Íþróttablaðið - 01.03.1941, Qupperneq 3

Íþróttablaðið - 01.03.1941, Qupperneq 3
VI. árgangur Reykjavík, marz 1941. 1.—2. tölublað. Sundknattleiksmót Reykjavíkur Ármenningar urðu Reykjavíkurmeistarar. Meistaramót í sundknattleik fyrir Reykjavík hófst síðast i janúar og lauk þann 7. febrúar. Þátttakendur voru Ármann, K.R. og Ægir (2 sveitir). Einstakir leikir fóru sem hér segir: Ægir (A) — K. R..... 9:0 Ármann — K. R....... 8:0 Ármann — Ægir (R) . . 10:1 Ægir (A) — Ægir (R) . . 9:1 Ægir (R) — K. R..... 3:2 Ármann — Ægir (A) .... 4:1 K.R. og Ægir (B) kepptu um 3. sætið og vann B-lið Ægis með 3 nxörkum gegn 2. Þessi lið voru nokkuð svipuð að styrkleika. K.R. setti fyrsta markið, en Ægir næstu 2. Hið síðara setti Magnús B. Pálsson með fallegu skoti af löngu færi. Pétur Jónsson (K.R.) setti 4. markið einnig með prýði- legu skoti, en Ægir setti hið 5. og þar með úrslitamarkið. Bæði liðin skorti samleik og' yfirleitt var of mikið um samþyrpingu leikmanna, en það er ekki sigur- vænleg aðferð í sundknattleik frekar en i knattspyrnu. Dómari var Björgvin Magnússon. Úrslitaleikurinn milli Ármanns og A-liðs Ægis var ójafnari en nxenn höfðu húizt við. Ármenn- ingar sýndu töluverða vfirburði og voru þeir sýnilega i betri æf- ingu. Kom það bæði fram í meira þoli og betri staðsetningu. Þrátt fyrir það var leikurinn skemmtilegur, og spenn- andi á köflum. Eftir fyrri hálfleik hafði Ár- mann sett 2 mörk, en Ægir ekkert. I síðari hálfleik setti Ármann einnig 2 mörk, en Ægir 1. Ármannsmörkin settu þeir Guðm. Guðjónsson, Gísli Jónsson, Magnús Kristjánsson og' Stefán Jónsson, en Jónas Hall- dórsson skoraði markið fyrir Ægi. Ármannsliðið var nokkuð jafnt og hafði engan veikan punkt, en lið Ægis var aftur á móti „götótt“, t. d. var markvörður þeirra ekki nógu öruggur. Úr því að ég minnist á markvörð, vil ég geta þess, að Jón Ingi (K.R.) er enn sem fyrr langbezti markvörð urinn, sem sést hér í sundknatt- leik. — Dómari í úrslitaleiknum var Jón Pálsson. Ég gat þess, þegar ég' skrifaði um sundknattleiksmótið hér í hlaðið í fyrra, að það væri erfiít verk og vanþakklátt að vera sundknattleiksdómari. Það situr því ekki á mér að koma með miklar aðfinnslur út af dómum Siindknattleiksflokkur Ármanns. þessara tveggja manna, sem virð- ast vera þeir einu, sem dæmt geta sundknattleik hér í bænum. En þó vildi ég mega segja þetta: Björgvin er betri nú en í fyrra, cn er þó ekki nógu nákvæmur og tekur ekki nægilega strangt á ólöglegum leik. Jón fannst mér aftur á móti hetri i fyrra en nú. Það, sem ég finn sérstaklega að

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.