Víkurfréttir - 27.02.2020, Síða 4
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 27. febrúar 2020 // 9. tbl. // 41. árg.
Leiga á húsnæði
100 m2 rými til leigu að Hafnargötu 61,
á besta stað við Hafnargötu.
Laust strax
Áhugasamir hafið samband við:
Þröst Ingvason
sölustjóra Slippfélagsins
throstur@slippfelagid.is
Kristján Ásgeirsson
kristjan@malning.is
Ánægja í Suðurnesjabæ
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar lýsir
ánægju með niðurstöður þjónustu-
könnunar Gallup sem framkvæmd
var í lok árs 2019 og í byrjun árs 2020
á meðal tuttugu stærstu sveitar-
félaga landsins. Suðurnesjabær raðar
sér með fremstu sveitarfélögunum
og er í meðaltali eða yfir meðaltali
í flestum þáttum sem mældir eru.
Þá raðast Suðurnesjabær númer
tvö í könnuninni þar sem ánægja
með þjónustu grunnskóla er mæld
og einnig þegar spurt er hvernig
starfsfólk sveitarfélagsins leysir úr
erindi eða erindum fólks.
Suðurnesjabær raðast númer þrjú,
með 4,3 stig af fimm, þar sem spurt
er um hversu ánægt eða óánægt
fólk er með sveitarfélagið sem stað
til að búa á.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að
vinna áfram með niðurstöður með
það að leiðarljósi að bæta þjónustu
Suðurnesjabæjar.
Fermingarkynning
sunnudaginn 1. mars kl. 14 Hólagötu 17
Langanes vélarvana utan við Sandgerði
Netabáturinn Langanes GK 525 varð vélarvana utan við
Sandgerði á sunnudag. Björgunarskipið Hannes Þ. Haf-
stein var kallað út og tók það Langanes í tog. Haldið var
til Njarðvíkur þar sem gert var við bilunina, sem ekki
var talin alvarleg.
Hafnsögubáturinn Auðunn dró Langanes GK síðasta
spölinn en Auðunn og Hannes Þ. Hafsein hjálpuðust svo
að við að koma Langanesi GK að bryggju.
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar bátarnir komu í
höfn um miðjan dag á sunnudag. VF-myndir: Hilmar Bragi
Tilkynni grunsamlegar
mannaferðir að næturlagi
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum biður íbúa í Reykjanesbæ að tilkynna til
Neyðarlínunnar, í síma 112, eða í gegnum Facebook verði þeir varir við grun-
samlegar mannaferðir að næturlagi. Er það vegna aðila sem hefur verið að
fara inn í heimahús og bílskúra á svæðinu.
„Íbúar eru sérstaklega hvattir til að læsa öllum hurðum, bifreiðum og
geymslum. Ef fólk er með eftirlitsmyndavélakerfi við hús sín þá biðjum við
ykkur endilega um að renna í gegn um efnið og kanna hvort að eitthvað sé
þar að finna sem getur aðstoðað okkur við leitina,“ segir í tilkynningu frá
lögreglustjóranum.
Meðfylgjandi eru myndir af aðilanum sem náðust úr öryggismyndavélakerfi.
Leikfélag Keflavíkur frumsýnir Benedikt búálf í Frumleikhúsinu
Leikfélag Keflavíkur frumsýnir föstudaginn 28. febrúar
fjölskylduleikritið Benedikt Búálf í leikstjórn Ingridar
Jónsdóttur sem hefur komið víða við sem leikstjóri
og leikkona.
Að sögn Ingridar er leikhópurinn frábær. „Þetta er
góð blanda af reyndu fólki og nokkrum sem eru að stíga
sín fyrstu skref á leiksviðI, valin manneskja í hverju
hlutverki.“
Æfingar hafa staðið yfir frá því eftir áramót en undir-
búningur hófst í desember. Sýningin er ákaflega lífleg,
flott dansatriði og geggjaðir búningar. Þá má ekki gleyma
hljómsveitinni sem spilar stóran þátt í sýningunni.
Þegar blaðamaður leit inn á æfingu í vikunni var verið
að leggja lokahönd á sviðsmynda- og ljósavinnu sem
umgjörð um þessa skemmtilegu sýningu.
Þá er gaman að geta þess að Frumleikhúsið hefur heldur
betur fengið upplyftingu þar sem búið er að parketleggja
fremri salinn og taka gestasalernin í gegn. Það er óhætt
að láta sig hlakka til að mæta í fallegt Frumleikhús með
alla fjölskylduna og horfa á enn eina snilldaruppfærslu
Leikfélags Keflavíkur.
Allar nánari upplýsingar um sýningatíma má finna á
Fésbókarsíðu Leikfélags Keflavíkur.