Lýðvinurinn - 25.02.1951, Blaðsíða 3

Lýðvinurinn - 25.02.1951, Blaðsíða 3
JSýé vmurmn Kafaraútbúnaður. Eitt af erfiðustu viðfangsefnum Jiugvitsmanna heimsins um áratugi hefur verið það að finna upp kafaraútbúnað svo fullkominn, að hægt væri með honum að kanna dýpi hafsins og bjarga þaðan dýr- mætum fjársjóðum, bæði gulli og skinandi gim- steinum, sem hvíla á mararbotni í sokknum skip- um. Nú loks fyrir nokkrum árum tókst að fullkomna kafaraútbúnaðinn svo, að rannsóknir á hafsbotní og björgun þaðan fer að verða miklu auðveldari en áður. Það, sem helzt var að öllum fjrrri útbúnaði kafarabúningsins var, að föt kafarans vildu bila í undirdjúpunum, og mjög illa gekk að ráða við, að sjávarþrýstingurinn léki ekki illa kafarana, þegar þeir voru að koma upp á yfirborð sjávar, enn frem- ur kom það oft fyrir, að loftdælurnar um borð í sjálfum björgunarskipunum vildu bila, en þá vortí kafararnir dauðadæmdir niðri í djúpinu. Þess vegna var gagnslaust að nota slíkan útbúnað, e£ kafa átti á miklu dýpi. Með hinum nýja kafarabúningi mun verða kom- Íð í veg fyrir slík óhöpp, að kafararnir séu í lifs- hættu í hvert skipti, sem þeir eru að starfi sínu í djúpi hafsins. Þessi nýi útbúnaður hefur hlotið nafnið „járn- þrællinn“. Hann er perulagaður og frekar klunna- legur í öllu útliti. Hann hefur hreyfanlega hand-

x

Lýðvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýðvinurinn
https://timarit.is/publication/1442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.