Stjarna - 01.04.1931, Side 6

Stjarna - 01.04.1931, Side 6
6 S T J A R N A fólks, sera var úti alla laóttina, og sumt af fólkinu fór eitthvað upp á fjöll. 3. dagurinn. Um morguninn voru kappreiðarnar í Bolabás, en þangað foium við ekki, en í staöinn fyrir þaö fórum viö upp í brekku skógi vaxna, sem var fyrir ofan þar sem tjöldin stóöu, og tókum myndi og borðuðum ávexti og gerðurn fleira okkur til skemmtunar. Svo fórum vi inn í tjald og borðuðum miðdagsmat. Síðan fórum við upp í Almannagjá og hlustuðum^á Landskórið. Þá hittum við Valgerði frssnku okkar, sem kom frá Ameríku til að vera á Alþingishátíðinni. Svo fórum við Stína og hún upp að öxarárfossi og ætlaði hún aö taka myndir. Og^þegar hán var búin að taka mynd af mór, þar seia eg stóð á hólma úti í ánni, og eg ætlaði að^stíga upp á bakkann, þá datt eg í ána og blotnaöi. Svo fórum viö Stína heim að tjöldum, en Vala fór til mömmu og þeirra. Þeg- ar viö vorum komnar heim í tjald og eg var í mestu rólegheitum að fara úr sokkunum, kom Ketill bróðir og sagöi aö eg mtti aö flýta mér, því aö bíllinn og fólkið biði eftir mér uppi á gjáarbrún. Svo lagði eg af stað með Katli og við flýttum okkur eins og viö gáturn. Loksins kom- urnst við þó upp ^úr Almannagjá, lafmóð, og eg var húfulaus og búin að týna hattinum mínum, en Ketill sá um húfuna. Svo ók bílstjórinn með okkur til Reykjavíkur. Guðrún Ih_ Gísladóttir (10 ára). -----oooOOOOooo------ -TRYGGUR. t, ~TZTZTZ.TZ.TZ.TZ.Tm.T-X. Einu sinni áttum við hund, hvítan að lit, sem hét Tryggur. Þegar hann var sjö mánaöa gamall, þurfti elzti bróðir minn ao fara í Skeiöaréttir með hann, og vorurn viö afar hrædd um, að.þ.ann mundi týna þessu gæðadýri í réttaþyrpingunni. M^leggja þeir af staö, og er ekki aö orölengja það, fyr en þeir koma í réttirnar. Bróðir minn sprettir af Rauð fyrir austan rétt- ir og bindur hann þar hjá öörum hestum. M fer hann og ætlar út í al- menning og^setur hvolpinn á dilkdyrnar og skilur húfuna sína eftir hjá honum og bíður þangað til hann er sofnaöur. Og fer svo að draga fé og leita að því. Eftir nokkra stund vitjar hann um Trygg og sefur hann hj húfunni, svo að hann læðist og tekur húfuna og lætur hana á sig, því að honum þótti leitt að vera húfulaus, en Tryggur sefur eftir sem ápur M er hann nokkra stund í burtu, en alltaf er hann€ö hugsa um Trygg, og er^nú hræddur um, aö hann^tapi honurn, þegar hánn saknar húfunnar. Svo lítur hann eftir honurn, í hvert sinn, sem hann kemur með kind. Jæ- ja, einusinni, þegar hann gætir að honum, þá er hann horfinn. Þá fer hann nú strax að leita allt í kring um réttirnar, og kom um leið við hjá Rauð, hestinum, sem hann reið, og þá liggur Tryggur hjá honurn. Hann haföi þá leitaþ aö hestinum. Hann hefir hugsað með sér: Eg skal vera hjá Rauð. Ekki skilur hann eftir hestinn,- Svo lá hann hjá honum, það sem eftir var dagsins. Og hann var mesta skynsemdardýr, alla æfi sína. Helga Guð.iónsdóttir (12 ára). ---xxxxXXXXXxxxx---

x

Stjarna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarna
https://timarit.is/publication/1429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.