Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.06.2020, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 04.06.2020, Qupperneq 40
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Thomasar Möller BAKÞANKAR Vinur minn frá Noregi, sem ók hringinn, sagði mér að ótrúlegur fjöldi bílhræja um land allt hefði komið honum hvað mest á óvart í Íslandsferð- inni. Í f lestum bæjarfélögum, við sveitabæi og kringum fyrirtæki væru bíldruslur og vinnuvélahræ. Hann sagði mér að í Noregi væru lög sem banna þetta, enda er þetta ekki bara sjónmengun, heldur einnig umhverfismál vegna hættu á eiturefnaleka og ógn við öryggi barna sem oft leika sér kringum hræin. Við Íslendingar elskum bíla og erum líklega með f lesta bíla á mann í heiminum. En af hverju elskum við bílhræin svona mikið? Þau eru eins og heilögu kýrnar á Indlandi – ósnertanleg! Ég fór í heimsókn í lítið bæjar- félag um daginn og taldi um 70 bílhræ á víð og dreif. Á ferðalagi um landið taldi ég um 30 bílhræ í litlu, sætu sveitarfélagi á Norður- landi. Við Hvalfjarðargöngin er bær með um 250 bílhræ og í Ísa- fjarðardjúpi er útisvæði með um 700 bílhræ, svo dæmi séu nefnd. Ég giska á að um 30 þúsund bíl- og vinnuvélahræ séu á víð og dreif um landið. Þetta eru á að giska 45 þúsund tonn eða um 10 skipsfarm- ar af brotajárni sem hægt væri að f lytja út og breyta í nýja bíla. Er þetta söfnunarárátta, hellisbúa- hugsun eða bara sóðaskapur? Gerum átak þar sem við komum þessum hræjum í endurvinnslu eða eins og aðalplokkari landsins, Einar Bárðarson, sagði um daginn: „Drasl er hráefni á röngum stað.“ Komum bílhræjunum á réttan stað! Hreinsum landið af þessum ósóma áður en ferðamennirnir koma aftur. Við unnum Covid-stríðið. Er ekki kominn tími á að lýsa yfir stríði við bílhræin? Vinnum þetta stríð líka! GRILL- MATURINN ELSKAR Go með öllu! AHLGRENS BÍLAR - 2 TEG 349 KR/STK 2792/ 3490 KR/KG BÆTTU LÍKAMSSTÖÐUNA Minni verkir, betri líðan GÖNGUGREINING Faeturtoga.is S: 55 77 100

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.