Stundastyttir

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Stundastyttir - 18.07.1932, Qupperneq 1

Stundastyttir - 18.07.1932, Qupperneq 1
STU N DASTYTTIR 1. tbl. Reykjavik, 18. júlí 1932 1. árg. Til lesarans. Þegar þetta fyrsta tölublað Stundastyttis kemur fyrir sjónir almennings, álízt rétt að gera að litlu leyti grein fyrir því, sem blaðið mun í framtíð hafa fyrir stafni. Svo sem nafnið bendir til, er blaðinu ætlað að flytja efni, sem verða mætti fólki til skemmtunar eða dægra- styttingar. Því miður eru lítil tök á því í svipinn, að komast yfir efni af nokkurri óvenjulegri tegund, en skemmtilegar sögur munu allt af verða byrtar í hverju tölublaði. Fréttir erlend- ar og innlendar munu verða í blaðinu, þær, er markverðar þykja. Blaðið mun alls engin afskifti hafa af opinberum stjórnmálum né þjóðmálum af nokkuru tægi. Framvegis verður leitast við að hafa í blaðinu sem allra ákjósanlegast efni, og vænti eg þess að menn taki því vel, og að þeir, þrátt fyrir ýmsa galla, sem á því eru, ekki snúi við því bakinu, heldur kaupi það, og geri þ&nnig sitt til að það megi stækka og fullkomnast í sem flestum atriðum. Með fyrirfram þökkum fyrir væntanleg viðskifti, Ritst jórinn. ----o---- Fáein heilræði. Drekktu minna, andaðu meira! Borðaðu minna, tyggðu betur! Klæddu þig minna, baðaðu þig oftar! Eyddu minna sjálfur, en gef öðrum heldur meira! 0. ELLINGSEN, REYKJflVÍK Símnefni: EbblNGSEN - Símar: 3605, Ú605 Margt til heimilisnotkunar: Ullarteppi, Baðmullarteppi, Vattteppi, Madressur, Gólfmott- ur, Gólfbón, Gólfklútar, Vatnsfötur, Stangasápa, Grænsápa, Sódi, Þvottasnúrur, Gúmmíslöngur, Burstavörur allskonar, Kústasköft, Fægilögur, Skósverta, Verkfæri og smiðatól allskonar, Hengilásar, Eldspitur, Kerti, Eldhúslampar, Lampa- glös og kveikir, Olíubrúsar, Primusar, Metatöflur Hita- búsar, Hnífar allskonar, Saumur allskonar. Allskonar Málningarvörur: Þurir, olíurifnir og tilbúnir litir, Lökk mislit, Ofnlökk, Gólflökk, ,Möbel“-lökk, Terpentina, Femisolia, Bronce fj. litir, Hrátjara, Carbolineum, Penslar og allskonar máln- ingaráhöld. Allskonar: Sjómannafatnaður, Verkamannafatnaður, Útgerðarvörur, Verkfæri, Vélaolíur og Vélafeiti. Heildsala. — Best og um leið ódýrast. — Smásala. Ef þið hafið ekki reynt viðskiftin við reiöhjóla- verkstæÖið í Kirkjustræti 2 (Herkastalanum) þá reynið þau nú þegar. Þið munuð sannfærast um gott verð og góða vinnu. Virðingarfyllst M. Guðmundsson. Heildealar, kaupmenn og kauptélög! ZSf þéx* auglýaið þá auglýsið í Stundastytti! LANöotiOKASArN JTs 182554 J ’ ■ /-*■ . i.J o

x

Stundastyttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundastyttir
https://timarit.is/publication/1446

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.