Stjarna - 01.04.1931, Blaðsíða 7

Stjarna - 01.04.1931, Blaðsíða 7
S T J A S I A 7 E N SÚ PÝLA! it ik it 0 it it u n it ii it u ii n ii «) n » n Sumarið 1928 fór eg til vistarveru um tína, þá 10 ára gamall, að bæ, sen heitir Austurey í Laugardal. Þegar eg for þangað; ferðaðist eg ýmist á hestum postulanna eða £ bíl. Pyrsta daginn fór eg að Tanna- stbðum í Ölfusi. Þótti mér það nógur áfangi; því að veðrið var gott og mig langaði til að skoða náttárufegurðina. Annan daginn lagði eg af stað snemma um morguninn; því að nú átti að fara langa leið. Margt var að sjá fyrir þann; sem ekki hefir farið þar um áður; en þó fór svo; að um kvöldið komst eg að Laugarvatni í^Laugardal; og var eg þá orðinn y nokkuð líkamlega þreyttur, en sála mín hafði aukizt að afli við það nargbreytilega landslag; sem leið mín lá um. Þegar eg kom þangaö; fékk eg þar ágæta hressingu. En þar sem nokkur vegalengd er að bæ þeim; sem eg ætlaði á; varö eg um kyrt um nóttina.— Laugarvatn er ákaflega fal- legur staður. Jeg haföi einhverja hugmynd um það; aö bóndinn þar héti Böðvar, og ætti 11 dætur; en eigi vissi eg hvort allar voru heima. Eg svaf vel um nottina; í fallegri stofu; og vaknaði nokkuð snemma um morguninn. Pékk eg þar góða næringu; ásomt fleirum næturgest- um; sem þar voru; og sátu við sama borð í stofu þeirri; sem eg svaf £. Inn £ stofuna kom grár hundur og fór að shfkja eitthvað upp £ sig. Allt £ einu fer hann að fá kippi og bunan stendur aftur úr honurn. Pór hann £ hring á gólfinu, og það; sem úr honum kom; var líkast syk- urkringlu £ laginu; en fýlan var svo sterk; að helzt var ólift i stof- unni; þrétt fyrir allti annaðnfíniri". Svo kom stúlka að hreinsa þetta lyktarsterka efni; en eg held það hafi ekki verið nein að þeim 11. Hund- greyið labbaði snejrpfur út úr stofunni; en ekki veit eg; hvort hann hefir tapaö húsbóndahyllinni. Eg hugsa þó ekki; þvi að Böðvar bóndi er fremur næmur til skilnings á málleysingjunum. Þegar allt þetta var af- staðið; fór eg að Austurey og dafnaði þar vel um sumarið. Siðan þetta skeði á Laugarvatni; hefir verið byggður þar al- þýðuskóli; og geri eg þvi ráö fyrir;^að fýlan sé farin; þvi að annars hefði tæplega 120 nemendip? unað þar i vetur. En þegar eg hugsa um þenn- an atburð; kemur lyktin í nefið a mér. Kjartan Þorleifsson (12 ára). S M 1 S A 5 A_ A P HUOI; sem varð viðskila við húsbónda sinn. E^ sá þennan hund vera á rangli um Bakkann. Hann var lítill vexti; hvitur að lit. Hann fór að elta mig; flaðra upp um mig og láta vinalega að mér. Eg fór að gefa honum að eta^og þá fór hann að fitna. Hann var farinm að koma heim einsamall og síðan var hann heimilisgest- ur hjá okkur. Einu sinni fórum við 2 strákar á báti út á lónið og höfð- um seppa meðv Þegar við erum komnir út á lón; fer seppi aö góla og stökkva til í bátnum; og þegar fór að rugga; henti seppi sér í sjóinn og synti til lands og var hann mjög slæptur eftir. Svo fór hann burt og eg hefi ekki séð hann síöan. Stefán Víglundsson $12 ára). -----mjjjf^-------

x

Stjarna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarna
https://timarit.is/publication/1429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.