Þjóðólfur - 16.08.1943, Síða 2
2
ÞJÓÐÓLFUR
Árstíðadagarnií* eiga
aö verða heigidagar
Lögfrœðingur kom til Lundúna, til
að hafa upp á ungri stúlku, sem hafði
verið arfleidd að miklum auði. Lög-
reglan var kvödd til hjálpar og lagði
hún fyrir sitt leyti málið í hendur
ungum efnilegum njósnara. Nú liðu
nokkrar vikur og ekkert heyrðist um
milljónameyna, en lögfrœðingurinn
var tekinn að óróast. Allt í einu birt-
ist þá njósnarinn á skrifstofu hans
og tilkynnir brosandi, að nú sé hann
búinn að hafa upp á erfingjanum.
„Og hvar er hún?“ spyr lögfrœðing-
urinn og verður glaður við. „Heima
hjá mér", svarar njósnarinn. „Hún
giftist mér í gcer“.
★
Presturinn: „Eg skil það vel, kcera
frú, að sorg yðar sé mikil, þar sem
þér hafið misst yðar ástkœra mann
eftir stutta samveru. En látið ekki
hugfallast. Þér vitið til hvers þér
eigið að snúa yður. Hann einn get-
ur veitt yður huggun og létt harma
yðar“.
Ekkjan: „Ég veit það, prestur
minn. Hann hefur líka minnzt á það
við mig. En það er svo sem ekki
nema eðlilegt, að hann sé hikandi
við að ráðast í það að giftast ekkju
með fimm börnum, og það á þess-
um tímum“.
★
Ráðstefna er samkunda manna,
sem hver fyrir sig er einskis megn-
ugur og allir saman geta ekkert ann-
að en komið sér saman um, að ekk-
ert sé hcegt að gera. — Hagfrœðing-
ur er maður, sem dregur stœrðfrœði-
lega rétta línu frá órökstuddri for-
sendu til fyrirfram ákveðinnar niður-
stöðu. — Prófessor er maður, sem
hefur það verk á hendi að segja stúd-
entum, hvernig þeir eigi að snúast
við viðfangsefnum, sem hann hefur
sjálfur komið sér undan, með því
að gerast prófessor. — Sérfrœðilegur
ráðunautur er maður, sem veil minna
um starfsgrein þína en þú sjálfur og
tekur meira fyrir að segja þér, hvenv-
ig þú eigir að reka hana, heldur en
þú gætir grcett á henni, þó að þú
rcekir hana rétt, en ekki eftir hans
forskriftum.
(The English Digest ber ábyrgð á
þessum skilgreiningum, en ekki
Þjóðólfur).
★
Nýr ungverskúr sendiherra lagði
skilríki sín fram fyrir forsetann í
einu af Suður-Ameríku lýðveldunum.
„Fró hvaða landi eruð þér?“ spurði
forsetinn. „Konungsríkinu Ungverja-
landi“, svaraði sendiherrann. ,Jœja,
svo að þið hafið konung?“ segir for-
setinn. ,JSei; Horthy flotaforingi
stjórnar okkur", svarar sendiherrann.
,J'lotaforingi! Hafið þið mikinn
flota?“ — ,JNei, floti er ekki til hjá
okkur". — ,Ja — einmitt! Og þið
eruð hlutlausir í styrjöldinni?“ —
,JSei, yðar hágöfgi, við erum í ófriði
við Rússa“. — ,JÚ, einmitt! Út af
hverju berjist þið?“ — „Við vilj-
um fá Transsilvaníu". — „Nú, ein-
mitt! Og Rússar halda Transsilvaniu
fyrir ykkur“. — „Nei, Rúmenar halda
Transsilvaníu". — „Svo að þið berj-
ist þá við Rúmeníu líka?“ — ,JVeí,
yðar hágöfgi, Rúmenar eru banda-
menn okkar“. Forsetinn tekur ofan
símatólið. Svipurinn er rólegur, en
röddin dálítið óstyrk: „Gefið mér
samband við „Klepp“.
THILVILJANIR hafa ráðið of
A miklu hingað til um það,
hvaða dagar hafa orðið að
helgidögum og frídögum, enda
munu þeir nú vera orðnir fullt
svo margir hér á landi og víða
annarsstaðar. Kirkjulegir helgi-
dagar voru að vísu fleiri áður,
en í stað þess að afnumin var
t. d. þríhelgi stórhátíða (1770)
og kóngsbænadagurinn, hafa nú
bæzt við ýmsir frídagar, heilir
eða hálfir svo sem sumardag-
urinn fyrsti, 17. júní, laugar-
dagurinn fyrir páska, 2. ágúst
og 1. desember.
Um þessa daga «r það að
segja, að sumardagurinn fyrsli
hefur þá helgi á sér, að sjálf-
sagt er að halda honum sem
almennum frídegi. Sama má
segja um 2. ágúst og 1. desem-
ber, sem báðir eru merkir í
sjálfstæðissögu þjóðarinnar og
hafa nú um skeið verið frídag-
ar að meira eða minna leyti.
— I sambandi við minningu
sjálfstæðis vors, er Jóns Sigurðs-
sonar alltaf minnst, og því er
engin ástæða til að taka afmæl-
isdag hans 17. júní sem árlegan
frídag, og það því síður, sem
það er hvergi siður að gera af-
mælisdaga þjóðlegra merkis-
manna að föstum frídögum.
Slíkt er smekkleysa og gerir
minningu slíkra manna of
hversdagslega. Þegar vér heiðr-
um mann eins og Jón Sigurðs-
son, þá á það að koma eðli-
lega og af sjálfu sér, en alls
ekki að gera það að neinskon-
ar skyldu eða föstum sið.
★
Annars ætti að endurskoða
helgidagalöggjöfina og færa
II.
Til þess að geta dæmt um
vísurnar, verða menn að hafa
rétta skoðun á kveðandi þeirra
og brag („rhytme“, „metrum“
og bragliðaskipun); ennfremur
á því, hvernig kenningar eru
myndaðar. Um þetta allt hefur
Snorri Sturluson ritað í Hátta-
tali sínu og Skáldskaparmálum,
svo afburða vel, að varla verð-
ur á betra kosið.
En rit þessi virða fræðimenn
vorir að vettugi. 1 svokallaðri
bragfræði, er Bókmenntafélag-
ið gaf út, en Finnur próf. Jóns-
son hafði ritað, heldur F. J. því
fram, að forfeður vorir hafi
enga bragfræði ritað, -— skort
til þess þekkingu — vísindaleg
bragfræði hafi fyrst orðið til
er prófessor Sievers hafi komið
fram á sjónarsviðið. (Skrumi
Finns um hæfileika mannsins
sleppi ég, því að það virðist
fyllilega óverðskuldað, í þessu
efni a. m. k., enda kemur það
heim við orð Sig. • Nordals í
formála Egilssögu, því að af
þeim verður varla annað ráð-
ið, en það, að Sievers hafi ekki
verið með öllum mjalla, er
hana í skynsamlegra horf. —
Hinir kirkjulegu hátíðisdagar
hafa í rauninni engan söguleg-
an stuðning nema venjuna. Vér
vitum t. d. ekkert með vissu
um fæðingu Krists eða annað
úr æfi hans. Skal þó ekki lagt
til að raska neitt röð hinna
kirkjulegu hátíða, en aðeins
benda á, að ekki halda allar
kristnar þjóðir þær á sama
hátt. Sumstaðar er ekki einu
sinni vinnufrí. Lúther hafði í
byrjun viljað afnema alla helgi-
daga kirkjunnar nema sunnu-
daga, af því að þeir styddust
eingöngu við mannlegar sam-
þykktir en enga guðlega til-
vísun.
★
Ef talað er um sérstakan
skynsemigrundvöll fyrir stórhá-
tíðir, þá er ekki nema um einn
að ræða, og það eru árstíða-
skiptin. — Náttúran hefur sjálf
skapað fjóra árlega merk-
isdaga. Og það eru sólstöðudag-
arnir og jafndægrin. — Þessi sí-
gildu tímamót voru haldin há-
tíðleg aftur í heiðni, einkum
sólstöðudagamir, enda þótt erf-
itt væri að fastsetja þá með ná-
kvæmni, á meðan engin útreikn
uð almanök vom til. J ólin voru
einmitt sólhvarfahátíð í heiðn-
um sið, en kristni siðurinn
gerði þau að fæðingarhátíð
Krists. Á sama hátt tók kirkj-
an hinn svonefnda miðsumar6-
dag og helgaði hann hinum
heilaga Jóhannesi, og er það
hin svonefnda „Jónsmessa“. En
svo slysalega vildi til, að bæði
jólin og Jónsmessan lentu 2—3
dögum á eftir sólstöðudögun-
um, þegar. núgildandi tímatal
Nordal hitti hann). Þekking
Sievers á íslenzkri tungu kem-
ur fram í byrjun rits hans um
íslenzka metrik. — Háttatal
Snorra byrjar á orðunum:
„Hvat em hættir skáldskapar“
°g hyggur Sievers, að þau þýði,
hve margir era bragarhættirn-
ir. Hvorki Finnur né aðrir
fræðimanna vorra hafa í 66 ár
haft neitt við þetta að athuga.
Nú vita menn því, eða ætti að
vita, að t. a. m.: „Hvat eru
hættir manna“ þýðir: „Hve
margir era kynflokkar
manna“! En þangað til Sievers
kom fram, höfðu menn skilið
það svo, sem spurt væri um:
Hver eru einkenni skáldskapar
(eða manna); hvernig lýsir það
sér, að um skáldskap eða menn
sé að ræða, o. s. frv. Orðið „fyr-
irboðning“ (prédikun, ræða,
frásögn sbr. „að fyrirboða“)
telur Sievers, að merki það, sem
bannað er (af „að fyrirbjóða“),
er hann segir, að Snorri nefni
hvergi nema í byrjun það, sem
sé „fyrirboðning“. Hann gætir
þess eigi, að í hverri vísu Hátta-
tals er fyrirboðning (þ. e. a. s.
frásögn, efni, sem sagt er frá).
Eiríkur Kjerúíf:
Frníi • Piislai i tnpi
var lögfest. Og við það hefur
setið.
Lengi hefur staðið til að leið-
rétta bæði þetta og fleiri galla
á almanakinu, en það hefur
helzt strandað á kreddum ka-
þólska klerkdómsins. Horfur
era þó taldar á, að ekki líði
langur tími áður en einhverj-
ar breytingar verða gerðar.
Enda þótt vér íslendingar að
sjálfsögðu bíðum eftir og hlít-
um alþjóðasamþykktum um
endurbætur á tímatalinu, þá
getum vér vel orðið fyrstir til
að löghelga árstíðadagana sem
almenna helgidaga, eða a. m. k.
frídaga. I staðinn mætti leggja
niður t. d. skírdag, uppstign-
ingardag, annan í hvítasunnu
og svo að sjálfsögðu 17. júní,
sem er of nálægt sólstöðudeg-
inum 21. júní (stundum 22.).
Sólstöðudagurinn ætti í raun-
inni að vera einn mesti hátíðis-
dagur hinna norðlægustu þjóða
hnattarins, en einkum þó
þeirra, sem njóta sömu sérstöðu
og vér, að hafa þá sólina á
lofti allan sólarhringinn. Þes6Í
dagur væri réttnefndur sólar-
dagur og ætti líka að vera helg-
aður sólinni, hinum sýnilega
aflgjafa og magnara alls lífs á
jörðinni. — Og hvaða tákn höf-
um vér líka í voram sýnilega
heimi um sjálfan guðdóminn,
ef það er ekki sólin?
Auðvitað ætti að miða all-
an tímareikning við sólardag-
inn og hina árstíðadagana þrjá,
sem svo skýrt marka hinar ár-
legu breytingar á afstöðu vorri
til sólarinnar.
En á meðan ekki verður al-
þjóða samkomulag um þetta,
getum vér ekki gert annað en
að helga þessa daga með því
að gera þá að sérstökum hátíð-
isdögum. — Og það eigum vér
að gera sem fyrst.
H. J.
----o-----
Sievers heldur því fram, að í
rétt kveðnum dróttkvæðum
hætti eigi að vera 6 atkvæði
í hverju vísuorði og byggir
þessa kenningu á auðsjáan-
legri ritvillu í óbundna mál-
inu, því að Snorri yrkir 5 fyrstu
vísur Háttatals sem sýnishorn
venjulegs dróttkvæðs háttar
og í þeim öllum era 6 og 7
atkvæði í vísuorðunum. Allar
dróttkvæðar vísur í handritum,
eru og, hér um bil undantekn-
ingarlaust, ortar þannig. Til
þess að gera þetta semiilegt, er
því haldið fram, að skáldin
hafi ort á eins konar tæpitungu
(sagt: getk, ferk, hanns, þás
o. s. frv. í stað: get ek, fer ek,
hann es, þá es), og notað lat-
mæli: und, fyr o. s. frv., í
stað: undir, fyrir o. s. frv.
Þetta hrognamál kalla frœði-
mennirnir skáldamál, og era
Fornritafélags-útgáfurnar með-
al annars prýddar með því.
Til þess að ráða kenningar, fara
fræðimennimir ýmist eptir eig-
in höfði, eða E. A. Koch, og
koma ráðningarnar illa heim
við kerfið, sem Snorri lýsir í
Skáldskaparmálum, og því ver
við heilbrigða skynsemi. Vís-
urnar, sem gæti verið gullnáma
fyrir íslenzka tungu, verða í
höndum þeirra, uppsprettu-
lind mállýta og orðskrípa. 1
stað þess að beita skarpskyggni
Framhaldssagan
TnRAMUALDSSAGA sú, sem nú er
byrjuð að koma hér í blaðinu,
er hin fyrsta í skáldsagnaflokki. Eigi
að síður er hún algerlega sjálfstæð
heild. Hún skýrir frá landnámi Lou-
isiana í Bandaríkjunum og eru að-
alsöguhetjurnar meðal landnemanna
þar.
I sögunni er greint frá örðugleik-
um landnemanna, baráttu þeirra og
starfi. En brautryðjendastarf þeirra
er ekki unnið fyrir gýg. Landið er
frjósamt og starf þeirra svarar mikl-
um arði. Skógarnir eru brotnir og
indigóið breiðir sig yfir æ stærra
landsvæði. Bjálkakofar frumbýlis-
áranna rýma fyrir háreistum og rúm-
góðum húsakynnum. Borgir rísa upp
við fljótið. Sumir efnast á kaup-
sýslu og flutningum, aðrir á rækt-
un landsins. Velsæld og hamingja
fellur flestum landnemunum í skaut.
En þessi paradís á sér líka sínar
skuggahliðar. Velmegunin byggist á
vinnu réttlausra manna og ófrjálsra
— þrælanna. Og í hafnarhverfum
fljótsbæjanna búa hvítir menn við
litlu betri kjör en svertingjarnir, sem
vinna á ökrunum.
Lesandinn er leiddur til sætis mitt
á meðal landnemanna. Hann kynn-
ist daglegu lifi þeirra, ástum og hugS-
arefnum. Öll hin smávægilega — en
óendaniega þýðingarmiklu — atvik
hversdagslífsins standa lesandanum
ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Og
að lestri sögunnar loknum finnst hon-
um næstum því, að hann hafi sjálf-
ur staðið við hlið landnemanna og
deilt með þeim baráttu og sigrum,
sorgum og gleði.
Hringið í síma
2923
og gerizt áskrifendur að
ÞJÖÐÖLFI
sinni til þess að finna villur,
sem afritarar hafa ritað, venju-
legast óviljandi, telja fræði-
mennirnir þær rannar frá
skáldunum og beita viti sínu
til þess að telja sjálfum sér og
öðram trú um, að ambögur sé
klassísk íslenzka, og að hrylli-
legur leirbur&ur sé list.
Varla sæmir annað, en að
einhver dæmi, er sanni þessar
ákærar, sé sýnd. Þau era ekki
vandfundin, því að allar skýr-
ingar útgefenda þeirra era á
þá lund, sem lýst hefir verið.
Ég fletti því upp af handa-
hófi, og hitti á „Skjaldar-
drápu“, sem svo er nefnd (N.
ísl. Skjd. A, I.).
„Mal er lofs at lysa
lios garð ef þa er ek barða
mer kom heim at hendi
liodd sendiss boð enda
skal at grandar gilia
glaums misfengnir taumar
hlyði þer til orða
iarðgroins mer verða“.
Á bls. 272—273 í Egilss.
(Rvík. 1933) skýrir Sigurður
Nordal próf. vísu þessa. Eins
og menn sjá, er metrum og
kveðandi stórgallað í þessu af-
riti(metrum í 2., 4., og 8., en
kveðandi í 3., 7., og 8 vísu-
orði). Sigurður Nordal ritar
vísuna með samræmdri staf-