Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.06.2020, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 04.06.2020, Qupperneq 29
BÍLAR BMW hefur frumsýnt nýja kynslóð 4-línunn-ar með róttækri breyt-ingu á bílnum eins og risastóru grilli og end-urhönnuðum ljósum. Bíllinn keppir við sportlega fjöl- skyldubíla eins og Mercedes-Benz C-línu Coupé og Audi A5, en með nýja bílnum er verið að aðgreina hann útlitslega frá 3-línunni, en þegar 4-línan kom fyrst fram á sjónarsviðið var bíllinn lítið annað en breyting á nafni og fjölda hurða. Ný 4-lína deilir áfram undirvagni með 3-línunni en breytingar á yfir- byggingu eru augljósar. Bíllinn er breiðari og hann kemur á M-sport- fjöðruninni sem staðalbúnaði. Hingað til hefur nýrnagrillið alltaf verið hærra en það er breitt en nú Ný BMW 4-lína frumsýnd Er ný hönnun með stærra grilli það sem koma skal frá BMW? Sitt sýnist hverjum um stærð nasahola nýjustu BMW-bílanna en fleiri framleiðendur hafa farið svipaða leið. Breytingin að framan er augljós með stóru og breiðu grilli auk nýrra, sexhyrndra díóðuljósa. Að aftan eru endurhönnuð ljós ásamt nýju púskerfi og loftdreifara. Þótt nýrrar kynslóðar 5-línu sé ekki að vænta alveg strax, eða ekki fyrr en 2024 hið fyrsta, er uppi orð- rómur um að bíllinn verðir rót- tækur svo ekki sé meira sagt. Talað er um að hann verði 1.005 hestafla 100% raf bíll með þremur rafmót- orum. Frumgerð slíks bíls var frum- sýnd í fyrra en þá „aðeins“ 711 hest- öf l en stjórn BWM mun nú sitja á rökstólum um hvort bíllinn verði öf lugri. Raf hlaðan verður þá 135 kWst. Til samanburðar er núver- andi 5-lína í Competition-útgáfu 617 hestöfl en af honum er myndin hér fyrir ofan. Næsti M5 1000 hestafla rafbíll BMW M5 eins og hann lítur út í dag. Toyota hefur hafið innköllun á ákveðnum gerðum R AV4-jepp- lingsins vegna galla í fjöðrunar- kerfi bílanna. Alls eru það 9.502 ökutæki á heimsvísu sem gætu haft þennan galla sem lýsir sér í sprungu í lægri hlutum fjöðrunarbúnaðar að framan. Gæti gallinn orðið til þess að þessi hlutur losni frá hjólabúnað- inum og því þarf að skipta um hann. Alls eru 30 bílar sem falla undir þessa innköllun á Íslandi og fram- leiddir voru í september og október 2019. Að sögn Páls Þorsteinssonar, upplýsingafulltrúa Toyota, er gall- inn tilkominn vegna mistaka hjá stálframleiðanda. „Það geta verið sprungur í yfirborði neðri spyrnu á þessum bílum. Ef það gerist oft að hraði bílsins er aukinn mikið eða mikið dregið úr hraða getur neðri spyrnan brotnað. Þetta getur leitt til þess að ökumaðurinn missir stjórn á bílnum og eykur þar með hættu á óhappi. Viðurkenndir þjónustuað- ilar Toyota munu skipta um spyrn- una eigendum að kostnaðarlausu,“ segir Páll. Innköllun vegna galla í fjöðrun RAV4 Lexus mun frumsýna nýja kynslóð IS-bílsins í næstu viku en í þessari viku sýna þeir okkur baksvip hans, eða allavega afturljósin. Þótt mynd- in sýni í sjálfu sér ekki mikið er ljóst að öfgafullar línur fyrri kynslóðar hafa verið tónaðar niður. Bíllinn verður breiðari en áður þótt sami undirvagn verði notaður áfram. Orðrómur er um margar vélar sem í boði verða, eins og V8 og línusexa en það verður ekki staðfest fyrr en bíllinn verður frumsýndur. Lexus sýnir baksvip IS Myndin sýnir ný afturljós og mýkri línur en áður. Hyundai hefur birt myndir af andlitslyftingu Santa Fe sem fengið hefur talsverða útlits- breytingu, ásamt nýrri innréttingu og vélbúnaði. Bíllinn fer í sölu með haustinu og líklega koma fyrstu bílarnir hingað um áramót. Bíllinn er byggður á nýjum undirvagni sem er einnig undir Sonata og því verður hann einnig í tvinnútgáfu. Santa Fe er orðinn 15 mm lengri, 10 mm breiðari og 5 mm hærri og mun hann hafa meira fótapláss fyrir aftursætis- farþega. Von er á tengitvinnútgáfu á næsta ári með 1,6 lítra bensínvél og 90 hestafla rafmótor sem drifinn er af 13,9 kWst rafhlöðu. Samtals skilar bíllinn þannig 261 hestafli og 350 newtonmetra togi. Í mildri tvinnút- gáfu er sama vél með minni rafmótor samtals 227 hestöfl. Dísilvélin er 2,2 lítra og skilar 199 hestöflum og 440 newtonmetra togi og er hún með átta þrepa sjálfskiptingu. Santa Fe fær andlitslyftingu Útlitsbreytingin á nýja bílnum er stærra grill og ný T-laga framljós. er það meira á þverveginn. Nýja 4-línan er 128 mm lengri en fyrir- rennarinn og hjólhafið er líka 41 mm lengra. Endurhönnuð ljósin eru sexhyrningslaga og eru díóðu- ljós en Laserlight-ljósin eru fáanleg sem aukabúnaður. Afturljósin eru stærri og meiri um sig til hliðanna en undir bílnum að aftan er tvöfalt pústkerfi og lítill loftdreifari. Að innan er bíllinn mjög svipaður 3-línunni með sama 8,8 tommu upp- lýsingaskjánum og stafrænu mæla- borði að hluta. Þó er hægt að panta bílinn með stærri upplýsingaskjá. Allar dísilvélarnar koma nú með 48V-tvinntækni og einnig í sex strokka vélinni í 440i-bílnum. Minnsta vélin er tveggja lítra bens- ínvél með forþjöppu og er hún án tvinntækni. Sú vél skilar 181 hestafli og 300 newtonmetra togi. Vélbún- aðurinn í 440i-bílnum er alls 369 hestöfl og togið 500 newtonmetrar sem dugir til að taka hann í hundr- aðið á 4,5 sekúndum. Sala á bílnum hefst í haust en hér- lendis mun líklega þurfa að sérpanta hann. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21F I M M T U D A G U R 4 . J Ú N Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.