Sendisveinninn - 23.12.1931, Side 4

Sendisveinninn - 23.12.1931, Side 4
U'é 1 a gsm ál Sunuudaginn 12. desember hélt Sendisveinadeildin nokkurs konar dansskemmtun, sem fór ágætlega fram. Sóttu hana um 50 drengir með dömur. Mun félagið heldur hafa hagnast að þeirri skemmtun heldur en hitt. Bráðlega mun verða haldin nýársfagnaður og mun verða mjög til hans vandað. Sendisveinar! Sækið ykkar eig- in skemmtanir fremur en aðrar. Því fleiri sem koma, því raeiri verður ágóðinn fyrir deildina. Kvöldskóli sendisveina hefir starfað í vetur og hafa sótt hann eitthvað um 60 drengir. En vegna þess að atvinnuleysi og fjárhags- erfiðleikar hafa verið allvíða í vetur hafa margir orðið að hætta. Eftir nýárið mun skólinn taka til starfa aftur og mun verða í einni deild og ef til vill tveimur. Sendisveinar! Sækið skóla ykk- ar af því að það er nauðsynlegt fyrir ykkur alla að menntast. Ráðningaskrifstofa „Merkúrs“ hefir útvegað mörgum sendi- sveinum atvinnu. — Hafa kaup- menn leitað til hennar og á þann hátt hafa margir sendisveinar fengið atvinnu og þar á meðal sá, sem þetta ritar. Atvinnulausir sendisveinar, lát- ið skrásetja ykkur á ráðninga- skrifstofu Merkúrs, Lækjarg. 2. „Við megum ekki láta kljúfa samtökin, þó við séum ekki sam- mála í stj órnmálum". V erzlunarmannaf élagið ;M E E; K TJ E, starfar í þrem deildum: Karlmannadeild, Kvennadeild, Sendisvei nadeild. Ráðningarskrifstofa. Lögfræðishjálp. Námsskeið fyrir verzlunarmenn. Kvöldskóli sendisveina. Ársgjald: karla .. .. kr. 10.00 kvenna. . . . — 6.00 sendisveina.. — 2.00 Þetta segja kommúnistar í blaði, sem þeir nefna „Sendi- sveinablaðið". En hverjir hafa reynt að veikja samtökin aðrir en þeir, sem þetta segja? Fyrsta tilraun þeirra var sú, að þeir létu fulltrúa sinn í Sendisveinadeild- inni bera út illmæli um umsjónar- mann deildarinnar og jafnframt duglegasta mann hennar. — End- aði sú árás með því, að komm- únistanum var vikið úr deildinni. — Margar fleiri tilraunir hafa þeir gert til að kljúfa samtökin og telja sendisveinum trú um að duglegasti maður deildarinnar væri svikari. Skora ég hérmeð á alla sendi- sveina að láta ekki blekkjast af þessum klofningsmönnum. Guðbj. Guðbjörnsson. ítitstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Sigurbjörnsson. Prentsm. Acta.

x

Sendisveinninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sendisveinninn
https://timarit.is/publication/1433

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.