Stundastyttir - 18.07.1932, Blaðsíða 4

Stundastyttir - 18.07.1932, Blaðsíða 4
Maðuv. Maður er glóandi gneiati frá guðdómsins eldi, lífsvakinn lýsandi geisli frá leiftrandi sólu — heimur með herskara af stjörnum af hugsunum gjörvum eldmóði einbeitta viljans og ólgusjó hjartans. . Maður er drottinn, sem dæmir og daglega stýrir hann sínum heiminum smáa sem hinn sínum stóra; titrandi dropi sem drýpur af döggvotu strái, speglandi himinsins hvelfing í hvelinu sínu. Maður er mesta guðs hugsun og meistaraverk hans; dásamleg drottnandi vera, en duft þó og aska; þróttmikil hágöfug hetja og hálfkrypplings dvergur, hræddur við drottinn og dauðann og dóm — og sig sjálfan. Maður er hönd köld og harðlæst, en hlý þó og opin. Auga sem brosir af blíðu og brennur af hatri, vera með alhreinleik engils og eðlishvöt dýrsins höfuð sem hugsar og efar og hjarta sem trúir. Maður er mynd guðs á jörðu hans markspor í sandi; hálf-perla og hálf-tár á milli himins og jarðar. , Hann er frá himninum runninn og heim þangað kvaddur. Maðurinn er allt og ekkert og óráðin gáta. Maður. ----o---- Flugufregnin Saga eftir Leonora Gregory. Hin stóra, vængjaða glerhurð dagblaðsskrifstofanna opnaðist og inn kom maður í dökkum frakka með svartan hatt á höfði. Hinn stóri forsalur skrifstofanna var tómur að öðru en því, að hinn gamli gráhærði þjónn, sem hafði með höndum að taka við viðtalsbeiðnum þeirra, er vildu hafa tal af hinum ýmsu starfs- mönnum, sat þar við lítið skrif- borð. „Gott kvöld„, sagði aðkomu- maðurinn, sem staðnæmdist við afgreiðsluborðið. — Hann hafði eitthvað ögrandi í fari sínu. „Gott kvöld, herra ininnu, svaraði þjónninn kurteislega. Allt í einu breyttist svipur hans og undrunin skein út úr and- liti hans. „Er það sem.mérsýn- ist, er þetta ekki herra Carver ? Það er langt síðan —. Carver greip fram í og sagði: „Ég veit hver er kvöldritstjóri núna, ég þarf að hafa tal af- honum“. „Herra Sargent er kvöldrit- stjóri, ég skal hringja til hansu. „Gott, hann mun muna eftir méru. Carver lagði olnbogann á borðið og pikkaði óþolinmóður í borðið með tveimur fingrum. „Herra Sargent spyr hvað yður sé á höndum, sagði þjórm- inn, við símann. Carver beit gremjulega á vör- ina. Sú var tíðin að hann hefði getað skundað beint upp á frétta stofuna. „Segið honum að það séu stórtíðindi, mjög fáheyrð“. Þjónninn sagði svarið í símann og hengdi upp heyrnartólið. „Þér skuluð ganga beint upp herra minn“. „Takk fyrir“. Carver hljóp upp stigann. Það voru þrjú ár síðan honum var sagt upp við „Leiðtoga dagsinsu. Þrjú ár síðan hann hafði strengt þess heit að afsanna þann orð- róm, sem olli uppsögn hans. Nú hafði hann fengið gott tæki- færi. Hann gat sjálfur tiltekið laun sín. Sargent myndi láta flest ósparað til að ná slíkum fréttum. Carver dæsti er hann kom upp á skörina og gekk nokkr- um sínnum um gólf á gangin- um fyrir framan dyrnar. I þrjú ár hafði hann borið skort og skömm. Einu sinni eða tvisvar hafði hann reynt að bera af sér sökina fyrsta mánuðinn, en það hafði orðið árangurslaust. En eftir þrjú ár barst honum í hendur stórvægileg fregn. Carver sneri húninum á hurð, sem var merkt fréttastofa. Hálfri mínútu síðar stóð hann fyrir framan Sargent, þeir höfðu ver- ið vinnufélagar. „Jæja, Carveru, sagði Sargent, „hefurðu eitthvað handa mér?u Hann virti hinn þreytulega gest fyrir sér með háðsglotti á vörunum. Carver starði framundan sér og svitinn draup af enni hans. „Jáu, sagði hann, „svo sem hálfa mílu í burtu héðan var ráðist á mann, sem ók í bíl sín- um og var hann rekinn í gegn. Síðan var lík hans dregið eftir gangstéttinni og því síðan fleygt niður í kolageymslu hans sjálfs. Þessa frétt býð eg þér með einkarétti. Eg get sagt þér ná- kvæmlega hvar og hvenær glæpurinn var drýgður. Eg get gefið þér allar upplýsingar, en þú verður að borga mér vel. — — það er þess vert — ekki satt?“ (Frh.) Bitstjóri og ábyrgðarmaöur: Jón Sigurðsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Stundastyttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundastyttir
https://timarit.is/publication/1446

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.