Þjóðólfur - 20.12.1943, Side 2
2
ÞJÓÐÓLFUR
Þrjár athnga§emdir nm
Kristindóm og Kirkjn
ÞJÓÐÖLFUR
Útgefandi: MUNINN h.f.
Riutjóri:
HALLDÓR JÓNAS30N
Afgreiðsla:
j(til bráðabirgSa)
Mánagötu 25 — Sími 4416
— Þjóðólfur kemur út á hverj-
um mánudegi og aukablöð eftir
þörfum. Miuiriiverð kr. 12,00, f
lauiaiölu 35 aura.
Prentimiðja Jóni Helgaionar
Hvað skal gera?
Þjó'Smál vor eru nú kom-
in í algera órei'ðu. I með-
ferð þeirra ríkir engin
stefna, en allt undir kasti
komið hvernig hvert mál er
meðfarið eða hvort þa<5 fœr
nokkra afgreiðslu. — A með
an þetta öngþveiti ríkir,
kunnum vér engin rað önn-
ur en þau, að fylgja aðferð
annarra þjóða og gera stjórn
vora dð venjulegri stríðs-
stjórn með víðtœku neyðar-
umboði til að standa á verð-
inum og mœta hinum óvenju
legu og erfiðu truflunum
með virkum ráðstöfunum.
Að láta við svo búið
standa er bókstaflega ekkert
vit. Oll þing með snefil af
ábyrgðartilfinningu gagn-
vart þjóð sinni, mundu ekki
hugsa sig utn eitt augnablik
dð grípa til þessa ráðs, í stað
þess að sitja aðgerðalaus til
almenns hneykslis, og gera
ekkert annað en að standa
í vegi fyrir því að eitthverj-
um bjargráðum verði við
komið.
Og það er þó ekki allt af
að tilbúin situr óflokksbund
in stjórn, sem vel má treysta
til að leiia hinna beztu úr-
ræða ef hún aðeins fengi að
beita sér. —
Auðvitað mœtti ekki œtl-
ast til að stjórnin fyndi strax
virkustu læknislyfin, en því
aðeins finnast þau, að ein-
hverjum lœkni sé þó leyft að
líta á sjúklinginn og reyna
til við hann allt hvað hœgt
er. —
Mundum vér horfa lengi
á það með köldu blóði — ef
einhver ágœtur vinur vor og
velgerðamaður lœgi hættu-
lega veikur — að þeir sem
teldu sig erfingja hans, sœtu
allt af á ráðstefnu í húsum
hans undir því yfirskyni að
þeir vœru lœknar hans? —
Og svo þegar vér sendum
þangað trúnaðarlœkni vorn,
þá vœri ráðum hans ekki \
sinnt, en til þess að losna við
heimsóknir hans, væri hann
úrskurðaður ónýtur og hon-
um meira að segja kennt um
hið versnandi ástand sjúkl-
ingsins.
Frh.
ÞaS er auðvitað ekki
hægt að neita því, að kenning-
armáti Kirkjunnar sé að ýmsu
sá sami nú og fyrir öldum síð-
an, en aðalatriðið er, livort
hann út af fyrir sig er verulega
framfaravænlegur fyrir mann-
kynið enn sem komið er. Allt
er kezt í hófi. Það mundi lítt
duga á veraldlega sviðinu, til
að halda mönnum í skefjum
og góðri framkomu, að semja
lög og banna alls konar brot
og yfirsjónir, en gefa jafnframt
fyllilega í skyn, að sá seki fái
fyrirgefningu á öllum sínum
brotum án fyrirhafnar, eða
með mjög hægu móti, eða að
afnema allar hegningar. Nei,
maðurinn er áreiðanlega ekki
kominn enn svo langt, að það
dugi. Óttinn einn er fær um
að halda mönnum í skefjum,
og mun svo lengi enn verða.
Eða er nokkuð greinilegra en
það, að sjá þetta endurgjalds-
lögmál í okkar tilveru, ef við
viljum athuga liana? Og hrædd
ur er ég um, að það gildi á
fleiri sviðum tilverunnar en
okkar. „Eins og maðurinn sá-
ir, svo mun hann og uppskera“.
Ég neita ekki þar með, að fyr-
irgefning sé til, en ég tek hana
ekki víðtækara en það, að hafi
maðurinn gengið algerlega frá
því sem rangt er, í hverju sem
það er fólgið, t. d. hefnigjarn
maður verði sáttfús, ágjarn
maður greiðugur, ósannsögull
maður sannsögull, eða að hin
verri eðlishvöt, hver svo sem
hún er, hafi lotið í lægra haldi
fyrir hinni betri, þá er honum
fyrirgefningin vís á því sem
hann liefur yfirunnið og sigr-
ast á en áður aðhafst. Og til
þeirrar áreynslu stendur hverj-
um manni hjálp til boða að of-
an, ef hann vill þiggja hana og
notfæra sér. Það er „náðin“
eftir mínum skilningi.
Ég talaði áðan um, hvort
breyting hefði orðið á kenning-
Það er nú á valdi þings-
ins, hversu viðeigandi þetta
dœmi verður talið.
★
En hvort sem þingið hlýð-
ir skynsamlegum ráðum í
þetta sinn eða ekki, þá geta
íslenzkir ríkisborgarar með
snefil af sómatilfinningu
ekki lengur átt velferð sína
og þjóðarinnar undir þingi,
sem ekki fer lengur með um-
boð fyrir þá, ekki ber neina
ábyrgð gagnvart þeim, en
hefur þegar því sýnist vilja
þeirra og álit að engu!
Til þess að hefja sókn um
leiðréttingu á þessu óhæfa
og niðrandi ástandi, verðum
vér að leita á náðir holl-
vætta þjóðarinnar og stefna
saman þjóðfundi á Þingvelli
á sumri komanda.
armáta Kirkjunnar manna. Ég
átti þar við, ef borið er samau
t. d. kenningarmáti Jóns bisk-
ups Vídalíns og sá, sem nú er
viðhafður. Þar var hegningunni
í Víti óspart haldið fram, fyrir
illa breytni. Ég er nú ekki að
halda því fram, að þar hafi
ekki verið of langt gengið, en
grunur minn er nú samt sá, að
það hafi haft mikil áhrif til
bóta, að minnsta kosti á hans
tíð. En auðvitað fór þetta út í
öfgar, og það líklega mikið fyr-
ir skort á þekkingu eða fast-
lieldni hans við forna trúarskoð
un um hinn „eilífa eld, sem
aldrei slokknar“, eða hina afar
fornu og grimmdarlegu skoðun,
að það sé fögnuður heilagra að
horfa á kvalir fordæmdra í
Víti. Miklu má nú skipta og
skammt er jafnan öfganna á
milli.
Nú er þetta orðinn úreltur
kenningarmáti og þá er farið
út í aðrar öfgar. Nú er ábyrgð-
ar- eða endurgjaldslögmálið af-
numið, eða þess gætir orðið svo
hverfandi lítið í kenningumfi,
að það hefúr misst öll áhrif sín.
Nú er það hin takmarkalausa
fyrirgefning og náð, sem mest
ber á. Eftir því sem syndin er
stærri, er „náðin“ — sem á að
skiljast svo sem fyrirgefning —
meiri. sbr. Rómv. 5, 20. Að ég
ekki tali um að minnst sé á
„Víti“ eða vansælustað. Það er
orðið úrelt, það er komið úr
móð. En ætli að það geti nú
ekki skeð, að „Víti“ sé samt til
ennþá? Og þá væri sjálfsagt að
vara við því, eins og maður,
sem vill segja íétt til vegar;
hann talar líka um hætturnar,
sem sé að varast., ef út af hinni
réttu leið er farið; annars hef-
ur hann brugðizt mannúðar-
skyldu sinni. Hitt er annað mál,
að fyrir framþróun þekkingar-
innar hefur fengizt vitneskja
um það, að engin endalaus eða
óumbreytanleg vansæla eðí,
Víti er til; ef viljann til betrun-
ar ekki vantar, en hann er und-
ir liverjum einum kominn, þá
er hjálpin eða náðin til boða,
og er það ólíkt eðlilegra tilveru
lögmál en hið fyrra. Þessu lög-
máli hefur verið haldið fram
í mörgum hinum heztu sann-
analeiðbeiningum, sem komið
hafa frá þeim, sem héðan eru
farnir og hafa getað gefið full-
gildar sannanir fyrir tilvist
sinni. I Júlíubréfunum stend-
ur á einum stað þetta: „Fögn-
uður okkar hérna megin er, að
vera alltaf að tæma Víti“.
Hjálpin er boðin, ef hún er þeg
in. Þetta er óneitanlega fram-
för í þekkingu, sem fengizt hef
ur nú á síðustu tímum og er
ekki minna virði fyrir því, þótt
hún sé ekki margra alda göm-
ul. Hér er endurgjaldið hvorki
afnumið né óumbreytanlegt, og
mun það vera það rétta (sbr.
t. d. Matt. 18, 34.). Til hvers
væri að vanda breytni sína, ef
fyrirgefningin er alltaf vís og
því meiri, sem brotin eru stærri
eða, að til þess að öðla3t hana,
þurfi ekki nema einhverja vara
játningu. Eða að til sé einhver
almennur fyrirgefningarsjóður,
sem allir eigi aðgang að nieð
hægu móti. Þetta er stórhættu-
leg kenning og er líklega ein af
megin orsökum að áhrifaleysi
Kristindómsins, enda mun hún
eiga litla stoð í kenningum
Krists, ef þær eru rétt skildar
og rannsakaðar eftir beztu
þekkingu og án viðbótar frá
mannanna liálfu. Mun sú skoð-
un eiga stoð sumra lærðustu og
frjálslyndustu guðfræðinga.
Þess má líka geta í sambandi
við þetta, að það var gamall
austurlenzkur talsmáti — og er
kannske til enn í dag — að
tala í öfgum fyrir utan oft
þungskilið líkingamál. Eða
hver vill álíta að ekki sé talað
í öfgum í niðurlagi Jóhannesar
guðspjalls, en þar stendur
þetta: „Margt annað hefur Jes-
ús gert, og ef það alt, eitt og sér
livað, ætti að skrásetjast, hugsa
ég að jafnvel heimurinn mundi
ekki taka þær bækur, sem þá
yrðu skrifaðar“. Nú var Jesús
barn sinnar tíðar, eins og það
er kallað. Getur þá ekki skeð,
að hjns sama gæti sumstaðar í
framsetningu hans? Mér finnsl
þess víða gæta í guðspjöllun-
um og eigi því ekki að skiljast
bókstaflega, eins og það er kall
að, eða skilja það einhliða eins
og orðin gefa í skyn, fíjótt á lit-
ið. Ég vil t. d. benda á Mark.
2, 5. Þar segir Jesús berum orð-
um, að hann fyrirgefi hinum
limafallssjúka manni, sem hann
var búinn að lækna, syndir sín-
ar, en hinum skriftlærðu þótti
þetta guðlöstun. Því svarar Jes-
ús þeim með þessum orðum.
„Hvort er auðveldara að segja
liinum limafallssjúka: syndir
þínar eru þér fyrirgefnar, eða
segja: Statt upp, tak sæng þína
og gakk“. Þetta virðist vera dá-
lítið annað. Seinni orðin virðast
ekki benda til neins annars en
að maðurinn sé orðinn heill
líkamlegrar lieilsu, hann skuli
því fara á fætur (sbr. Jóh. 5,
8.), liann hafi læknað sjúkdóm-
iun. Orðin sem á eftir koma
benda til hins sama. Synda-
fyrirgefningin þýðir því lækn-
ing sjúkdómsins, og þar sem
stendur, að „syndga ekki fram-
ar“, verður þá sama sem nú-
tímamaður mundi orða svo, að
varast að stofna sér út í sömu
liættuna aftur eða mynda or-
sök til þess. Þessi skilningur er
í samræmi við Mark. 5, 34.
Þessi austurlenzki öfgatalsmáti
kemur líka fram í Lúk. 14, 26.,
Jóh. 12, 25. og Jóh. 5, 14., sam-
anber 8. Syndafyrirgefningin
virðist því þýða það, að hann
sé búinn að lækna hin líkam-
legu mein þessara manna og á-
minnir þá um að þeir skuli
gæta heilsu sinnar framvegis,
eins og við mundum orða það.
Ég get lieldur ekki fundið i
guðspjöllunum — sem eru aðal
heimildirnar fyrir kenningu
Jesú — sannanir fyrir þessum
mikla fyrirgefningarlærdómi,
sem hann eigi að hafa haldið
fram, og því hef ég heyrt vel
lærðan guðfræðing einnig halda
fram. Miklu fremur finnst mér
þar einmitt koma mjög skýrt
fram, að hver verði að bera
fulla ábyrgð á gjörðum sínum,
og það er hin mikla fræðsla,
sem hann veitti mönnunum, að
sú ábyrgð nær út fyrir þetta líf,
af því að það er til annað líf,
sem hann sannaði eftir líkams-
dauða sinn. Það er einnig marg
staðfest bæði fyrr og síðar, þó
að menn séu tregir til að
trúa því enn í dag, og það jafn-
vel sumir þeir, sem tekið hafa
að sér flutning þe6sa boðskap-
ar. Jesús var í svo nánu og full-
komnu sambandi við æðri stig
tilverunnar, að honum var
þetta full ljóst, og þess vegna
gat liann líka gjört ýms undra-
verk-, sem aðrir ekki geta, en
þó áttu að halda áfram, og hafa
líka gert það þegar skilyrði
hafa verið til þess. Og sannan-
ir eru fyrir þeim nýrri langtum
betri og fullkomnari heldur en
hinum fornu, sem eðlilegt er,
því þau eru nær okkur og því
kostur á að sanna þau betur.
Þau hafa staðfest undraverk
Krists og rneira að segja aðal-
kenningar hans líka, svo þar er
engin hætta á ferðum fyrir
Kirkjuna. Fyrir þessar kenning-
ar sínar og undra- eða krafta-
verk fórnaði hann hinu jarð-
neska lífi sínu, þegar ekki varð
hjá því komizt vegna síngimi
og fastheldni kennivaldsins við
fornar skoðanir. Hann vildi
flytja mönnunum þennan gleði
boðskap, sem hann kallaði, og
var langt á undan hans tíma,
með því að hefja guðshugmynd
ina á hærra stig en áður og
sanna mönnunum tilveru ann-
ars heims og hvað það væri,
sem þar liefði gildi. Fyrir það
gat hann kallað sig sannleikans
konung. Og hann er það. Það
er líka í samræmi við guðshug-
mynd hans, þar sem hann seg-
ir: „Ég og Faðirinn emm eitt“,
eða „þar sem þið sjáið mig, þar
sjáið þið Föðurinn“. Hann
meinti ekki sinn jarðneská lík-
ama, eða „mannssoninn“, held-
ur hið innra kærleikseðli sitt.
Fyrir þenna boðskap sinn til
mannanna, til að reyna að hef ja
þá á hærra andlegt menningar-
stig, gekk hann fúslega í dauð-
ann, og meira getur enginn lál-
ið en lífið.
Á þennan hátt og frá þessu
sjónarmiði er hann sannnefnd-
ur frelsari manna. Hann lagði
allt í sölurnar fyrir aðra og
varðaði veginn. Annarra er að
vilja að láta sig leiðrétta. Vilji
menn ekki sinna því, geta þeir
ekki átt von neinnar frelsunar,
þar til sú blindni hefur mnnið
af hverjum einum, hvenær sem
það verður. En það gerist ekki
áreynslulaust. Enginn getur
hrósað sigri nema hann hafi
unnið stríðið. En hjálpin stend-
ur alltaf til boða, ef hennar er
leitað og yfimnnir brestir, og
þá mun og annarra glapstiga
ekki að eilífu minnst verða.
Ég gat þess hér að framan,
að ég gæti ekki fundið í guð-
spjöllunum eða í kenningu
Krists, eins og hún er þar til
okkar komin, sannanir fyrir
hinum mikla fyrirgefningarlær
Frh. á 4. síðn.