Lýðvinurinn - 03.04.1938, Blaðsíða 4

Lýðvinurinn - 03.04.1938, Blaðsíða 4
Kaupið LYÐVINURINN Lesið blaðið • Apríl 1938 • blaðið í kringum hnöttinn Ameríka: Hin töfrandi og heimsfræga kvik- myndaleikmær, Shirley Temple, hefir bannað að sýna kvikmyndir sinar i fasistarikjunum. Itáðunautur hennar hefir varað liana við því og látið þau orð falia, að börn ættu ekki að blanda scr i pólitisk mál. Hún svaraði á þá leið, að ekki höfðu spænsku börnin skipt sér af pólitik og samt dræpu sprengikúlur fasist- anna þau daglega. Abessinía: Enska stórblaðið »New Chronicie«, skýrir frá þvi, að ítalir mæti vaxandi inótspyrnu i Abessiniu. M. a. sé nú fuliyrt, að Abessiniumenn hafi rekið þá gersamlega út úr öllu Gojam- liéraðinu. í Hoko, Gunima, Gurafar og Kafa hafa verið miklar óeirðir og hat'a Italir nej'ðst til að draga setulið sitt hurtu úr þremur siðast- töldum stöðum. í héraðinu umhverfis Addis Abeba er stöðugt ráðist á ítali. Alls hafa nú Abessiníumenn 5 skipu- lagða heri, auk fjölda smáhópa, sem eiga í stöðugri baráttu við ítali. Grikkland: Fasistaforinginn Metaxas, forsætis- ráðherra í Grikklandi liefir látið handtaka fjölda manna, m. a. 40 foringja i liernum, þar á meðal hershöfðingjann Tsangarides. Meðal hinn handteknu eru margir rit- höfundar, t. d. Galate Cazandsakis, sem er frægasti kvenrithöfundur Grikklands. Hinir handteknu eru sakaðir um að hafa dreift út óleyfileguin fiugritum. Mexico: Stjórnin i Mexico hefir svipt brezk og amerísk olíufélög starfsréttindum og tekið öll framleiðslutæki þeirra eignarnámi, en þau eru metin á 70 milljónir sterlingspunda. Brezka stjórnin liefir mótmælt þess- um ráðstöfunum, og gefið jafnframt í skyn, að stjórnmálasambandið milli landanna væri i hættu. Búlgaría: Pingkosningar liafa farið fram í Búlgariu. .Juku flokkar Alþýðufyik- ingarinnar fylgi sitt. Af 7 þingsæt- um, sem kosið var um i höfuð- borginni Sofiu, hlutu fiokkar Alþýðu- fylkingarinnar 5 sæti. ísland: Sovétisbrjóturinn »Jermak« kom við á Reyðarfirði 1. marz. Þann 19. marz var samþykkt á Alþingi frumvarp um lögþvingaðan gerðardóm i togaradeilunni. Afstaða Framsóknarflokksins liafði þær af- Jeiðingar i málinu, að stjórnarsam- vinnan var rofin, og ráðlierra Al- þýðutlokksins, Haraldur Guðmunds- son, sagði af sér. Eflir mikið þóf í herbúðum stjórnarflokkanna varð lolrs samkomulag um að stjórnarsam- bandið héldist, og Skúli Guðmunds- son gerður að ráöherra. Jón Baldvinsson, forseti Alþýðusam- bandsins, andaðist að heimili sinu liér i bæ 17. marz, eftir langvarandi veikindi og þunga legu. Ritstjóri: G. Engilberts

x

Lýðvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýðvinurinn
https://timarit.is/publication/1442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.