Lýðvinurinn - 03.04.1938, Blaðsíða 3

Lýðvinurinn - 03.04.1938, Blaðsíða 3
LYÐVINURINN Rússland: Dauðadðmar f Moskva Þann 1. marz hófust i Moskva rcttarhöld fyrir Æðsta herrétti Sovétríkjanna ytir 21 manni úr hópi hægri manna og trotskista. Meðal hinna ákærðu voru þeir Bucharin, Krestinski, Rokofski, Rykoff, Jagoda Pletnev, o. fl. Rannsókn málsins leiddi það i ijós, að hinir sakbornu höfðu gert sig seka um njósnir í þágu erlendra rikja, sem eru Sovétrikjunum fjandsamleg; ennfremur hafa þeir skipulagt hverskonar skemmdarstarfsemi, og undirbúið i sambandi við erlend fjandsamleg ríki innrás í Sovétrikin og ósigur þeirra í slíku striði. Pá meðgekk Jagoda það fyrir réttinum, að hann hafi verið valdur að dauða Maxim Gorki og fleiri þekktra manna i Sovétrikjunum. Réttarrannsókn málsins var lokið á 15 dögum og urðu dómsúrslitinn þau, að 18 af hinum ákærðu voru dæmdir til dauða, en Pletnev, Rokofski og Borsonoff lil 13—25 ára fangelsisvistar. Litvinoff og Þýzkaland W. LitvinoiT, utanrikismálaráðherra Sovét-Rússlands, tilkynnti 17. marz, að Sovét-Rússland væri þá þegar búið að bjóða öllum þjóðum innan Þjóðabandalags- ins á allsherjarráðstefnu til þess að ræða um fram- komu Þýzkalands á meginlandinu. Litvinoff sagði i þessu sambandi, að i innlimun Austur- ríkis í Þýzkaland væri falin liætta, sem ekki eingöngu væri fyrir þær ellefu þjóðir, sem lönd eiga að Þýzka- landi, heldur fyrir alla Evrópu, og jafnvel allan heim- inn. Ennfremur lét Litvinoff þau orð falla við þetta tækifæri, að ef þjóðir þær sem hlut eiga að máli mundu daufheyrast við þátttöku i slikri ráðstefnu, })á mundu Sovétrikin neyðast til að taka til sinna ráða. Pólland—Lithauen: Landamæri Lithauon opnuð Deila mikil reis upp á milli Póllands og Lithauen um miðjan mánuðinn, og leit út fyrir um tima, að ástandið út af hcnni mundi leiða til átaka i Evrópu. En á síðustu stundu gengu Lithauar inn á allar þær kröfur, sem Pólverjar gerðu, enda beið þá 50 þúsund manna her við landamærin. Aðalatriðin i kröfum Pólverja voru þær, að stjórnmálalcgu sambandi væri komið á milli rikjanna, og að samgöngur vrðu opnaðar á ný, en þetta hvort- tveggja helir legið niðri siðan árið 1920. Litvinoff Nokkrir af hinum dauðadæmdu

x

Lýðvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýðvinurinn
https://timarit.is/publication/1442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.