Stundastyttir - 18.07.1932, Page 3

Stundastyttir - 18.07.1932, Page 3
inu inn þangað, og ég hafði líka, þótt ég hefði munað erindið, alveg gleymt, að hver einasti miði var aeldur. Ég hélt áfram að tauta: „Jóhann Andrésson“ — „Gerið svo vel fjórar krón- ur“. Af þessum orðum, sem komu frá afgreiðslustúlkunni, var ég stöðvaður í lofgerðinni um Jóa, og tveir aðgöngumiðar lágu á hillunni við nefið á mér. Nú var ég ekki lengi að átta mig. T Eg snaraði að henni fimmkróna- seðli, sem ég fékk hjá Jóa og er eg hafði fengið mina krónu til baka, þá stakk eg henni, ásamt miðunum, í vasann, hent- ist út sigri hrósandi og alveg á gati yfir því, hvernig gæti staðið á þessu happi, og alveg grunlaus um, að í þessum miða kaupum fylgdi hamingja mín, enda þótt ég vissi það ekki fyr en rúmlega tveimur árum síðar. En svo var mál með vexti, að þegar ég mætti Jóa, þá var hann á leið til Nínu, sem við vorum báðir alvarlega skotnir í. Hún hafði nú loksins, eftir að hann hafði dekstrað hana í marga mánuði, heitið honum því, að fara með honum á Bíó, og réð þar meiru um, að myndin hafði vakið svo almenna athygli, en að hana langaði að vera með honum. En meðan ég var að tauta um Jóa hrósið í Bíóganginum, hafði ég mér óafvitandi borist með fjöldanum inn að afgreiðslu- klefanum og fyrir framan opið á honum, hafði eg byrjað lofgerð- ina um hann fyrir að borga mér sjökallinn á svo hentugum tíma, og fékk ég aðeins tíma til að segja nafnið áður en hin lipra afgreiðslustúlka fékk mér miðana, sem hann hafði fengið frátekna fyrir sig og Nínu. Meðan ég hljóp út að leita að Bjössa, komu þau Jói og Nína og fengu þær upplýsing- ar hjá klefaverðinum, að engin pöntun væri þar merkt: „Jóhann Andréssonu! Jói varð bæði hrygg- ur og reiður yfir að sjá þenna langþráða sigur þannig að engu gerðan á svipstundu. Nú jós hann úr sér skömmunum yfir stúlkuna í klefanuúa. Nína stóð álengdar blóðrjóð af blygð- un yfir því, að vera séð með honum. Og er Jói hafði lokið við að skamma stúlkuna kom hann aftur til Nínu, sem þá kvaddi hann með velorðaðri yfirlýsingu um, að hún vildi ekki vera þekkt fyrir að hafa hann að félaga og skundaði því næst út á undan honum. — Ég fann hvergi vin minn og flýtti mér þess vegna inn á síðustu mínútunum og ákvað að njóta þessarar merkilegu mynd- ar einn, fyrst ekki vildi betur til. — Þá mætti ég Nínu í port- inu. — Mér datt í hug, að hún myndi hafa ætlað sér að ná í miða, en orðið of sein, Ég tók ofan, í skyndi og skýrði henni frá, að ég væri efnaður einstæð- iugur og ætti aukamiða, sökum þess, að vinur minn, sem hefði ætlað með mér hefði forfallast á síðustu stundu. — Mér myndi þykja vænt um að hún vildi nota miðana, ef mér leyfist að vera svo djarfur. — Þetta sam- þykkti hún eftir að ég hafði brillierað í rökfræði. Jþi fékk aldrei fulla uppreisn eftir þetta, en ég fékk gæfuna í lið með mér. Ég og Nína opin- beruðum í vetur; og í gær sagði hún mér frá háttsemi Jóa við bíóstúlkuna, og þá skildi ég hvernig stóð á miðunum árið 1930. ----o---- K o n a n : Hefirðu veitt því athygli, að þeir sem tala hæst, eru jafnan þeir fávísustu. Maðurinn: Þú þarft nú ekki að garga, eg er ekki heyrn- arlaus. Eldgamla ísafold. Svo virðist sem nú á síðari árum, hafi áhugi útlendinga fyr- ir því, að kynnast íslandi af eigin reynzlu, aukist stórum. Ekki aðeins hafa þeir komið hingað hundruðum saman á hin- um stóru skemmtiskipum, held- ur hafa hér verið í kynnisför- um tugir ef ekki hundruð er- lendra mennta og listamanna, sem hafa orðið mjög hrifnir af land- inu og hafa þeir ritað um það vinsamleg orð og ummæli er þeir komu heim til sin. I ensku blaði, sem gefið er út á Indlandi var fyrir skömmu mjög lofleg grein um landið sjálft, fegurð þess og yndisleik, og jafn- framt mjög góð lýsing á þjóð- inni. Af lýsingunni myndi þó ekki allir íslendingar þekkja, að átt er við þá, ef ekki væri það skýrt framtekið. Þess vegna er óhætt að fullyrða, að höfundur greinarinnar hefur ábyggilega leitað að hinu bezta í fari okk- ar, en skotist yfir ýmislegt, sem jafngott var að yrði, framvegis sem hingað til leyndarmál fyr- ir Indverjunum. Greinarhöfund- ur er enskur málari, sem hér var síðastliðið sumar, skrifar hann undir dulnefni og kallar sig Carven. í næsta tölublaði verður minnst á tvo merka menn, sem heim- sótt hafa ísland í sumar, og verða þá jafnframt birtar mynd- ir af þeim ef tök verða á. ----o--- Tvennir tiimar. Oft hef ég reynt, en aldrei örlögin geta flúið. — Mér hafa naprar nornir neyðina fyrirbúið. Oft hef ég reynt, en aldrei ástina getað flúið. — Mér hafa glæstar gyðjur gæfuna fyrirbúið.

x

Stundastyttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stundastyttir
https://timarit.is/publication/1446

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.