Stjarna - 01.04.1931, Síða 5

Stjarna - 01.04.1931, Síða 5
S T JAENÁ 5 iftir þessa messiigjörö var hlé og fólkið f6r í allar áttir og við f<5r- im inn í eitt veitingatjaldiö á völlunnm, þau voru öll svo voöastór, iins og stór Ms, Þar keyptum viö okkur mjólk, kaffi og brauö. Svo ’oru þarna líka margar búöir, þar sem fólkið gat keypt allt mögulegt. <'ið ke^ptum bjúgaldin og þau voxu svo seðjandi, aö viö þurftum ekki rnnað í miödagsmat. Svo var skemmt með mörgu mótm um daginn, sem of langt yrði upp aö telja. En^um kvöldið kom svo voöavont veður og við flýttum okkur að komast beim í tjöld, og mér var svo voöa kalt og vildi helzt fara heim meÖ Sísí, sem fór þa heim. En mamma sagöi, aÖ eg skyldi ekki fara, því að mér rnundi þykja það svo voða leiöinlegt, þegar eg vœri komin heim. Svo sagöi hdn líka, aö ef veðriö héldi svona áfram, þá mundum við fara til Beykjavíkur. Þa varð eg ánægð hugsaði meira að segja, aö eg vildi, að það yröi alltaf svona, þvi að mig langaði svo til Reykjavík- ur. - - - 2. dagurinn. Þegar við fengum matarhléið, fórum við niður á vellina og settunst þar niður og fórum aö ráðgast um; hvaö við sattum að gera. Þá kom okkur aaman uma, aö fara upp að öxarárfossi, en viö þurftum að fá eitthvaö að boröa áöur, og vorum viö Stína frænka send- ar í,eina búöina að kaupa ávexti, en fólkiö okkar ætlaöi aö bíöa á með- an. En þegar viö vorum búnar aö kaupa þetta, þá fórum viö aö leita að fólkinu, en fundum þaö ekki. Þá fórum viö og kornurn að lítilli gjá, sem var meö vatni í botninum. Viö uröum ao fara marga króka, til þess aö komast yfir hana, því aÖ hún var svo breiö. Og svo þegar við vorum komn- ar yfir þessa gja, þá komum viö aö annari, þvi aö þama voru margar gjár, en þessi var breiöust. Þegar viö vorum búnar að ganga dálítið, þa saum viö hvar maöur kom með myndavél og hann kallaöi á okkur og baö mig aö stanza, því aö hann langaöi aö ná mynd af mér, því að eg var í upphlut, og eg geröi það. Svo héldum við áfram og komum að veitinga- tjöldunum og ááum krakka, sem voru að ró3-a sér í rólu,^ sem var eins og kassi í laginu og þeir gatu rólað sér tveir og tveir í einu og sátu hver á móti öörum, og mig lan^aði mikiö til að róla mér, en stillti mig þó. Og svo fórum við inn 1 veitingatjald og boröuðum ávextina, sem við keyptum. Svo þegar viö komum á vellina, þá hittum við tvær fraenkur okliar, þær voru að fara til þess að horfa a fornmannasýninguna á Lög- bergi. ViÖ fórum svo meö þeim og þegar við kornum þangað, þá sáum við, aö fólkið var að streyma upp og niður brekkuna, og þegar við fórum aö gseta að, þá sáum viö aö veröimir og skátarnir voru aö reka fólkið nið- u± úr brekkunni, en þaö vildi ekki láta undan og fór alltaf niður öðru- megin og upp hinúmegin, svo að þetta var eins og einhver grautur að sjá tilsýndar, því aö fólkiö var svo margt og þétt saman, aö það var eins og ein heild. Svo byrjaöi mí sýningin. Mennirnir 12, sem léku, kornu í skrúögöngu frá Þingvallabænum. Þeir voru allir í fornbúningi, allavega litum. Þeir gengu upp aö Lögbergi og settust í hálfhring á bekki og fóru svo aÖ halda ræður. Ræst söng Þingvallakóriö og svo var Islands- glíman og þar næst leikfimi. Pyrst voru stúlkur og svo karlmenn. Stúlk- urnar gengu á slá, en þegar karlmennirnir komu, þá voru settar margar skúffur hver ofan á aðra. Svo kornu mennirnir og hentu sér yfir þær, fyrst hægt og svo hraöara og hraðara, þangað til þeir fóru svo hart, aö þeir voru eins og strik, og þegar þeir hentu sér yíir skúffumar, þá var þaö eins og bugða á strikinu. Svo voru vikivakarnir, og það vom börn í þjóðbúningum, sem dönsuðu og sungn. Svo þegar þetta var allt búið, þá fÓrurn við inn í veitingatjald og borðuðum kvöldverð. Síðan héldum við inn í tjald, eh þegar eg kom^þangaö, þá þurfti eg aö fara að hátta, en þótti það mjög leiðinlegt,því að veöriö var svo gott og það var fjöldi

x

Stjarna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarna
https://timarit.is/publication/1429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.