Íþróttablaðið - 01.03.1941, Síða 12

Íþróttablaðið - 01.03.1941, Síða 12
10 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ hafi sýnt 24.0 sek. og' 24.1 sek., en það þýðir samkv. leikreglum Í.S.Í., að tíminn 24.1 sek. skuli gilda. Hvar og hvenær hefir stjórn Í.S.Í. ógilt úrskurði tíma- varðanna? Bæði þessi atriði, sem Ól. Sveinsson nefnir hér, eru ein- mitt undirstaðan undir því, að vér staðfestum metið með tím- anum 24.1 sek., en ekki 24.0 eins og farið var fram á i metaskýrsl- unni. Þá segir Ól. Sv. að samkv. leik- reglum sé það óleyfilegt í fjöl- þrautum að hafa aðeins 2 klukk- ur á keppanda, og er það rétt. En liver á að sjá um að íeikregl- unum sé fylgt? Um það segir svo i leikreglum Í.S.Í. bls. 55: „Yfir- dómari skal sjá um, að leikregl- unum sé fylgt“. Og hver var svo yfirdómari á þessu móti? Það var Ólafur Sveinsson. Ekki var það stjórn Í.S.Í. að kenna, að hann lét ekki fylgja þessum regl- um. ' Ól. Sv. spyr, hver geti um það sagt, livaða tíma þriðja klukkan hefði sýnt, ef hún liefði verið fyrir hendi. Hann hýst auðsjáan- Iega ekki við neinu svari eins og eðlilegt er. En tökum nú þann möguleika, að hún hefði sýnt 24.1 sek. Hvort liefði þá mátt sin meira, klukkan eða millibilið? Að lokum segir Ól. Sv„ að á- kvæðið um að lakari tíminn skuli gilda, þegar um 2 klukkur sé að ræða, eigi aðeins við það, þegar þær eru á 1. manni, og ekki sé hægt að styðjast við fjarlægð frá fyrri keppanda. Þessi skýr- ing á leikreglunum er vægast sagt mjög' liæpin, og manni verður á að spyrja: Til hvers er verið að taka tíma á 2. og 3. manni, er ekki nóg að taka fullt tillit til fjarlægðarinnar frá 1. rrianni? Sigarði S. Ólafssyni hefir að mestu verið svarað með því, sem vér höfum tekið fram hér á und- an. Þó skal þessu hætt við: Sig- ORÐSENDING til útsölumanna og kaupenda, Útsölumenn! Ef þér eigið eitt- hvað óselt af 2. thl. 5. árgangs (febrúarblað 19W), þá eruð þér vinsamlegast beðinn um að senda oss það sem allra fyrst. Treystum vér því, að þér látið þetta ekki bregðast. Þá viljum vér biðja þá iitsölu- menn og kaupendur, sem ekki hafa gert skil fyrir síðasta ár- gang að láta það ekki dragast lengur. Verð blaðsins helzt óbreytt — 5 krónur árgangurinn — þrátt fyrir mjög aukinn kostnað, en þess er þá einnig fastlega vænzt, að það verði metið eins og ber - að allir kaupendur, undantekn- ingarlaust, borgi blaðið skilvís- lega — og að allir útsölumenn og aðrir, sem áhuga hafa fyrir því, að íþróttablaðið haldi áfram að koma út, geri sitt bezta til þess að útvega því nýja, skilvísa kaupendur. Útgef. urður er nú fallinn frá þeirri fullyrðingu sinni, að vér höfum breytt úrskurði tímavarða og markdómara og erum vér lion- um þakklátir fyrir viðurkenning- una á því. Um það atriði, að vér höfiun breytt úrskurði yfirthna- varðar, skal þetta tekið fram: Þegar stjórn Í.S.Í. berst meta- skýrsla til staðfestingar, sem hún álítur að sé hyggð á röngum for- sendum, þá hefir hún um 2 leiðir að velja; annaðhvort að neita staðfestingunni eða þá að leið- rétta skýrsluna, þannig, að það met, sem staðfest er, fái staðizt samkv. gildandi leikreglum. í því tilfelli, sem hér um ræðir, var siðari leiðin valin. Sig. Ólafsson og raunar Ólafur Sveinsson líka, vilja ákveða tíma Sig'. Finnssonar eingöngu eftir fjarlægðinni frá næsta manni á undan. Aftur á móti er úrskurð- ur vor byggður hæði á fjarlægð- inni og tímanum. Vér lítum svo á, að metið eins og' það var stað- fest (2(599 stig) megi teljast ör- uggt, en það hefði verið mjög vafasamt með 2709 stigum. Stjórn Í.S.Í. getur aðeins stað- íest þau met, sem enginn vafi leikur á að fái staðizt, og geta vonandi allir íþróttamenn fallizt á, að það sé hið eina rétta. Stjórn íþróttasambands íslands. IþrottanelDd rlklsins. liéfir sett eftirfarandi reglur um umsóknir um styrki úr íþrótta- sjóði, samkvæmt 8. grein íþrótta- laganna: 1. gr. Umsóknir skulu ritaðar á sérstök eyðublöð, er íþrótta- nefnd leggur til ókeypis. 2. gr. Umsóknir skulu vera komnar til íþróttanefndar fyrir 1. marz 1941, en eftirleiðis fyrir 1. janúar ár hvert. Umsóknareyðuhlöðin hafa þeg- ar verið prentuð og fást hjá í- þróttanefndarmönnum og' i skrif- stofu fræðslumálastjóra. — í í- þróttanefndinni eiga sæti: Guðm. Kr. Guðmundsson skrifstofustj., Aðalsteinn Sigmundsson kennari og Benedikt G. Waage kaupmað- ur. —

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.