Íþróttablaðið - 01.03.1941, Side 15
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
13
„Inn milli fjallanna".
Sunnudagurinn 9. febrúar var
einn af hinum fáu skíðadögum
Reykvíkinga á þessum vetri. -
Veðrið var dásamlegt, sólskin,
logn og hæfilegt frost. Ég lagði
leið mína í Jósepsdal og lmgði
að dveljast þar meðan sól væri
á lofti. En er þangað kom, var
snjóléttara en ég hafði ljúizt við.
Botn dalsins var ísi lagður, en
harðfenni í brekkum. Við, sem
komum úr hænum þennan morg-
un, bjuggumst við að hitta all-
marga Ármenninga i skála sín-
um, sem verið hefðu þar nætur-
langt, en skálinn var mannlaus
og Ármenningarnir auðvitað
komnir upp á Bláfjöll. Þeim
verður ekki skotaskuld úr því
að komast á skíði, þó að dalur-
inn „þeirra“ sé snjólaus.
um. Og satt að segja undraðist
ég dugnað sexmenninganna við
að koma þessum skála upp, eftir
að ég frétti að þeir hefðu orðið
að bera lrann á bakinu að
vísu ekki í heilu lagi — upp þetta
skarð, sem mörgum okkar fannst
nægilega erfitt, óklyfjuðum. Og
þótt skálinn sé ekki stór hann
er aðeins ætlaður sex manns til
næturvistar, en getur þó rúmað
mildu fleiri — þá hefir hann
vafalaust kostað marga svita-
dropa, og er Ijóst dæmi um ósér-
plægni sumra íþróttamanna. En
þeir félagar fá þetta erfiði á-
byggilega endurgoldið í mörgum
ánægjustundum, því að staður-
inn, sem þeir liafa valið, hefir
mikið aðdráttarafl fyrir skíða-
menn. Skiðalandið allt umhverf-
is skálann er hið ákjósanlegasta.
Þar eru langar hrekkur og bratt-
ar brekkur og yfirleitt brekkur
við allra hæfi, — og snjór er þar
nægilegur, þótt autt sé á láglend-
inu. Sjálfur er skálinn hinn vist-
legasti og byggður i áferðarfalleg-
um fjallaskálastíl.
Og nú býst ég við að einhvern
langi til að vita hverjir þessir
vösku Bláfjallasynir séu. Mér
finnst það ekki nema eðlilegt og
hefi því svarið á reiðum hönd-
um: Sveinn Ólafsson, Skarpliéð-
inn Jóhannsson, Egill Krist-
björnsson, Bjarni Ágústsson,
Hörður Þorgilsson og Eyjólfur
Einarsson.
Um leið og ég þakka þeim
fyrir gestrisnina 9. fehrúar, óska
ég þeim til liamingju með Blá-
fjallaskálann sinn.
Ikon.
Eftir að við höfðum livílt okk-
Ur um stund og fengið okkur
kaff isopa, þrömmuðum við suð-
ur dalinn og lögðum á hratt-
ann. Nógur snjór var í skarðinu,
sem notað var til uppgöngunn-
ar, en flestum fannst það langt
<>g gangan erfið. Eina bótin var,
að við áttum eftir að fara það
niður, og hvaða skíðamaður
vinnur það ekki til að brjótast
upp brekkurnar, til þess að
bruna niður á eftir.
Þegar upp úr skarðinu kom,
lágu Bláfjöllin fram undan,
snævi þakin og böðuð i hinni
hækkandi febrúarsól. Skíðafær-
ið var ágætt, nýfallinn snjór of-
an á harðfenni. Við höfðum ekki
gengið lengi, er við heyrðum
glaða hlátra, hróp og köll. Hérna
var það, sem dalbúarnir héldu
sig. Og áður en okkur varði, vor-
Um við komin að skiðaskála,
sem fæst okkar höfðu séð áður.
Skáli þessi var bvggður í kyrr-
þev í sumar af sex Ármenning-
7
TÍana/jÁf/iýhtia&oti