Fréttablaðið - 04.06.2020, Side 18

Fréttablaðið - 04.06.2020, Side 18
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Mulier Fortis þýðir sterk kona. Okkur þótti nafn-giftin vel við hæfi. Við erum sterkar á okkar sviði og búum yfir mikilli reynslu og þekk- ingu sem við viljum miðla áfram til viðskiptavina,“ segir Íris Gunn- arsdóttir sem stofnaði fyrirtækið Mulier Fortis með vinkonu sinni, Ingu Kristjánsdóttur, á haust- dögum í fyrra. „Við Inga unnum lengi saman hjá Lyfju hf. og varð vel til vina. Við höfum báðar óbilandi áhuga á öllu sem viðkemur heilsu og vellíðan og fannst kominn tími til að gera eitt- hvað fyrir eigin hagsmuni, að njóta þess að skapa og vinna að eigin verkefnum. Tímapunkturinn var því hárréttur; við vorum algjörlega tilbúnar í slaginn og vissum að markaðurinn væri tilbúinn fyrir okkur,“ segir Íris. Óraði ekki fyrir sprittinu Mulier Fortis tók formlega til starfa í febrúar og hefur nú þegar vakið athygli fyrir frábærar heilsu- vörur. „Áður en við fórum af stað rýndum við í heilsuvörumarkað- inn, undirbjuggum okkur vel, framkvæmdum markaðs- og sam- keppnisgreiningu og sáum mörg ónýtt tækifæri,“ segir Inga. „Því ákváðum við að fara inn á þennan spennandi markað með vörur sem við höfðum í huga en einnig að þróa íslenskar heilsuvörur frá grunni. Það er okkur hvatning að búa til vandaðar og áhrifaríkar heilsuvörur og eftir mikla yfir- legu og vangaveltur við þróunar- vinnuna er einstök tilfinning að sjá endanlega söluvöru verða til og sem bjóðast nú í hillum verslana.“ Ein af íslensku, nýju heilsuvör- unum frá Mulier Fortis er Númer eitt handspritt með ilmkjarna- olíum. „Okkur óraði auðvitað ekki fyrir því að fara út í framleiðslu á spritti og tókum okkur örlitla stund til að taka ákvörðun um að fara út á þá syllu. En svo sáum við tæki- færi með okkar eigið vörumerki, Númer eitt, sem við skráðum í lok síðasta árs og erum nú að þróa enn stærri vörulínu undir því merki sem mun líta dagsins ljós í haust,“ upplýsir Íris um eina af afar vin- sælum vörum Mulier Fortis. „Við komumst á snoðir um heilsuvörur Mulier Fortis eftir ýmsum leiðum,“ segir Inga. „Auðvitað leitum við vítt og breitt en samt sem áður hafa vörumerkin mörg hver komið einhvern veginn upp í hendurnar á okkur. Við höfum skýra sýn á hvað við viljum bjóða á markaði og það gerir leitina ein- faldari. Við höfum að leiðarljósi að bjóða ávallt gæðavörur, sem hreinastar og helst af öllu umhverfis- vænar.“ Draumur sem rættist Slagorð Mulier Fortis er „Þín heilsa – Okkar ástríða“. „Við trúum því að fólk geti gert svo margt fyrir sig og sína heilsu. Lykillinn að því er að hlúa vel að líkama og sál, hvort sem það er að borða hollan mat, taka inn góð bætiefni eða anda að sér fersku lofti og hreyfa sig. Hver og einn hefur stjórn á sínu lífi og velur fyrir sig. Ekki eru allir eins og því er mikilvægt að velja sér heilsu- Íris og Inga stofnuðu Mulier Fortis á hárréttum tímapunkti fyrir báðar og segjast hafa vitað að heilsu- markaðurinn væri tilbúinn fyrir þær. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLI Handspritt frá Númer eitt er blandað ilmkjarna og hafþyrnisolíu. Membrasin eru byltingarkenndar vörur fyrir konur sem þjást af leggangaþurrki og þurrki í slímhúð og húð. Gúmmíbangsarnir frá Vegums eru gómsætt vegan bætiefni sem heldur allri fjölskyldunni sprækri. Framhald af forsíðu ➛ vörur með eigin þarfir í huga,“ segir Inga sem er menntaður næringarþerapisti og hefur starfað sem ráðgjafi og fyrirlesari til fjölda ára. Íris er menntuð í viðskipta- og verkefnastjórnun, með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. Þær segjast hálf tjúllaðar af eftir- væntingu og gleði yfir næsta kafla lífs síns og því að vinna með heilsu og vellíðan viðskiptavina sinna. „Við erum ótrúlega sáttar og hamingjusamar, þakklátar og glaðar. Draumurinn er svo sannarlega að rætast og þótt það sé ekki alltaf draumur í dós að stunda viðskipti og hlaupa af sér rassgatið fyrir sjálfan sig höfum við mjög skýra stefnu og sýn og reynum eftir fremsta megni að halda okkur á þeirri línu sem við höfum skilgreint. Það er kominn tími til að gera eitthvað hrikalega skemmtilegt með öllum hinum og huga að sjálfum sér. Það drífur okkur áfram að skapa og búa til eitthvað nýtt til að svara eftir- spurn þeirra sem vilja hugsa vel um heilsuna. Tímarnir breytast og mennirnir með og við viljum öll axla ábyrgð og hlúa vel að hvert öðru og veröld- inni okkar,“ segir Íris. Upp á sitt allra besta núna Þær Inga og Íris eru duglegar að leggja rækt við eigin líkama og sál. „Við höfum alltaf verið áhuga- samar um heilsu og vellíðan. Það hefur auðvitað gengið á ýmsu og við tökumst á við alls konar, eins og allir aðrir. Það er hins vegar alltaf hægt að bæta sig og breyta lífsstílnum og misjafnt eftir hverju tímabili lífsins fyrir sig hvað gengur upp og hentar hverjum og einum,“ segir Inga. Íris tekur í sama streng: „Okkur líður allavega stórkost- lega vel og erum jafnvel upp á okkar allra besta akkúrat núna enda er lífið dásamlegt eftir fimmtugt. Við höfum lært að for- gangsraða betur og höfum tekið upp á því að stunda hreyfingu að lágmarki þrisvar í viku hjá Gurrý í Yama heilsurækt. Það er virkilega hvetjandi enda teljum við einn af lykilþáttum velgengni felast í að huga vel að eigin líðan, fyrst og fremst.“ Mulier Fortis er í mikilli upp- sveiflu enda er vöruúrvalið heillandi. „Vörurnar eru ólíkar og ein- stakar á sinn hátt. Þá eru ýmsar hugmyndir á teikniborðinu hjá Mulier Fortis, til dæmis fræðsla af ýmsu tagi. Við höfum þörf fyrir að vera í miklum samskiptum við viðskiptavini okkar og reynum eftir fremsta megni að hlusta á þarfir þeirra. Við getum hrein- lega ekki beðið eftir því að miðla því sem við bæði kunnum og getum, öðrum til heilsubótar og hamingju,“ segja þær vinkonur, fullar tilhlökkunar fyrir fram- tíðinni. Númer eitt fyrir hreinlæti Númer eitt handsprittið er ein- stakt og yndislegt því sítrónu-ilm- kjarnaolía, lavender-ilmkjarna- olía og haf þyrnisolía gefa því dásamlega angan og mýkt sem varnar þurrki á höndum. „Nú megum við ekki hætta að spritta okkur. Við erum ekki alveg sloppin og megum ekki sofna á verðinum. Það er alveg klárt að við eigum eftir að kljást við alls kyns kvef og f lensur í framtíðinni og áhugavert að sjá á tímum COVID-19 að fólk hefur veikst minna af öðrum pestum en áður og það má meðal annars þakka almennum handþvotti og betra hreinlæti,“ segir Inga. Nú er unnið að heilsutengdri vörulínu Númer eitt. „Nýja línan kemur á markað í haust og hefur verið einstaklega skemmtilegt ferli að vinna að þeim vörum sem verður ef laust tekið jafn fagnandi og hand- sprittið.“ Membrasin fyrir konur Membrasin eru byltingarkenndar vörur fyrir konur með legganga- þurrk, þurrk í slímhúðum og húð. „Aðalinnihaldsefnið er haf- þyrnisolía sem er einstaklega nær- andi og mýkjandi. Enn sem komið er eru vörutegundirnar tvær; krem fyrir leggöng og bætiefni til inntöku. Membrasin er framleitt í Finnlandi og við féllum gjörsam- lega kyllif latar fyrir þeim,“ segir Inga. Nikura-ilmkjarnaolíur „Við höfum báðar mikla reynslu af notkun ilmkjarnaolía og duttum niður á vörumerkið Nikura sem uppfyllir allar okkar væntingar um góðar ilmkjarnaolíur. Nikura eru 100 prósent hreinar olíur á frábæru verði og meðlimur í ATC (Aromatherapy Trade Council) í Bretlandi sem er mikill gæða- stimpill,“ upplýsir Íris. Þær Inga nota ilmkjarnaolíur á marga vegu, til dæmis í sturtu- sápuna, handsápuna, uppþvotta- löginn og þvottavélina. „Svo er dásamlegt að setja ilm- kjarnaolíu í ilmolíulampa,“ segir Inga. „Ilmkjarnar eru líka góðir til að blanda í grunnolíu og bera á húðina. Ilmkjarnaolíur geta haft margvísleg áhrif á líðan og tegundirnar hafa mismunandi virkni. Á næstu dögum kemur ný og spennandi vara á íslenskan heilsuvörumarkað undir merki Nikura en það er vara sem margir kunna að fagna þegar hún kemur.“ Vegums bætiefni Bætiefnin frá Vegums eru einstök og koma í formi gómsætra gúmmí- bangsa sem halda allri fjölskyld- unni sprækri. „Vegums er hugsað fyrir alla, en kannski sérstaklega þá sem borða lítið sem ekkert af dýraafurðum. Umbúðirnar eru umhverfisvænar, ekkert plast og engin gervibragð- efni eða litarefni í Vegums-böngs- unum sem eru að sjálfsögðu vegan,“ segir Íris. Heilsuvörurnar frá Mulier Fortis fást í apótekum, stórmörkuðum, heilsuvöruverslunum og sérversl- unum. Nánar á mulierfortis.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . J Ú N Í 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.