
ur þessara aðila hefur enn lítt
komið í ljós nema í einu máli:
AfstöSunni til kommúnista.
Hvaö skilur?
Eiginlegur stefnumunur hinna
andstæðu aðila í Framsóknar-
flokknum er sem sagt óljós enn,
þegar sleppt er viðhorfinu til
kommúnista. En þó má leiða lík-
ur að ýmsum atriðum í þeim efn-
um. Fyrir Jónasi og Sambands-
mönnum vakir án efa hreinrækt-
aðri bændapólitík en flokkurinn
hefur rekið til þessa, svo og al-
hliða tillit til framleiðslustarfsem-
innar yfirhöfuð. Þeir munu og
hafa hug á nokkurri „lireinsun“
í flokknum: Firra hann frekari
ámæli af ýmsum létt virtum mönn-
um, sem í auðgunarskyni hafa
haldið sig í útjöðrum flokksins á
undanfömu valdatímabili hans.
Þeim mun og vera farið að of-
bjóða skattarán það, sem er hið
eina og sanna „evangelium“ Ey-
steinsliða.
Um afstöðuna til kommúnista
er aftur það að segja, að formaður
flokksins og hans fylgjendur
munu vilja halda fast við fyrri
yfirlýsingar flokksins um það, að
samvinna við kommúnista komi
ekki til greina, þar ’eð þeir viljr
kollvarpa þjóðskipulaginu og séu
þjónustuskyldir erlendu stórveldi.
— Hermannsliðar vilja hins veg-
ar ná samstarfi við kommúnista,
hvað sem það kostar og að því er
virðist alveg án tillits til málefna.
Er þeim Hermanni og Eysteini
svo mikið í mun í þessu efni, að
þeir eru óðfúsir að ganga til þess-
arar samvinnu yfir pólitískt lík
foringja síns og velgerðamanns,
Jónasar Jónssonar.
Þögnin rofin?
Um nokkurt skeið hefur verið
fjölyrt um þessa ókyrrð í Fram-
sóknarflokknum í andstöðublöð-
um flokksins. Hins vegar hefur
verið þagað um hana innan flokks-
ins,nema hvað snertir undirróð-
ursstarf í kyrrþey. Þó hafa farið
þar fram þögul átök, sem sýna
gerla, hvað er að gerast..
Á aðalfundi miðstjómar flokks-
ins náði Jónas nauðulega endur-
kosningu sem formaður flokksins.
Hins vegar var annar maður val-
inn sem formaður þingflokksins.
Á sömu leið fór um blaðstjórn
Tímans. Þar komst Jónas í minni-
hluta og var bolað frá formenn-
sku. Hefur hann ekki skrifað staf
í Tímann síðan, enda engan veg-
inn átt óhindraðan aðgang að
blaðinu.
Fyrir stuttu síðan sendi Jónas
út dreifibréf, þar sem hann gerir
nokkra grein fyrir stefnum meiri-
hlutans og minnihlutans í stjórn
Framsóknarflokksins. Lætur hann
þess jafnframt getið, að hann
muni nii taka að skrifa í „Dag“ á
Akureyri, annað aðalblað flokks-
ins. — Síðan Jónas sendi út bréf
sitt liefur það hins vegar spurzt,
að hann hafi ekki fengið „inni“
í „Degi“ þegar til átti að taka.
Leikur mönnum nú jafnframt
grunur á því, að hann muni ganga
hreint til verks og kljúfa flokkinn
og stofna sitt eigið málgagn.' —
Má nú ætla, að raunvemlega sé
rofin sú þögn innan Framsóknar-
flokksins, sem öllum þorra flokks-
mannanna hefur óneitanlega þótt
nokkuð óviðfeldin.
Taflsta&an.
Það er ekki auðvelt að geta sér
neins til um endalok þeirra átaka,
sem nú virðast standa fyrir dyr-
um innan Framsóknarflokksins,
enda í sjálfu sér þarflaust. Tím-
inn mun leiða það í Ijós eins og
allt annað.
Hermann og fylgjendur hans
hafa „Tímann“ á sínu valdi, En
svo liefur bragðið við, eftir að Jón-
as hætti að skrifa í blaðið, að það
er mjög ólæsilegt og áreiðanlega
þrautleiðinlegasta blað, sem út et
gefið á Islandi. Enda er ekki hlut-
ur Þórarins ritstjóra slíkur, að
þess sé að vænta að mikið kveði
að lionum. Hann var ámm sam-
an algerlega háður Jónasi og örl-
aði aldrei á sjálfstæðum skoðun-
um í málflutningi hans. Síðar
gekk hann Hermanni á hönd jafn
gagnrýnilaust og er nú álíka þægt
verkfæri hans og Jónasar áður.
Hermann og Eysteinn skrifa hvor-
ugur að staðaldri — og munu al-
drei gera. Um aðra flokksmenn í
Reykjavík, sem helzt hafa lagt
blaðinu til efni nú undanfarið, er
bezt að fjölyrða sem minnzt. Það
virðist því gersamlega fyrirmun-
að þessum armi flokksins að halda
úti blaði, sem nokkurs virði geti
talizt. — Hins vegar er stílsnilld
Jónasar löngu þjóðkunn og óum-
deilanleg, hvaða afstöðu, sem
menn kunna að hafa gagnvart
stefnu hans. Þarf ekki að draga
í efa, að heitar muni eggjar hans,
þegar hann fer að skera fyrir
meinin á flokkslíkamanum. Munu
þau sár, er hann þá veitir and-
stæðingum sínum, gróa seint og
illa.
Málefnagrundvöllurinn.
Jónas mun vafalaust hasla sér
völl sem málsvari bænda, sam-
vinnuhreyfingarinnar og smærri
framleiðenda. Hann mun taka
skýra afstöðu gegn kommúnistum
á þeim grundvelli, að þeir séu ó-
þjóðhollur niðurrifsflokkur og
vilji feiga framleiðslustarfsemina
í landinu í því skyni að skapa
hran og neyðarástand. Hermann
og Eysteinn standa illa að vígi
málefnislega. Þeir hafa engin mál
á oddinum. 1 allmarga undanfarna
mánuði virðast þeir hafa átt eitt,
aðeins eitt áhugamál: Að ná sam-
starfi við kommúnista. Tilgangur
slíks samstarfs hefur verið alger-
lega óljós. Það hefur aðeins ver-
ið stefnt að þessu markmiði mark-
miðsins vegna.
Átökin í Framsóknarflokknum
snúast því fyrst og fremst um af-
stöðuna til kommúnista og þá um
leið um afstöðuna til efnahags-
starfsemi þjóðarinnar. Hermann
og Eysteinn hafa forystu hinna
kommúnistísku afla í flokknum.
Færi langbezt á því, að sá armur
lians hreinlega sameinaðist komm-
únistum. Hins vegar verður að á-
líta, að meginliluti bændastéttar-
innar telji sig ekki eiga samleið
með því fólki. Og sama máli gegn-
ir væntanlega um meginstyrk sam-
vinnuhreyfingarinnar.
Happdrætti
verkafólksins
er í
Ráðningarskrifstofu landbiínaðarins
Lækjargötu 14 B. — Sími 2151.
t Opið daglega kl. 9—12 árdegis og 1—7 síðdegis.
Þar er úrval sveitaheimila, sem vantar kaupafólk í
sumar, bæði konur, karla og unglinga.
Þeir, sem fyrstir verða til að gefa sig fram til vinn-
unnar, liafa úr mestu að velja.
Komiö fljótt og látiö ekki happ úr hendi ganga.
»
Framleiðsla til fæðis og klæðis er ávallt þjóðar-
nauðsyn, en aldrei fremur en nú.
AÐSENT EFNl!
■
Réttur gangandi
fólks á götum
Reykjavíkur.
Þegar talað er um umferð og
umferðarreglur í Reykjavík, er,
auk gangandi manna, átt við öku-
tæki svo sem bifreiðar, reiðhjól
og bifhjól. Ríðandi menn eða hest-
ar með vagna í eftirdragi sjást
sjaldan nú orðið, samanborið við
það, sem áður var.
Á flestum helztu götum bæjar-
ins standa nálega óslitnar raðir
af bifreiðum, annaðhvort uppi við
húshliðarnar, þar sem ekki era
afmarkaðar gangstéttir, eða utan
við stéttirnar. Er þá víðast hvar
ekki lengra bil á milli bifreiða-
raðanna en svo, að ökumenn geta
aðeins þrætt miðja götuna. Þetta
torveldar mjög gangandi fólki að
komast leiðar sinnar. Það verður
að sæta lagi að sneiða hjá bifreið-
unum, þegar lilé er á umferð eft-
ir miðri götunni.
Sumstaðar er varla liægt fyrir
gangandi menn að komast að hús-
um sínum fyrir bílaþvögu, sem
hinir og þessir eiga. Bílarnir era
látnir standa vikur og mánuði á
götunni framundan íbúðarhúsun-
um til óþæginda og skapraunar
íbúunum, ekki sízt því fólki, sem
er svo óheppið að búa í kjöllur-
um, þar sem gluggar snúa út að
götunni. Þar byrgja bílamir fyrir
birtu og útsýni.
Lengi vel, eftir að farið var að
nota bifreiðar til fólks- og vöru-
flutninga hér í bæ, fóru menn sér-
lega vel með þessi farartæki sín,
og þótti vænt um þau, að því er
virtist. 1 vondum veðrum, vetur
og sumar voru bifreiðamar
geymdar inni í skúrum, þegar ekki
þurfti að nota þær. Sumir klæddu
þær með dúkum til að verja þær
snjó og regni, ef óhjákvæmilegt
var að hafa þær undir beru lofti.
Nú er þessu öðruvísi varið. Mönn-
um virðist standa alveg á sama,
hvernig fer um þessi verðmæti.
Bifreiðarnar eru látnar standa úti
alla daga og nætur, árið um kring,
í livaða veðri sem er, og eru þá
sérstaklega illa til fara. Svo kveð-
ur rammt að liirðuleysinu, að lög-
reglan hefur orðið að taka bifreið-
ar af götunni sem óskilavarning.
— Minnir þettá á meðferð sumra
bænda á landbúnaðarvélum sín-
um.
i
★
Sumstaðar er stórgrýti, á víð og
dreif á gangstéttum eða þar sem
þær eiga að vera. Torveldar það
mjög umferð gangandi fólks og er
því til mikils ama.
Þá er enn eitt, sem angrar gang-
andi fólk og er því til mikilla ó-
þæginda á götum úti en bænum
til stórlýta. En það er hinn stanz-
lausi vatnsstraumur ofan á gang-
stéttirnar úr þakrennum á mörg-
um húsum í bænum, þegar dropi
kemur úr lofti. Ég get ekki hugs-
að mér, að slíkt geti átt sér stað
í nokkurri höfuðborg í veröldinni,
annarri en Reykjavík.
I rennurnar safnast sót úr reyk-
háfum og ryk af götunum. Þetta
skolast svo með regnvatninu ofan
í kollinn á gangandi fólki, og fatn-
að þess. Sumstaðar kveður svo
rammt að þessu, að ekki verður
komizt inn um dyr í sölubúðum,
eða öðrum húsum án þess að fá
þetta steypibað rétt við húsdym-
ar — og það í ríkum mæli. Þetta
er svo almennt í bænum, að lík-
indi era til, að það sé einmitt boð-
ið, en ekki bannað, í lögreglusam-
þykkt bæjarins, að þakrennur
húsa séu í slíku ásigkomulagi.
Alltítt er það, einkum í út-
hverfagötum, að skólpi er hellt út
á götuna og jafnvel stundum
skvett út úr gluggum.
Sumstaðar hér í bæ standa ein-
stök hús nálega úti í miðri götu
(sbr. Hverfisgatan, Smjörhúsið o.
s. frv.) Gangstétt er þá víðast hvar
engin meðfram húshliðunum, eða
þá svo örmjó, að ein manneskja
getur trauðlega þrætt hana í senn.
Þegar nú bifreiðar standa í röðum
báðum megin á aðalgötunni, er
lítið öryggi fyrir gangandi fólk,
sem verður að neyðast til að sk jót-
ast út á miðja götu milli bifreið-
anna, til þess að komast leiðar
sinnar.
Ef umferðaréttur gangandi
manna hér í bæ á eingöngu að
vera bundinn við gangstéttirnar
þar, sem þær era, hlýtur bæjar-
stjórn að sjá um að fólk geti not-
ið þeirra og þurfi hvorki að ganga
undir fossandi þakvatn né klof-
ast yfir stórgrýti eða annað, sem
tálmar umferðina.
Svipur.
Kynlegur siður.
Engin vörutegund er eins illa
umbúin, af hálfu seljendanna, eins
og brauS. Það er ekki ótítt, að af-
greiðslustúlkur í brauðbúðum af-
hendi viðskiptamönnunum brauð,
sem eru aðeins að nokkra leyti
vafin inn í pappír. Litlu pappírs-
blaði er vafið utan um miðbik
brauðanna en endarnir látnir vera
umbúðalausir. Þegar bezt lætur,
er sveipað utan um brauðin bréfi,
sem raunverulega er nógu stórt,
en þá er forðast að ganga þann-
ig frá umbúðunum, að þær geti
tollað. Giimmiteygjur og límpapp-
ír virðast vera óþekktar nauðsynj-
ar í brauðbúðum. Umbúðirnar eru
brotnar lauslega fyrir enda brauð-
anna. Um leið og viðskiptamað-
urinn er kominn út úr búðinni
brettast þær upp og brauðin eru
tilbúin að taka á móti moldryki
götunnar.
Hvað á svona liáttalag að þýða ?
Hvers vegna grípa ekki heilbrigð-
isyfirvöldin hér inn í og fyrir-
skipa eigendum brauðbúðanna
að búa sæmilega um vöru sína?
Það hefur að vonum verið átalið
harðlega, að ýmsar fiskbúðir skuli
leyfa sér að afhenda viðskipta-
mönnum sínum fisk, án þess að
búa um liann á sómasamlegan
hátt. En hversu miklu alvarlegri
er þó ekki meðferðin á brauðun-
um? Þau eru etin í óbreyttu á-
standi eins og þau koma frá búð-
unum. Fiskurinn er þó soðinn.
Sóttkveikjurnar, sem ásamt götu-
rykinu setjast á brauðin, fara ó-
skaddaðar á borð neytendanna. Á
að þola Skrælingjabrag í meðferð
einnar helztu neyzluvöra almenn-
ings miklu lengur en orðið er?
HúsmóSir.
Ef þið óskið að geta tal-
að með um aðalskipun
þjóðmálanna þá lesið ritið
Það er nú komið út í ódýru
upplagi á aðeins 4 kr. og
fæst hjá bóksölum.