Fréttablaðið - 04.06.2020, Page 34

Fréttablaðið - 04.06.2020, Page 34
Ma r g i r b i ð u spenntir eftir No time to die í leikstjórn Cary Joji Fukunaga m e ð D a n i e l Craig í aðalhlutverki. Frumsýna átti myndina í  apríl en ákveðið var að bíða með að sýna hana þar til í nóvember og vakti það nokkra athygli í fjölmiðlum. Nú hefur verið tilkynnt að frum­ sýningar fjölda annarra mynda fái að bíða í bili, í það minnsta þar til ástandið af völdum kórónaveiru­ faraldursins hefur skánað vestan­ hafs. steingerdur@frettabladid.is Stórmyndum frestað vegna COVID-19 Kvikmyndasumarið leit ljómandi vel út í byrjun árs, þar sem von var á hverri stór- myndinni á fætur annarri. Nú hefur frum- sýningum þeirra flestra verið frestað. Frumsýna átti No time to die í apríl en hún verður nú sýnd í nóvember. Það stóð til að frumsýna Ghostbusters: Afterlife 10. júlí næstkomandi en ákveðið var að fresta sýningunni þar til í mars á næsta ári. Fresta varð frumsýningu Marvel- myndarinnar um Svörtu ekkjuna frá 1. maí til 6. nóvember. Wonder Woman 1984 átti að sýna í júní en ákveðið var að bíða með það til 14. ágúst. Disney kostaði miklu til við gerð leik- innar útgáfu af Mulan. Myndina átti að frumsýna 27. mars en skyn- seminnar vegna var því frestað til 24. júlí. Ófáir hafa beðið spenntir eftir framhaldinu af Top Gun sem kemur núna út 34 árum á eftir fyrstu myndinni. Frumsýna átti myndina 26. júní en nú hefur verið ákveðið að sýna hana á Þorláksmessu í ár. 4 . J Ú N Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.