Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1985, Qupperneq 4
15. ágúst 1984
1019
Nr. 522
mestu lengd meiri en 15 metrar, skulu fuilngægja ákvæöum þessa reglna við fyrstu
búnaðarskoðun eftir 1. janúar 1987.
2. Fastur slökkvibúnaður vélarúms.
2.1. Almenn ákvæði.
2.1.1. Vélarúm fiskiskipa, sem búin eru aðalvélum, hjálparvélum eða hvers kyns
búnaði fyrir brennsluolíu, skulu búin gasslökkvibúnaði í samræmi við
ákvæði greinar 2.2. eða öðrum hliðstæðum föstum slökkvibúnaði vélarúms,
sem vióurkenndur hefur verið af Siglingamálastofnun ríkisins.
2.1.2. Siglingamálastofnun getur veitt undanþágu frá einstökum ákvæðum þess-
ara reglna, ef umrædd ákvæði, að mati Siglingamálastofnunar, teljast
óeðlileg og ónáuðsynleg og öryggi skipsins telst ekki lakara en ella.
2.1.3. Búnaðinn skal yfirfara og prófa eftir því sem mögulegt er, og a. m. k.
árlega. Siglingamálastofnunin getur falið aðilum, sem til þess hafa fengið
sérstaka viðurkenningu stofnunarinnar að annast prófun og eftirlit með
búnaðinum.
2.1.4. Fiskiskip, sem búin eru föstum slökkvibúnaði í véla- og ketiirúmi í samræi
við ákvæði 6. greinar núgildandi reglna um eldvarnir í fiskiskipum, skulu
álitin fullnægja ákvæðum þessara reglna.
2.1.5. Reglur þessar gilda um ull fiskiskip 500 brl. og stærri, og um þau vélarými
annarra fiskiskipa, sem þegar eru búin föstum slökkvibúnaði. Reglurnar
gilda einnig um fiskiskip með mestu lengd 15 metrar eða meiri, sem smíði
er hafin á eftir gildistöku þessarra reglna. Þá skulu önnur fiskiskip, 100 brl.
og stærri, þar sem aðalvél er endurnýjuð, fullnægja ákvæðum þessarra
reglna við fyrstu vélbúnaðarskoðun, sem fram fer að því verki loknu.
2.2. Gasslökkvibúnaður.
2.2.1. Almenn ákvæði.
2.2.1.1. Gasslökkvibúnaður, sem komið er fyrir í skipum, skal vera
viðurkenndur af Siglingamálastofnun ríkisins. Gasslökkvibún-
aðinn má aðeins nota í vélarúmum skipa.
2.2.1.2. Lagnir gasslökkvimiðils frá geymsluhylki að dreifistútum skulu
búnar stjórnloka. Lokinn skal vera handstýrður, annaðhvort
beint eða með fjarstýringu. Sjálfvirk stjórnun stjórnlokans er
óheimil. Ganga skal þannig frá lokanum og öðrum hlutum
búnaðarins, að gasslökkvimiðill geti ekki vegna mistaka komist
úr geymsluhylkjunum.
Sé stjórnlokinn búinn fjarstýribúnaði, skal fjarstýribúnaðurinn
þannig gerður, að hann sé nothæfur, þó mikill eldur sé í
vélarúmi. Sé fjarstýribúnaðurinn rafdrifinn, skal hann tengjast
neyðarraforkugjafa skipsins, nema að búnaðinum tilheyri sér-
stök rafhlaða til notkunar í neyðartilvikum.
2.2.1.3. Fyrirkomulag lagna og stúta skal vera þannig, að dreifing
gassins um vélarúmið verði sem jöfnust og áhrifamest.
2.2.1.4. Oll op að vélarúminu skulu búin tryggum og handhægum
lokunarbúnaði. Lokunarbúnaðurinn skal vera fjarstýrður, ef
lokunin, að mati Siglingamálastofnunarinnar, að öðrum kosti,
er of seinvirk.
2.2.1.5. Stjórnbúnaöur gasslökkvibúnaðarins, þ. e. handfang eða rofi,
skal staðsettur á aðgengilegum stað utan vélarúms og utan þess