Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1985, Qupperneq 6
15. ágúst 1984
1021
Nr. 522
vera vel einangrað og loftræst. Öll op að slíku rúmi skulu vera
frá opnu þilfari. Öll þil og þilför rýmisins, sem liggja að
vistarverum, vinnurýmum, lestarrýmum og vélarúmum, skulu
vera fullkomlega loftþétt. f>ó er unnt að fallast á að geymslu-
hylkin séu staðsett í vélarúmi, ef eftirfarandi ákvæðum er
fullnægt:
— Hylkjunum skal komið fyrir á öruggum stað, þar sem hvorki
þau né stjórnlokinn verður fyrir hnjaski eða skemmdum.
Setja skal sérstaka hh'f utan um hylkin og stjórnlokann, sé
þess talin þörf.
— Hylkin skulu búin þrýstimæli og öryggisventli, sem opnar
fyrir slökkvimiðilinn, ef þrýstingur í hylkinu verður óeðli-
lega hár. Jafnframt skal hylkið búið viðvörunarbúnaði, sem
gerir viðvart ef slökkvimiðill lekur út af hylkinu.
— Eldur í vélarúminu skal ekki koma í veg fyrir, að búnaðurinn
sé áfram í nothæfu ástandi og að eftir sem áður sé unnt að
opna fyrir stjórnlokann.
2.2.3. C02 — slökkvibúnaður (Total flooding).
2.2.3.1. C02 — slökkvibúnað er því aðeins heimilt að nota í fiskiskipum,
að hann fullnægi ákvæðum greina 2.2.1. og 2.2.3.
2.2.3.2. Rými þau, sem búin eru C02 — slökkvibúnaði, skulu búin
aðvörunarsírenu, nema að viðkomandi rými séu varanlega
lokuð og ómönnuð. Aðvörunarsírenan skal gefa viðvörun í
nokkurn tíma, minnst eina mínútu, áður en unnt er að opna
stjórnlokann.
2.2.3.3. Hljómur sírenunnar skal vera bæði auðgreinanlegur og
auðheyranlegur, hvar sem er í vélarúminu, þó svo allur vélbún-
aður þess- sé í gangi samtímis. Sé sírenan rafknúin, skal hún
tengd neyðarraforkugjafa skipsins.
2.2.3.4. Aðalvélar, hjálparvélar og loftblásarar viðkomandi vélarúms
skulu þannig útbúin, að eldsneytis- og afltilfærsla til þeirra
stöðvist sjálfkrafa, áður en unnt er að opna fyrir stjórnlokann.
2.2.3.5. Magn CÓ2 — slökkvimiðils í vélarúmi skal við eðlilegan
loftþrýsting og lofthitastig aldrei vera minna en 35% af heildar-
rúmtaki vélarúmsins. Við útreikning á rúmtaki þess skal taka
með rúmtak reisna, loftstokka, ganga og annarra hluta rýmisins,
sem ekki eru aöskildir frá vélarúminu með loftþéttum lokunar-
búnaöi. Jafnframt skal taka tillit til lofts á loftkútum véla og
tækja. Við rúmmálsútreikninga skal miða við að rúmstuðull
C02 sé 0,56 nv'/kg.
2.2.3.6. Fyrirkomulag búnaðarins skal vera þannig, að tilskilið magn
C02 geti fyllt vélarúmið á skemmri tíma en 2 mínútum.
2.23.1. Lagnir fyrir C02 — slökkvimiðil skulu vera úr stáli eða öðru
sambærilegu efni. Efnismál þeirra skulu ekki vera minni en sýnt
er í töflunum hér að neðan.