Þjóðólfur - 30.08.1943, Blaðsíða 4
III. ár, 32. tbl.
líiillfl
30. ág. 1943
Iræðimennskan
Framh. af 3. síðu.
kvenleiði = kvenkynsbyr jöt-
uns = önd, hugur.
1 Egils.s. bls. 251 segir Sig.
Nordal, að enginn sé svo fróð-
ur að liann kunni að skýra
kenninguna. Þess er heldur
ekki von, því að fróðleikur
kemur hér að engu haldi, held-
ur skilningur á því, hvernig
kenningar eru myndaðar, þeg-
ar ort er „ofljóst“, sem Snorri
talar um í lok Skáldskapar-
mála. Andardrátturinn lieitir:
ancLi (karlkyns) og önd
(kvenk.); karlkyns andardr.
jötuns var talinn vindurinn,
byrinn, leiðið o. s. frv.; kven-
kyns andardr. jötuns: önd. En
önd merkti hinsvegar einnig
sál, hugur o. s. frv.; þessvegna
er það, að menn vissu að um
hugann var að ræða, ef kona
jötuns eða dóttir var nefnd í
sambandi við anda eða vind
jötnanna, þá var það kvenvind-
ur = kvenkyns andi eða vind-
ur = önd, sál (anima), hugur,
sem skáldið átti við. Að það
korni fyrir að skáldin kalli hug-
ann „jötuns vind“ er ’því áreið-
anlega á misskilningi byggt, eða
vegna aflögunar á textanum.
Enda er skýring Nordals á
„mána bjarnar byr vind“ =
hugur sú fjarstæða að varla
tekur tali. „Máni byr bjarnar“
er skjaldarkenning (= máni
skips) og „skaldar vindur“ er
orrustu kenning eins og allir
vita. 5. fald-Gerbr = kona; 6.
hófat = hóf ekki; 7. líSs lind
(tré) = öls lind og baugs Rindr
= kona; 8. myndimk (man ek
(nútíS) í hdr. er rangt, því að
öll hin sagnorS vísunnar eru í
þátíS). 9. þœgi Bil = ásynja,
sem ýtir á; 10. hún hjarra-
krapta (=hjarastólpa) knerri
(skipi) = liún á hurð; 11. œ
happ sami halsi HagbarSs hels-
is = sem sífellt ætti það happ
skilið til handa hálsinum að
liafa snöru (Hagbarður var
hengdur).
Frá mínum bæjardyrum séð
verður því efni þessa „gigant-
íska“ kveðskapar, sem E. 01.
Sv. talar um, gaman, sett í sam-
band við goðsöguna um Skaða,
sem ekki sá annað, en fætur
Njarðar, og valdi liann vegna
fótafegurðar hans. Lauslega
þýtt yrði það, á nútíðarmáli:
„Yfir skálahur&ina brenna oss
sífellt augu beggja stúlknanna.
Þd8 kemur oss eigi til þess aS
hlæja. Ennfremur sást, hjá
þreskeldinum, til ökla á ítur-
vöxnum konum — alla cevina
mun þrái vor vera ung. Kven-
ristarnar úrskurSuSu mér til
handa sterka ást í staS skamm-
vinnrar. Nú datt mér í hug:
„Optar en nú mun ég komast
í æsing vegna þessara kvenna-
fóta, þar sem ég þekki ekkerl
annars á konunurn“. Þessu eld-
stríSi sambo&in augu hóf stúlk-
an ekki af mér og ég leyndi
eigi, aS ég myndi óska sam-
bands viS stúlkuna — þá starSi
á mig hurSarhúns þerna, sem
sífellt ætti þaS happ skyliS
hálsinum: aS hafa snöru (háls-
band).
Framh.
4)
INDIGÓ
ir ltéraðið okkar, fyrr en við fórum fyrir fullt og allt
síðastliðinn vetur“.
„Og þér hélduð, að allur heimurinn liti út eins og
Nýja-England?“ spurði Philip vingjarnlega.
„Eg veit eiginlega ekki, livað ég hélt. En nú veit ég
þó betur. Mér finnst — — —“
„Hvað finnst yður?“ spurði Philip, þegar hún þagnaði.
„Mér finnst ég vera svo miklu eldri en áður en við
fórum. Fannst yður það ekki líka, þegar þér fóruð til
Frakklands?“
Pliilip kímdi í laumi, og hún varð allt í einu undr-
andi yfir, að hún skyldi tala svona opinskátt við ókunn-
an mann. En hann lagðist á hné fyrir framan hana og
tók urn báðar hendur hennar.
„Þér eruð það yndislegasta barn, sem ég hef nokkru
sihni fyrir hitt. En í rauninni eruð þér alls ekki barn,
er það?“
„Ég er fimmtán ára, en pabbi segir alltaf, að ég sé
barn“.
„Já, en þér eruð það ekki. Þér eruð mjög hrífandi
ung stúlka“.
Hún tók andköf og Philip spurði:
„Hefur enginn annar sagt yður það?“
Judith leit niður á hendur hans, sem héldu um lienn-
ar. Það var allt í einu orðið svo dimmt, að hún gat varla
séð þær.
„Yður mun sjálfsagt finnast ég vera regluleg sveita-
stelpa, en ég hef aldrei fyrr á æfinni verið ein hjá karl-
manni“.
„Guð minn góður“, sagði Pliilip lágt.
„Og ég er viss um, að faðir minn kemur að sækja
mig eftir auknablik“, sagði Judith, „svo að það er bezt
fyrir mig að fara----------“
Það heyrðist öskur inni í skóginum.
Það var stutt og ömurlegt. Judith stökk æpandi upp
6 NYJAR BÆKYil
ERU KOMNAR f BÓKAVERZLANIR.
1. SINDBAÐ YORRA í liMA. Þetta er æfisaga manns,
sem fer ungur í siglingar og flækist um heim allan.
Einn af viðurkenndustu ritdómurum Englendinga, Cec-
il Roberts, segir meðal annars um bókina: „Þetta er
furðulegasta sjálfsæfisaga, sem ég liefi lesið, vegna
hinna margvíslegu æfintýra sem höfundurinn hefur
lent í, hreinskilni lians í framsetningu og lífsvizku.
Höfundurinn er fyrst skipsdrengur, síðan þjónn, skip-
brotsmaður, leitar týndra fjársjóða, vinnur starf ljós-
móður, verður verzlunarstjóri, þjónn Pierrepont Morg-
an og loks vinsæll rithöfundur, svo að hann hefur
kynnst óteljandi hliðum lífsins“. — Þessu lík eru um-
mæli fleiri merkra manna.
2. UDET FLUGKAPPl. Um Udet hefur mikið verið
skrifað, en sjálfsæfisaga hans er þó skemmtilegust af
öllu því, er um hann hefur verið sagt.
3. GUITARSKÓLI, eftir Sigurð H. Briem. Guitar og
Mandolin eru handhæg hljóðfæri og vinsæl. Þau má
flytja með sér hvert á land sem er, og verða ávallt til
þess að auka fjör og samheldni. Sig. H. Briem hefur
kennt guitar- og mandolinspil um mörg undanfarin ár,
hefur allt af haft svo marga nemendur sem hann hef-
ur komist yfir og þó jafnan orðið að vísa mörgum
frá. Guitarskólinn og Mandolinskólinn, sem koma eftir
nokkra daga, munu bæta úr mikilli þörf á þessu sviði.
4. GRÆNMETI OG BER, eftir Helgu Sigurðardóttur.
Þetta er ný útgáfa. Fyrri útgáfa seldist á skömmum
tíma og hefur síðan verið mikil eftirspurn eftir bókinni.
5. ÞÆTTIR UM LÍF OG LEIÐIR, eftir Sigurð Magnús-
son, fyrrum yfirlækni á Vífilsstöðum, og
6. IIREIÐAR HEIMSKI, ljóðaflokkur eftir sama. — Sig-
urð Magnússon þekkir hvert inannsbarn á Islandi fyr-
ir læknisstörf lians. Mun því margan fýsa að kynn-
ast lionum sem rithöfundi.
Bókaverzlun ísafoldarprentsmi'óju.
og Pbilip greip byssuna. Ferjumennirnir köstuðu pott-
um og pönnum, gripu byssurnar og lilupu út að skóg-
inum. Judith sá tvö augu stara á sig utan úr myrkrinu.
Það voru græn augu, sem glóðu eins og kattaraugu. En
þau voru miklu stærri, og í myrkrinu minntu þau á
draugsaugu. Hún heyrði tvö skot ag augun hurfu um
leið. Hún fann handlegg Philips um lierðar sér og lieyrði
hann segja:
„Verið ekki hræddar! Nú er það búið!“
„Hvað-----------hvað var það?“ stundi hún.
„Pardusdýr. Mennirnir sjá um það“.
„Eruð þér viss um, að það sé dautt?“
„Já, já“, fullyrti hann, en liún heyrði ekki meira af
því, sem hann sagði. Hún leit snögglega niður að fljót-
inu, því að þaðan heyrðist nýtt hljóð, sem gerði hana
skelkaða.
Farmurinn hans var orðinn lifandi! Ur farrými báts-
ins heyrðist óp og barsmíð — það var að lieyra eins
og villidýr væru að hamast í búri. „Verið þér kyrrar!“
kallaði Philip og tók til á rás niður að bátnum, en hún
þorði ekki að vera ein og hlóp á eftir lionum. Hann stökk
upp á þilfarið og reif einn gluggann upp. Hún sá, að
inni fyrir voru gildar járnstengur. Philip kallaði inn
og skipaði þögn undir eins. Um leið og hún komst ti!
lians, skellti liann lokunni fyrir, en hann var ekki nógu
fljótur til að koma í veg fyrir, að hún sæi, hver flutn-
ingur hans var. Hún rak upp undrunaróp. Hann sneri
sér að henni Þau stóðu svo þétt sanian, að hún gat
séð brosið á andliti hans, þó að dimmt væri. Það var
í senn djarflegt og biðjandi.
„Eruð þér hissa á, að ég skuli verzla með þræla?“
spurði liann.
Judith stóð og fitlaði í ákafa við klútsnepil. „Nei —
-----“, sagði hún dálítið hikandi. „Við liöfum séð fleiri
þrælasala hér á fljótinu“.
En hún fór frá honum í áttina til plankans, sem not-
aður var fyrir landgöngubrú. Hann elti hana og greip
í handlegg hennar.
„Hvers vegna farið þér svona frá mér? Eru ekki
þrælar í Connecticut?“
Hún nam staðar. „Jú, auðvitað, en ekki mjög margir.
---------Það er lítið gagn í þeim að vetrinum — — —
við höfum aldrei haft neina“. En hún hikaði ennþá.
Aðrir þrælasalar lokuðu ekki þrælana svona inni. Það
var eitthvað bogið við það. Og eins og eldingu brá því
fyrir í huga hennar, hvers kyns væri.
Hún reif sig lausa. „Sleppið mér“, hrópaði hún, „þér
eruð smyglari ---------sjóræningi —---------lofið mér
að fara!“
Hann brosti að því, hve fljót hún var að skilja, livern-
ig í öllu lá. „Segið þér mér, finnst yður ég líta út eins
og sjóræningi?“ spurði hann.
„Ég hefi enga hugmynd um, hvernig sjóræningjar líta
út“, svaraði hún reiðilega. „En ef þér liefðuð ekki stol-
ið þessum þrælum, þá mynduð þér hafa sölusamnir^ga.
Og ef þeir væru í lagi, munduð þér ekki gæta þess svo
vandlega, að enginn sæi, hvað þér liefðuð meðferðis.
Sleppið mér, segi ég!“
Hún fór að gráta. Hún liafði lieyrt hrottalegustu sög-
ur af því, að smyglarar á Missisippi skæru fólk á háls,
til þess að koma í veg fyrir, að uppskátt yrði gert um
leyndarmál þeirra. En samt sem áður var það ekki það,
sem hún grét yfir, heldur vonbrigði. Hann hafði verið
svo viðfeldinn og hrífandi.
„Verið þér nú ekki svona kjánalegar“, sagði Philip,
en Judith greip höndunum fyrir andlit sér og kjökraði.
Skyndilega heyrði hún rödd föður síns ofan af strönd-
inni:
„Judith! IJerra Larne! Ilvaða skot voru þetta, sem
við heyrðum?“
Juditli þrýsti sér upp að borðstokknum og þerraði
augun með hálsklútnum sínum, en Philip fór í land.
„Mér þykir leitt, að hafa gert yður bilt við, lierra Sher-
any“, heyrði hún lnmn segja svo rólega, að ólíklegt hefði
þótt, að fyrir örstuttu hefði það komizt upp, að hann
var varmenni. „Menn mínir voru að drepa pardusdýr,
og ungfrúin varð svo hrædd, að hún hljóp upp í bát-
inn. Augnablik —-------nú skal ég hjálpa henni niður“.
Hann kom aftur og sagði hátt, um leið og hann tók
undir handlegg hennar: „Nú getið þér rólegar farið