Fréttablaðið - 04.06.2020, Síða 12

Fréttablaðið - 04.06.2020, Síða 12
Skilnaður í Bláfelli Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Efsti hluti Bláfells er klettóttur en hægt er að sneiða fram hjá með því að þræða hrygginn til hægri við hátindinn. Frá Bláfelli er mikið útsýni í allar áttir. Hér er horft til vesturs að Jarlhettum og Langjökli. Bláfell séð úr suðvestri við Sandá. Iðulega er snjór efst á fjallinu sem stendur ekki almennilega undir nafni fyrr en síðla sumars. MYNDIR/ÓMB Bláfell er 1.204 metra hár móbergsstapi á Biskupstungnaafrétti við upphaf hinnar ævafornu hálendisleiðar yfir Kjöl milli Langjökuls og Hofsjökuls. Stærstan hluta ársins er Bláfell snævi þakið og minnir á bráðinn rjómaís, en síðari hluta sumars tekur blái liturinn völdin þótt snjóskaflar séu áfram til staðar. Í íslenskum þjóðsögum segir af bergrisa sem hét Bergþór og hélt til í helli í Bláfelli ásamt konu sinni Hrefnu. Hann þótti sterkur með af brigðum en einnig „forspár og margvís“ og „gjörði mönnum ekki mein ef ekki var gjört á hlut hans“. Hrefna þótti skap- stór og undi hag sínum þarna illa, sérstaklega eftir að kristni var tekin upp í landinu en það pirraði hana að þurfa að horfa af Bláfelli yfir kristna Sunnlendinga. Samband hennar og Bergþórs endaði með risa- skilnaði og flutti Hrefna búferlum norður yfir Hvítá á meðan Bergþór sat sem fastast í Bláfelli. Síðar áttu þau Hrefna eftir að hittast við silungsveiðar í Hvítárvatni, en ekki tókst henni að veiða sinn fyrrverandi heim til sín í Hrefnubúðir. Það er auðvelt að ganga á Bláfell, en á vorin er fjallið frábært fyrir fjallaskíði, enda stutt í snjó frá veginum. Ekið er frá Gullfossi eftir bílvegi sem liggur í norður og áfram yfir Kjöl. Þegar komið er í 600 m hæð efst á Bláfellshálsi er nokkurra metra há varða sem ferðalangar yfir Kjöl hafa búið til með því að kasta steinum í hana svo lengi sem elstu menn muna. Þarna má hefja gönguna til austurs en önnur gönguleið á Bláfell liggur að norðanverðu en er seinfarnari og brattari. Einfaldari leið, ekki síst fyrir fjallaskíðafólk, er að leggja bílum aðeins neðar á Bláfellshálsinum við Illagil. Þaðan er stefnt í austur upp auðfarin gil og brekkur. Brattinn eykst eftir því sem hærra dregur og til að komast á hátindinn er fylgt hrygg í norðaustur. Útsýni af toppnum er frábært, ekki síst í vestur yfir Langjökul og Jarlhettur, en í norður sjást Kerlingar- fjöll vel og Hofsjökull en Suðurlandsundir- lendið með Heklu og Eyjafjallajökli í suðri. Á góðum degi má einnig sjá Hvannadals- hnjúk í Öræfajökli en bústaður hins frá- skilda Bergþórs verður ekki gefinn upp hér, enda vill hann vera látinn í friði. 4 . J Ú N Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.